Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 20

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 20
„Mér finnst nú þægilegra ab þurfa ekki ab vera í skólabúningi." Héldum okkar jól - Hvernig var að dveljast þar um jól? "Við héldum okkar jólasiðum að mestu. Við vorum meira að segja með jólatré! Þau eru innflutt frá Hollandi. En þar er ekki mikill jólablær. Þó skreyttu sumir versl- unarmenn búðir sínar að okkar hætti um jólin. Já, það voru Kúvæt- ar. Engir mega eiga neitt í Kúvæt nema þeir." - Var ykkur farið að gruna að innrás yrði gerð þegar þið fóruð frá Kúvæt í sumar? „Nei, það var ekki vitað þá." - Og þið hafið ætlað þangað aftur... „Já, pabbi átti eftir að vinna þar í eitt ár samkvæmt samningi. En það var ákveðið þá að við flyttumst til Sviss í sumar. Pabbi hafði fengið stöðu þar." „Líklega þótti mér markverbast ab skoba píramídana i Bgyptalandi." 20 Æskan - Og þú skiptir enn um skóla ... „Já, ég fer f þýskan skóla og verð því að læra þýsku! Ég hef ekki lagt stund á hana. Ég lærði frönsku í þrjú ár. í sumum héruðum Sviss er töluð franska. En ég verð í höfuð- borginni Bern og og þar er töluð þýska!" Á skíðum í Svíþjóð - skautum í Kúvæt Halldór Císlason er tólf ára. Hann er fæddur í Svíþjóð og átti heima f háskólabænum Lundi þar til hann var sjö ára en þá fluttist fjölskyldan til Kúvæt. Nú er hann í Reykjavík með foreldrum sínum og bróður, Hjalta 18 ára. Halldór er í Álfta- mýrarskóla en Hjalti í Verslunar- skólanum. - Er þetta í fyrsta sinn sem þú ert á Islandi að vetri til? „Ég var hér líka þegar ég var barnungur og man ekki eftir mér. - Jú, þetta er mikil breyting frá því að vera í Kúvæt en í Lundi var snjór á vetrum og við fórum á skíði skammt frá borginni." - Þú gast farið á skauta þó að heitt væri í Kúvæt... „Já, ég fór stundum í skautahöll- ina; þar voru tvö stór svell." - Hvað gerðir þú fleira í tómstund- um? „Ég var oftast í tennis með vinum mínum - og sundi." - Eru góðar laugar þar? „Já, já, en þær eru kaldar. Vatnið er ekki hitað - nema af sólinni." - Með hverjum lékstu þér helst? „Fjórum sænskum vinum mín- um. Þeir komu frá Svíþjóð um sama leyti og ég. Feður þeirra eru læknar." í blóum buxum og hvítum skyrtum - Voru þeir með þér í skóla? „Við vorum fyrst allir í enska skólanum í þrjú ár en þá fór ég í bandaríska skólann." - í hvorum líkaði þér betur? „Mér fannst skemmtilegra í bandaríska skólanum. Þar var allt frjálslegra. En agi þar er strangari en hér. Þegar maður ávarpaði kennarana átti þar alltaf að segja „herra" (sir, mister) og eftirnafnið. Hér notar maður bara skírnarnafn- ið. Við vorum líka í skólabúning- um í Kúvæt. í enska skólanum áttu allir að vera í gráum buxum og hvítum skyrtum en í þeim banda- ríska í bláum buxum og hvítum skyrtum. Fötin þurftu ekki að vera öll eins að gerð en í sama lit." - Hvernig fannst þér að vera í skólabúningi? „Mér finnst nú þægilegra að þurfa ekki að vera í slíkum bún- ingi." - Voru allir kennararnir í bandaríska skólanum frá Bandaríkjunum? „Þeir voru allir bandarískir nema einn. Hann var Arabi og kenndi okkur arabísku." - Hvaða mál kanntu? „Sænsku og ensku, auk fslensk- unnar. Við höfum alltaf talað ís- lensku á heimilinu. Ég get lesið og skrifað arabísku en ég tala hana ekki vel. Ég læröi lítils háttar í frönsku í enska skól- anum." - Þú hefur kynnst fleiri strákum en sænsku vinunum þínum ... „Já, já, bandarískum og arabísk- um. Nei, mér fannst enginn veru- legur munur á þeim. Þeir voru allir skemmtilegir." - Attu pennavini? „Já, ég skrifast á við sænsku strákana." - Hvað vakti helst undrun þína þeg- ar þú komst til Kúvæts frá Svíþjóó? „Mér fannst fá tré þar, mjög heitt og fólkið öðruvísi klætt." - Fannst þér of heitt? „Nei, mér fannst það afskaplega þægilegt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.