Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 5

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 5
við langt fram á kvöld. Mig minnir að það hafi verið einn frídagur með- an á tökum stóð. Mér fannst mjög gaman að þessu.“ - Er þessi mynd gerð til landkynningar? „Ég held að þetta sé bara kvik- mynd. Ævintýri á Norðurslóðum. Þetta eru þrjár stakar barnasögur." - Ertu spenntur fyrir frumsýningunni? „Já, alveg rosalega." - Vita krakkarnir í skólanum þínum að þú varst að leika í þessari mynd? „Já, ég held að a.m.k. allur bekk- urinn minn viti af þessu. Mér hefur ekki verið strítt á þessu. Ég held að fæstir viti söguþráðinn, um hvað myndin er.“ - Hvað heitir íslenski þátturinn í myndinni? „Hann heitir Hestar og huldufólk. Það er ekki mikið um huldufólk í myndinni en vinnumaðurinn á bæn- um reynir að gabba mig og systur mína, segir okkur að það sé huldu- fólk í hinum og þessum steinum." - Langar þig til að verða leik- ari? „Nei, ég held ekki. Mig langar frekar til að verða hestamaður." áður? „Já, það var skrýtið, allt öðruvísi en ég hélt. Mér datt ekki í hug að það væri fjöldi fólks og mikið um- stang í kringum hálftíma mynd.“ - Var erfiðara að gera mynd- ina en þú hélst fyrir? „Það var búið að brýna það fyrir mér að þetta yrði erfitt svo að það kom mér eiginlega ekki á óvart. Þetta var erfitt, mikil vinna og ég þurfti oft að bíða. Það var rosalega þreytandi. Svo var stundum ískalt þar sem við vorum að mynda. Upptökur fóru fram í ágúst og september. Þá var byrjað að kólna en í myndinni sýnist ekki vera kalt þó að væri ískaldur vindur." - Varstu feiminn að leika? „Ja, ég var svolítið feiminn í fyrstu atriðunum en það lagaðist fljótt." - Hver eru aðaláhugamál þín? „Hestamennska og handknattleik- ur. Svo á ég mikið af dýrum." - Hvaða dýr? „Hesta, kindur, hunda, fiska, skjaldböku, páfagauka, endur og kanínur." - Áttu endur? „Já, ég á heima í Mosfellsdal. Við erum með svolítið land hérna svo að það er gott að hafa dýr hér.“ - Tóku upptökur á myndinni mikinn tíma frá öðrum áhuga- málum? „Neeei, þetta var frekar stuttur tími, tvær vikur, svo að þetta bitn- aði ekkert sérstaklega á áhugamál- „Stundum var ískalt þar sem við vorum að mynda. En í myndinni sýnist ekki vera kalt.' „Aðaláhugamál mín eru hestamennska og handknattleikur. “ um; kannski aðallega því að ég gat lítið riðið út. Allur tíminn fór í mynd- • _ u ina. - Hvað var vinnudagurinn langur? Upptökur voru frá því snemma á morgnana þangað til að farið var að rökkva. Yfirleitt var byrjað að mynda kl. 9 en stundum fékk maður frí fram að hádegi. Svo voru örfá atriði sem þurfti að taka í myrkri og þá vorum Æ S K A N S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.