Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1991, Page 6

Æskan - 01.01.1991, Page 6
Er ég oð verðo stór? 10. kofli Nú eru jólin liðin. Það er svolítið leiðinlegt. Það hefur verið vont veður og við krakkarnir í leilcskólanum höfum alltaf þurft að leika okkur inni. Það er svo mikil hríð og stormur að ég næ varla andanum á leiðinni í leikskólann. En pabbi gætir mín svo að það er allt í lagi. En allt í einu vaknaði ég einn daginn við að sólin skein inn um gluggann minn. Það var allt hvítt úti og svo bjart að ég sá varla glóru. Það var frídagur svo að við klæddum okkur öll vel og fórum út að leika okkur í snjónum. Litla systir svaf bara í vagninum en við pabbi og mamma fór- um að búa til snjókarl og kerlingu. Mamma sótti svo húfur og kústa til að setja á þau og gulrót fyrir nef. Svo gerði hún augu úr hjólum af ónýtum bíl, sem ég átti, og munn úr rauðu gúmmíbandi. Þau voru mjög flott. Um kvöldið sat ég í glugganum og horfði lengi á þau. Það er líka gaman að leika sér í leikskólanum í snjón- um. Við rennum okkur á snjóþotum í brekkunni þar og búum til snjóhús og allt mögulegt. Einn strákurinn á leik- skólanum, hann Siggi, henti snjókúlu í augað á lítilli stelpu. Hún fór að gráta og fóstran skammaði Sigga. Hann er orðinn sex ára. Svo kom rigningin. Ég sat við gluggann og horfði á hvernig snjófólkið olclcar hall- aðist alltaf meira og meira. Fyrst datt kústurinn af karl- inum. Svo datt hausinn af kerlingunni; og loks voru bara tvær blautar hrúgur eft- ir. Mér fannst það leiðinlegt. En mamma sagði að við skyldum bara búa þau til aft- ur næst þegar snjórinn lcæmi. 6 Æskan

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.