Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 19

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 19
Langflestir útlendingar fara þaðan í tvo til þrjá mánuði á sumrin. Á vet- urna verður hitinn lægstur 10-15 stig þar sem við áttum heima en í eyðimörkinni getur orðið miklu kaldara en það. Við fórum stund- um stuttar ferðir út í eyðimörkina að vetrarlagi og grilluðum þar." Af ýmsu þjóöerni - Undir þú þér vel í Kúvæt? „Já, mér fannst æðislega gaman. Við Halldór, bróóir minn, vorum í bandarískum skóla sfðastliðin tvö ár og þar var allt mjög frjálslegt. í honum voru krakkar frá 80 þjóð- um! Við gátum valið milli náms- greina. En viö fengum ekki að læra kristinfræði. Það er bannað í Arabalöndunum. Múslímar áttu hins vegar auðvitað að læra sín trúarbrögð. Það voru líka Arabar og kúvæt- iskir krakkar í skólanum - en ekki margir. Sumt ríkt fólk vill hafa börnin í erlendum einkaskólum. Það voru tveir Kúvætar í mínum árgangi - af 90 nemendum." - Kynntist þú þarlendum krökkum? „Já, já. Þeir voru ágætir. Bestu vinkonur mínar voru þó þrjár stelp- ur af blönduðu þjóðerni: sænsk/rússnesk, hollensk/þýsk og bandarísk/egypsk! Þær voru allar í sumarleyfisferð eins og ég þegar írakar réðust á Kúvæt. Ég skrifast á viö þær - og níu krakka aðra, til að mynda einn Egypta." Halldór Gíslason: „Ég get lesib og skrifab arabisku en ég tala hana ekki vel." - Á hvaða máli skrifar þú honum? „Við notum ensku í bréfaskiptun- um. - Jú, ég lærði arabísku. Ég get skrifað hana og lesið og dálítið tal- að." - Hvernig gekk Aröbum að bera f/am nafnið þitt? „Ágætlega. Þ-hljóðið er í máli þeirra. Það var verra í Svíþjóð!" - Að sjálfsögðu hefur margt verið öðru vísi þar en hér... „Já, en Kúvætar eru rík þjóð og í borgunum eru flest þægindi. Það er til að mynda skautahöll í Kúvæt- borg! Þeir flytja inn ótal margar tegundir af matvælum svo að við gátum haft ýmiss konar mat. Neysluvatn verður líka að kaupa því að í kranavatninu er alltaf sandur. En vatnið er ódýrt. Nei, ég held að þar séu engir mjög fátækir, aö minnsta kosti ekki svo að þeir eigi ekki fyrir mat." Æskan 1 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.