Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 39

Æskan - 01.01.1991, Blaðsíða 39
ögulegrifjolloferð aldrei verið nein barnagæla, seg- ir hann. - Við komumst einu sinni í kast við bófa sem bundu okkur og lokuðu inni í helli. Þeir voru líka svona frekir og vildu ráða yfir okkur þegar við hittum þá í fyrsta sinn, segir Hrói. - Þess vegna vorum við strax viss um að þú værir þjófur þegar hlutir fóru að hverfa, segir Lóa. - Svo var líka mold á skófl- unni þinni í gærkvöld. Þess vegna héldum við að þú hefðir verið að grafa í bleytunni, segir Hrói. - Já, ég var að grafa í nánd við lækinn, svarar Skeggi. - Við erum víst ekki eins miklar leynilöggur og við héld- um, segir Lóa. - Mér datt sjálfum í hug að þú værir að hnupla þegar þú varst að róta í pokanum mínum, segir Skeggi við Hróa. - Ted og Hera hafa tekið það sem ég var að leita að. Það vit- um við núna, segir Hrói. - Þau hafa ekki viljað láta okk- ur heyra fréttir af ráninu á Víð- bláni, segir Búi. - Ef við ætlum ekki að láta þau sleppa með Víðbláin verð- um við að gera eitthvað strax, segir Skeggi. - Eigum við ekki að elta þau? spyr Lóa. - Ég ætla fyrst að kalla upp í talstöð og láta góma þau niðri í byggð ef þau ná þangað á undan okkur, segir Skeggi. Hann fer og kallar á lögguna í Furuvík sem bregður skjótt við. Hann flytur líka þær góðu fréttir að Lára sé fundin. - Það eru rúmir tveir tímar síðan þau fóru svo að ég er hræddur um að það þýði lítið fyrir okkur að elta þau, segir Skeggi þegar hann kemur aftur inn í tjaldið. - Förum samt. Við getum, hvort sem er, ekki verið hér lengur í þessu veðri, segir Lóa. - Ég veit ekki hvort Lára þolir að hristast í bíl. Hins vegar hefði hún gott af að komast til læknis, segir Skeggi. - Það er ekkert að mér, segir Lára. - Ef við förum þá hlýðir þú mér. Þú liggur út af og hvílir þig alla leiðina, segir Skeggi og kveður fast að. Nú minnir hann allt í einu á freka karlinn sem bannaði þeim að hlusta á útvarp. En kannski er það einmitt slík frekja sem þarf til að Lára hlýði því að hún er ljúf eins og lamb og leggst í fletið, sem Skeggi út- býr í jeppanum, án þess að segja orð. Þetta er stór jeppi og þau kom- ast öll fyrir. - Til hvers ertu með byssu fyrst þú ert ekki bófi? spyr Hrói þegar þau aka af stað. - Ég nota hana til að skjóta mér fugl í matinn. Ég er líka með stöng og veiði silung, svarar Skeggi. , Þau skella upp úr. - Við héldum að þú notaðir hana á óvini þína, segir Lóa. - Ég held að þið séuð búin að sjá of margar bíómyndir, segir Skeggi og hristir höfuðið. - Hvaö heitirðu? spyr Búi. - Skeggi Jónsson, svarar Skeggi. Börnin springa. Þau hlæja svo að þau koma eklci upp nokkru orði í langan tíma. - Hvað er svona fyndið? spyr Skeggi. - Ekkert, svarar Búi. - Við kölluðum þig Skeggja af því að þú ert með svo mikið skegg, segir Lóa. - Ég veit,- þess vegna var ég skírður Skeggi! segir Skeggi og glottir. - Hvað heitir hann? spyr Búi og bendir á Snúð. - Peder, svar- ar Slceggi. - Við kölluðum hann Snúð af því að hann var að borða snúð í fyrsta sinn sem við sáum hann, segir Hrói. - Þið skuluð bara kalla hann Snúð. Hann er vitlaus í snúða, svarar Skeggi og hlær. Jeppinn hristist og hoppar og dansar í lautum og drögum, rembist upp hæðir og aftur niður og þræðir fyrir stóra steina. Framhald. Æskan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.