Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 24

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 24
' ' ' r Konungur islenskra fugla (Hluti kafla úr Ævintýrabókum Sigurbar Gunnarssonar, I. bók. Frændi ræbir vib tvíburasystkinin litlu, Siggu og Svenna, í öllum bók- unum, svarar sífelldum spurningum þeirra og segir þeim ótal margt) í þessum kafla höfðu þau veiió aö ræða um ránfuglana okkar, einkenni þeiira og lifnaðar- hætti. Vai þá að sjálfsögðu ekki síst rætt um haföininn sem oft er nefndur konungur fuglanna af því að hann er svo stór, svip- mikill og tígulegui. Að lokum sagði fiændi þeim fiá því að áðui fyn hefði veiið mikió um erni í öllum lands- hlutum. Og þá hefði það stund- um komið fyiii að einii hefðu lænt ungböinum sem skilin hefðu veiið um stund eftiilits- laus úti. Sumum þeiira heföi veiið hægt að bjaiga með miklu snanæði en öörum ekki. Um þetta væiu til margai vottfestai sögui. Fiændi kenndi vinunum sín- um litlu gamla vísu um örninn sem kveðin hafði veiið vegna svona atbuióa, vísu sem hann sagðist hafa kunnað frá því að hann vai lítill. Enginn veit um höfund hennai. Vísan ei svona: Sterklegur fugl og stór er örn, stundum hremmii hann lítil börn, flýgur með þau í krepptri kló í klettahreiður á mosató. Héi á eftii fei niðuilag kaflans: „En ætlaðiróu ekki að segja okkur sögu af því þegar örn rændi barni?" spurði Svenni sem var nú orðinn hræddur um að frændi mundi gleyma því. „Já, þú rnátt alls ekki gleyma að segja okkur söguna," bætti Sigga við ákveðin. „Nei, frændi gamli ætlaði sannarlega ekki að bregðast ykk- ur. Við skulum þá ljúka sam- verustund okkar í dag með því að ég segi ykkur eina slíka sögu. Eins og ég gat um áðan hefur það komið fyrir öðru hverju allt frá upphafi íslandsbyggðar að ernir hafa rænt ungbörnum. Sag- an, sem ég segi ykkur, er sú síð- asta af því tagi sem ég veit um að gerst hafi hér á landi. Hún mun hafa birst í Lesbók Morg- unblaðsins árið 1944 og nokkru seinna í barnablaðinu Vorinu. Blaðamaður hjá Morgunblaðinu skrásetti frásögnina eftir gamalli konu, Ragnheiði Eyjólfsdóttur, sem sjálf hafði orðið fyrir þeirri furðulegu og næsta ótrúlegu reynslu að örn rændi henni þeg- ar hún var um það bil tveggja ára og flaug með hana þriggja kíló- metra vegalengd án þess að hana sakaði nokkuð að ráði. Ég ætla að endursegja ykkur frásögn Ragnheiðar í öllum aðalatriðum. Eins og að líkum lætur mundi gamla konan ekki atburð þenn- an en móðir hennar sagði henni oft frá honum og margir hafa vottfest hann svo að þar fer ekk- ert á milli mála. Þetta gerðist sumarið 1879 á bænum Skarði á Skarðsströnd í Dalasýslu. Foreldrar Ragnheiðar litlu voru þar þá búsett og faðir hennar ráðsmaður á staðnum hjá ekkju nokkurri sem jörðina átti og þar bjó. Daginn, sem ránið var framið, var veður hið besta, logn og heiðskír himinn. Móðir Ragn- heiðar litlu vildi því nota tæki- færið til þvotta og hafði farið niður að á til að þvo. Brekku- halli nokkur var niður að ánni þar sem þvottastaðurinn var. En skammt fyrir ofan var hvammur og uxu þar blóm innan um hvannir. Þetta var í túnfætinum á Skarði. Móðirin skildi telpuna eftir þarna í hvannastóðinu á meðan hún var að fást við þvott- inn af því að hún taldi hana 24 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.