Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1991, Page 19

Æskan - 01.01.1991, Page 19
Langflestir útlendingar fara þaðan í tvo til þrjá mánuði á sumrin. Á vet- urna verður hitinn lægstur 10-15 stig þar sem við áttum heima en í eyðimörkinni getur orðið miklu kaldara en það. Við fórum stund- um stuttar ferðir út í eyðimörkina að vetrarlagi og grilluðum þar." Af ýmsu þjóöerni - Undir þú þér vel í Kúvæt? „Já, mér fannst æðislega gaman. Við Halldór, bróóir minn, vorum í bandarískum skóla sfðastliðin tvö ár og þar var allt mjög frjálslegt. í honum voru krakkar frá 80 þjóð- um! Við gátum valið milli náms- greina. En viö fengum ekki að læra kristinfræði. Það er bannað í Arabalöndunum. Múslímar áttu hins vegar auðvitað að læra sín trúarbrögð. Það voru líka Arabar og kúvæt- iskir krakkar í skólanum - en ekki margir. Sumt ríkt fólk vill hafa börnin í erlendum einkaskólum. Það voru tveir Kúvætar í mínum árgangi - af 90 nemendum." - Kynntist þú þarlendum krökkum? „Já, já. Þeir voru ágætir. Bestu vinkonur mínar voru þó þrjár stelp- ur af blönduðu þjóðerni: sænsk/rússnesk, hollensk/þýsk og bandarísk/egypsk! Þær voru allar í sumarleyfisferð eins og ég þegar írakar réðust á Kúvæt. Ég skrifast á viö þær - og níu krakka aðra, til að mynda einn Egypta." Halldór Gíslason: „Ég get lesib og skrifab arabisku en ég tala hana ekki vel." - Á hvaða máli skrifar þú honum? „Við notum ensku í bréfaskiptun- um. - Jú, ég lærði arabísku. Ég get skrifað hana og lesið og dálítið tal- að." - Hvernig gekk Aröbum að bera f/am nafnið þitt? „Ágætlega. Þ-hljóðið er í máli þeirra. Það var verra í Svíþjóð!" - Að sjálfsögðu hefur margt verið öðru vísi þar en hér... „Já, en Kúvætar eru rík þjóð og í borgunum eru flest þægindi. Það er til að mynda skautahöll í Kúvæt- borg! Þeir flytja inn ótal margar tegundir af matvælum svo að við gátum haft ýmiss konar mat. Neysluvatn verður líka að kaupa því að í kranavatninu er alltaf sandur. En vatnið er ódýrt. Nei, ég held að þar séu engir mjög fátækir, aö minnsta kosti ekki svo að þeir eigi ekki fyrir mat." Æskan 1 9

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.