Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 10

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 10
„Já, það urðu stundum óhöpp. Það voru svo ruglaóar hænur sem léku í einu atriðinu! Þær og heimalningurinn í myndinni voru svolítið rugluð. Heimalningurinn var svolítið æstur í mjólk og var oft að reyna að ná í pelann. Annars var lítið sem mistókst við tökur, held ég. Stundum missti ég glasið þegar ég var að drekka. Svo átti ég að segja eitthvað sem mér fannst voðalega fyndið og þá mátti ég auðvitað ekki hlæja. í einni töku áttu „mamma og pabbi" að vera að rífast við borðið og segja að ég (Emil) mætti ekki kaupa Skunda. Þá fannst mér svolítið fyndið að þurfa að labba út afar leiður." Blessaður, ertu enn að vinna hjá Jósa?! - Þekkir fólk þig úti á götu eftir að þættirnir voru sýndir? „Já. Þá er stundum kallað: „Emil!" Eða fólk segir „Blessaður Emil. Ertu ennþá að vinna hjá Jósa?" Það eru aðallega krakkar sem kalla á eftir manni. Þetta fer eiginlega ekkert í taugarnar á mér. Mér er alveg sama. Fullorðna fólk- ið kallar ekkert á eftir manni. Það „Þab er algjört bréfaflób heima í Svíþjób!" 1 O Æskan lítur bara á mann." - Fékkstu kaup fyrir að leika í myndinni? „Já, ég fékk gott kaup." - Áttu gæludýr sjálfur? „Já. Ég á hund, lítinn terrier, sem heitir Pollý. Hún er núna í Svíþjóð. Hún er tveggja ára, á afmæli 16. febrúar." - Nú vann Emil mikið til þess að eignast Skunda. Mundir þú leggja jafnmikið á þig og hann gerði til þess að eignast dýr? „Já. Ef ég þyrfti að vinna mikið til þess að eignast dýr þá gerði ég það. En ég þurfti ekki að gera þaó til að eignast hundinn minn." - Langar þig til að verða leikari þeg- ar þú verður fullorðinn? „Já." - Áttu systkini? „Já. Ég á eina systur sem heitir Cunnhildur og er 1 7 ára. Hún er núna í Svíþjóð." Kom til íslands til áb skjóta upp flugeldum meó vinum sínum - Hvenær komstu heim í frí? „Ég kom heim á annan í jólum til að vera hér um áramótin og skjóta upp flugeldum með vinum mínum. Svo kom ég auðvitað til að sjá Emil og Skunda." - Finnst þér leiðinlegt að fara aftur frá íslandi? „Já svolítið. Annars er ágætt að eiga heima í Svíþjóð." - Heldurðu sambandi við vini þína á íslandi síðan þú fluttist utan. „Já já. Við skrifumst á og það er algjört bréfaflóð heima í Svíþjóð! Fjórir bestu vinir mínir heita Krist- inn, Hallgrímur, Haddi og Hlynur. Þeir eru allir í Melaskóla og ég fór í heimsókn í skólann í dag." - Kunnirðu sænsku eða dönsku áður en þú fluttist til Svíþjóðar? „Ég kunni ekkert í sænsku og ekki mikla dönsku, var búinn að læra dönsku í eitt ár. Nú kann ég sænsku." Vib töku sjónvarpsmyndarinnar Gaman áb læra tungumól - ef maóur er ekki píndur til þess! - En hvernig bjargaðirðu þér fyrst í skólanum úti þegar þú kunnir enga sænsku? „Ég talaði ensku við krakkana og kennarana í skólanum t'yrst þegar ég kom en svo lærði ég sænskuna með tímanum. Þá fannst krökkun- um svo gaman að tala ensku að þau vildu varla leyfa mér að tala sænsku! En svo byrjaði ég auðvitað að tala sænsku og tala hana í skól- anum núna." - Finnst þér gaman að læra tungu- mál? „Já. Bara ef maður er ekki píndur til þess!!" - Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? „Leikfimi. Annars finnst mér gaman í öllum tímum en mér finnst skemmtilegast í leikfimi." - Eru einhverjir íslenskir krakkar í skólanum? „Nei, ekki með mér. En það er íslenskur strákur með systur minni í skóla. Það er annar skóli en ég er í því að hún er 1 7 ára." - Talið þið íslensku heima hjá ykkur í Svíþjóð? „Já, já. íslenskan er líka skemmti- legri en sænskan."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.