Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 9

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 9
- Hefurðu komið oft til íslands síð- an þú fluttir héðan? „Ég fór einu sinni til Svíþjóðar í sumar áður en ég fluttist þangað. Svo fluttist ég utan í ágúst og þetta er í fyrsta skipti sem ég kem heim frá því ég flutti." - Hvers saknarðu mest frá íslandi? „Það er svo margt. Ég sakna ætt- ingja minna og vina og skólans." - Ertu búinn að kynnast krökkum í Svíþjóð? „Já, já." - Er einhver munur á íslenskum og sænskum krökkum? „Já, mikill munur. Sænskir krakk- ar hugsa öðruvísi en íslenskir krakkar. Mér finnst íslenskir krakk- ar gáskafyllri og fjörugri en sænskir." Lék aöalhlutverk í Borgarleikhúsinu - Hafðirðu leikið áður en þú lékst í Emil og Skunda? „Já, ég lék í Borgarleikhúsinu, í Ljósi heimsins. Ég var 11 ára þá." - Hvað lékstu í því leikriti? „Ég lék eitt af aðalhlutverkunum, Ólaf Kárason þegar hann var lítill." - Hvernig vildi til að þú fékkst það hlutverk? „Ég hafði leikið í leikriti í skólan- um og þar var kennari sem fannst ég líklegur í hlutverkið og sagði mér að fara í prufu." - En hvernig kom það til að þú fékkst hlutverkið í Emil og Skunda? „Guðmundur Ólafsson, sem skrifaði Emil og Skunda, lék með mér í Ljósi heimsins og bað mig að leika í myndinni." - Hafðir þú lesið bókina um Emil og Skunda áður en þú varst valinn í hlut- verkið? „Já, já, og framhaldið líka. Mér fannst þær mjög skemmtilegar." - Var mikið af myndinni „Emil og Skundi" tekið úti á landi? „Við vorum u.þ.b. fjóra daga úti á landi að taka myndina. Við tók- um upp á Ólafsfirði, Akureyri og á Sauðárkróki. Svo var auðvitað nokkuð tekið upp í Reykjavík." - Gistuð þið þá yfir nótt þegar þið voruð að mynda úti á landi? „Já, við gistum þrjár, fjórar næt- ur. Þá gistum við á hótelum á stöð- unum þar sem við vorum að mynda." - Hvað var lengi verið að taka upp myndina? „Þau atriði, sem ég var í, tók tvær vikur að mynda." - Var góður andi meðal leikaranna? „Já já, og það var mjög gaman." - Eru leikarar í ætt þinni? „Nei, ég held ekki." - Hvernig fannst vinum þínum og fjölskyldu þættirnir? „Bara ágætir, held ég. Það vona ég...." Ruglaðar hænur og heimalningur æstur i mjólk - Finnst þér óþægilegt að sjá sjálfan þig í sjónvarpinu? „Ja, eftir á hugsar maður: „Ég hefði getað gert þetta betur..ég hefði átt að gera þetta öðruvísi."" - Var erfiðara að leika í sjónvarps- mynd en þú hafðir haldió? „Já, annars hafði ég aldrei hugs- að um hvernig það væri." - Gerðist eitthvað fyndið við tökur? Æskan9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.