Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 25

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 25
óhultari þar, fjarri vatninu. Allt í einu heyrir hún að telp- an rekur upp hátt hræðsluóp. Og þegar hún lítur upp sér hún að ógurlegur örn hefur steypt sér yfir telpuna þar sem hún var að dunda við að tína blóm. Skipti það nú engum togum að örninn hefur sig upp og flýgur með hana hátt í loft upp. Ekkert heyrist til telpunnar nema rétt fyrst enda mun strax hafa liðið yfir hana. í fyrstu flaug örninn afar hátt þarna yfir. Var sem hann hefði viljað komast sem hæst strax til þess að ná ákvörðunarstað sín- um þó að honum dapraðist brátt flugið. En svo sem vænta mátti var ætlun hans að fljúga með barnið upp í hreiður sitt sem var í fjallinu fyrir ofan bæinn Kross. I Krossfjalli höfðu arnarhjón átt sér hreiður í mörg ár og alið þar upp unga sína. Ollu þau oft töluverðu tjóni þar í sveitinni. En nú víkur sögunni til fólks- ins á Skarðstúninu sem þar var við heyskap. Hafði það fylgst vel með því sem gerðist og þaut nú hver af stað sem betur gat til þess að reyna að komast í tæri við örninn. En sá leikur sýndist í fyrstu harla ójafn og útséð hver endirinn yrði. Sagði móðirin svo frá síðar að þegar hún leit upp frá þvottinum við ána og horfði á eftir erninum með barnið í klónum að sér hefði ekki dottið í hug að hún sæi það nokkurn tíma hvorki lifandi né liðið. Skjótastur og snarráðastur allra þeirra sem þarna voru var Bogi nokkur Kristjánsson, sonur ekkjunnar og fyrirvinna hennar. Hann var skotmaður góður og flaug fyrst í hug að freista þess að skjóta örninn. En honum varð brátt ljóst að það var fráleit hugmynd. Það var alltof mikil áhætta vegna barnsins. Bogi greip nú langa stöng sem honum var fljótt tiltæk, náði í röskan hest og reið allt hvað aftók á eftir eminum áleiðis að Kross- fjalli þar sem amarhrciðrið var. Innan skamms kom í ljós að örninn hafði hér færst of mikið í fang. Barnið var stórt eftir aldri og reyndist fuglinum svo þungt að áður en hann komst að fjall- inu dapraðist honum flugið mjög. Og þegar Bogi komst á reiðskjóta sínum á móts við örn- inn hafði hann lækkað flugið svo mikið að Bogi gat slengt stönginni á annan væng hans svo að hann varð að setjast. Sleppti þá örninn barninu án þess að vinna því frekar mein og lagði á flótta undan manninum með bilaðan væng. Hafði hann þá flogið með barnið rétt um þriggja kílómetra vegalengd. Þegar Bogi kom til telpunnar var hún meðvitundarlaus en innan skamms raknaði hún við og var furðu róleg enda þekkti hún piltinn vel. Bogi flýtti sér nú með telpuna heim þar sem hún var strax athuguð nákvæm- lega. Kom þá í ljós að hún var furðu lítið særð eftir klær arnar- ins sem virtust hafa fengið nægi- legt hald í fötunum. Og nefinu beitta hafði hann ekki enn beint að holdi hennar. Það skyldi bíða þangað til komið væri til ung- anna í hreiðrinu. Kunnugir sögðu síðar að telp- an hefði verið dauf og utan við sig í nokkra daga eftir þessa ein- kennilegu og áhættusömu loft- ferð en varanlegt mein hefði hún ekkert hlotið. Við getum gert okkur í hugar- lund þann fögnuð sem gagntekið hefur foreldrana og raunar Skarðsfólkið allt að heimta barn- ið heilt úr annarri eins hættuför. Mun slíkt vera næsta fágætt." Þau systkinin sátu um stund hljóð og hugsandi að lokinni þessari frásögn. Sögum frænda var lokið að sinni. (Sigurður Gunnarsson fv. skólastjóri er mikilvirkur rithöf- undur og þýðandi. Æskan hefur gefið út 19 bækur sem hann þýddi úr Norðurlandamálum. Þýðingar hans, frumsamdar bækur og feróaminningar hafa ýmis forlög gefið út. Kaflinn, sem birtur er hér að framan, er úr einni af „frænda- bókum “ Sigurðar. Þær eru afar fróðlegar og skemmtilegar og hafa margir ágætir skólamenn mælt mjög með að kennarar notuðu þær sem ítarefni í kennslu. (Útgefandi er ísafold) Sigurði var að sjálfsögðu boð- ið til fagnaðar sem efnt var til í tilefni 60 ára afmælis Bókaút- gáfu Æskunnar. Hann átti því miður ekki tök á að vera þar en sendi bréf með hlýjum kveðjum til samkomugesta og árnaðar- óskum til Æskunnar. Svo illa vildi til aó bréfið komst ekki í hendur mínar fyrr en eftir sam- komuna og var því ekki lesið þar. Efni þess er hér komió á framfæri. - KH) Æskan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.