Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 23

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 23
Reiðnámskeið og brandarar Kæri Æskupóstur! Ég er átta ára og hef aldrei skrifað þér áður enda hef ég ekki verið á- skrifandi nema um það bil hálft ár. Tvær spurningar og einn brandari: 1. Mega áskrifendur senda brandara? 2. Það væri ekki amalegt að fá fróðleiksmola um reiðnámskeiðið í Víöidal og hestana á námskeiðinu. Getur þú birt þá? Kennorinn: Jæjo, Óli minn! Þú órr oð læro þrjú folleg orð heimo og segjo okkur þou ó morgun. Óli (heimo): Pobbi! Vilru kenno mér þrjú folleg orð? Pabbi: Þegiðu! Óli: Lirli bróðir! Vilru kenno mér þrjú folleg orð? Lirli bróðir: Súpermonn! Óli: Mommo! Vilru kenno mér þrjú folleg orð? Mommo: Ekki núno elskon! (Daginn efrir) Kennorinn: Jæjo, Óli minn. Hvqöq þrjú falleg orð lærðir þú? ara (Góðtemplarareglunnar). Helstu hvatamenn að útgáfu blaðs- ins voru nokkrir gæslumenn barna- stúkna (= umsjónarmenn starfs barnastúkna). Fyrsti ritstjóri Æskunnar var Sig- urður (úlíus Jóhannesson, síðar læknir og ritstjóri í Kanada. I lok á- varps síns í fyrsta tölublaðinu (en það kom út 5. október 1897) segir hann: •r ÆSKAN. ; „Sendum vér svo fyrsta blað Æskunnar með bestu kveðju til allra barna og innilegri ósk um að það geti orðið þeim til góðs og gamans." Það hefur verið von og ósk út- gefanda og allra ritstjóra síðan. Óli: Þegiðu! Kennorinn: Hvað þykisr þú vero, drengur? Óli: Súpermonn! Kennorinn: Á ég oð sendo þig ril skólosrjórons? Óli: Ekki núno, elskon! Atta ára. Svar: 1. Lesendur mega að sjálfsögðu senda okkur skrýtlur. Það gera margir. En oft berast sömu skrýtlur og við höfum áður birt. Ef skammt er síðan þær voru í blaðinu birtum við þær ekki aftur. Sú sem þið vor- uð að lesa hefur áóur komið í Æsk- unni. Mörg ykkar muna það ef- laust. Undantekning var gerð meó vilja að þessu sinni. 2. Reiðskólinn í Víðidal er starf- ræktur á vegum Iþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur og Hesta- mannafélagsins Fáks. Frá honum er jafnan sagt í upplýsingariti sem ráðið gefur út árlega á vordögum. I fyrra voru haldin sex nám- skeið, flest tveggja vikna, fyrir börn fædd 1976-1982. (í sumar væntan- lega 1977-1983). Þátttökugjald var 6.000 kr. Farió var með rútu og komið í Víðidal um níuleytið á morgnana en lagt af stað „í bæinn" kl. 16.10. Skipt var í fjóra hópa og fór hver þeirra í reiðkennslu í eina og hálfa klukkustund dag hvern. Hinir voru við leik og útivist ásamt leiðbeinendum. Innritun er auglýst í upplýsinga- ritinu en því er dreift til allra barna á grunnskólaaldri í Reykjavík. I því er sagt frá Sumarstarfi íþrótta- og tómstundaráðs, starfsemi fyrir börn (skólagörðum, starfsvöllum), Vinnuskóla Reykjavíkur, Sumar- búðum nokkurra aðilja, starfsemi í- þróttafélaga í Reykjavík - og ýmsu fleiru. Nú hefur verið sagt frá því að kennsla verði í vetur. Nánar síðar. Appelsínuhúð og fleira Hæ, hæ, Æskupóstur! Ég er með nokkrar spurningar og ætla bara að vona að þú getir svarað þeim! 1. Get ég smitast af al- næmissjúklingi ef ég kyssi hann votum kossi? 2. Hvers vegna fær mað- ur „appelsínuhúö“? 3. Getur þú sagt mér hvenær strákarnir í Poi- son eru fæddir? Rikki. (Dulnefni) Svar: 1. í bæklingi sem Landlæknis- embættið hefur gefið út segir m.a. um smitleiðir alnæmis: "Alnæmisveiran smitar við kyn- mök, með blóðblöndun, til dæmis menguðum nálum, við blóðgjöf, og frá smitaðri móður til barns í með- göngu, fæðingu eða við brjósta- mjólkurgjöf. Alnæmisveiran smitar EKKI við daglega umgengni vió smitaða ein- staklinga. Ekki við hósta, hnerra, með matvælum, drykkjarvatni, í sundlaugum, á salernum eða með mataráhöldum. Veiran finnst stundum í munnvatni en ekki hefur verið sýnt fram á að smitun eigi sér stað með kossum." (Smitar: (hér) = getur smitað) Nýjasti bæklingur embættisins um þetta efni nefnist, Alnæmi - spurningar og svör. Honum hefur verið dreift víða, m.a. til heilsu- gæslustöðva. 2. Orsök kvillans „appelsínuhúð- ar" er nánast óþekkt. Sennilega má rekja hann til vatns sem leitar út í húðina. Oftast verður „appelsínu- húðar" vart á lærum. Kvillinn virðist algengari hjá konum en körlum. (Ef til vill leita þær þó oftar til lækna vegna hans en þeir...) Fremur lítið er hægt við honum að gera. Reynt hefur verið að bera smyrsl á húðina en árangur er oftast takmarkaóur. Líklega er vænlegast að fara í nudd - en ekki er unnt aó fullyrða að það bæti úr. 3. Umsjónarmaður Poppþáttar- ins sá ekki í gögnum sínum getið um fæðingardaga strákanna í Poi- son. I næsta tölublaði Æskunnar mun hann segja frá hljómsveitinni og hefur þá væntanlega grafið þetta upp. Æskan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.