Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 18

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 18
nema sandur..." Rsetf vid Halldór 1 2 ára og Þorbjörgu 1 5 ára - en þau dvöldust í Kúvæt í fimm ár Texti: Kari Heigason • Myndir: Heimir Óskarsson Það getur verið erfitt að bíða. Bið milli vonar og ótta um afdrif fólks geng- ur nærri öllum. Gísli Sigurðsson læknir var meðal þeirra sem störfuðu í Kúvæt og fengu ekki fararleyfi þaðan fyrr en seint og um síðir. Ef- laust hafa margir ykkar, lesenda Æskunnar, fylgst með tilraunum til þess að fá heimild til heimferðar fyrir Gísla. í fjölmiðlum var því nákvæmlega lýst. Ef til vill of nákvæmlega því að það fékk á fjöl- skyldu hans. En samhug- ur fólks styrkti hana, fólks sem vonaði að allt færi farsællega að lokum og gerði það að bænarefni sínu. „Ég vildi sem minnst hugsa um þetta en bað þess heitt að pabbi kæmist heim sem fyrst. Ég reyndi að forðast að hlusta á sjónvarp og útvarp. Mér leið illa þegar fólk spurði um hann," sagði Þorbjörg, 15 ára dóttir Gísla og Birnu G. Hjaltadóttur, þegar ég spurði hana hvernig henni hefði liðið meðan hún beið heimkomu föður síns. * A jeppa frá Kúvæt til Svíþjóðar Þorbjörg er fædd hér á landi en fluttist tveggja ára til Svíþjóðar með foreldrum sínum - og tíu ára til Kúvæts. í vetur stundar hún nám á Akranesi og heldur til hjá ömmu sinni. í sumar flyst fjölskyldan til Sviss! - Hvernig lýst þér á að flytjast enn milli landa? „Bara vel. Ég er orðin vön þessu. Mér þykir afar gaman að ferðast. Við höfum komið hingað til íslands á hverju sumri og meðan við áttum heima í Kúvæt fórum við einnig til Svíþjóðar til að hitta vini fjölskyld- unnar. í sumar ókum við á jeppa frá Kúvæt og norður til Svíþjóðar! Við fórum um Tyrkland, Búlgaríu, Júgóslavíu, Ítalíu, Sviss, Þýskaland og Danmörku. Ferðin tók þrjár vik- ur. Við dvöldumst í Sviss í nokkra daga. Þar er afskaplega fallegt, einkum í Ölpunum. Já, við höfum farið víðar, til dæmis til Kýpur, Egyptalands, Jórdaníu - og Ameríku. Markverð- ast? Líklega að skoða píramídana í Egyptalandi." - Hvað kom þér mest á óvart þegar þú komst til Kúvæts? „Hitinn - og að mér fannst ekki vera þar neitt nema sandur! Þar er afar heitt og þurrviðrasamt og víða gróðursnautt. Hitinn getur farið í 55 stig á Selsíus á sumrin. En við höfum ekki verið þar á þeim tíma. 1 8 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.