Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 16

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 16
Umsjón: Oskar Ingimarsson Afríkustrútur gamalli gátu er sagt frá fugli sem flaug fjaðralaus. Að sjálfsögðu er leynd merking í þessum orð- um og ekki átt við venjulegan fugl enda gengi honum illa að Strúturá göngu í Kruger-þjóðgarðinum í Suður-Afríku. fljúga ef hann vantaði fjaðrirnar. Engu að síð- ureru til margarfuglateg- undir sem geta ekki flogið vegna þess hve flugfjaðrir þeirra eru ófullkomnar. Ein þeirra er Afríkustrútur eða strút- ur eins og hann er oftast nefnd- ur. Strúturinn er af bálki fugla sem kallast einu nafni strútfuglar. Tegundirnar eru tíu og eigaflest- ar heima í Ástralíu, á Nýja-Sjá- landi og Nýju-Gíneu. Tvær eru í Suður-Ameríku og ein í Afríku. Fyrr á öldum voru til mun fleiri tegundir strútfugla sem nú eru horfnar úr dýraríkinu. Ein þeirra, risastrútur á Madagaskar, var um 3 metrar á hæð og fast að 500 kg á þyngd og því engin smásmíði. Við það má bæta að eggin voru 10 eða 12 kíló! Strúturinn er um 2,5 metr- ar á hæð og 1,8 metrar á lengd og vegur 130-140 kg. Hann er hálslangur með lítið höfuð, stóraugu og skarpa sjón. Vængir eru svo litlir miðað við stærð fuglsins að þeir gagnast honum ekki til flugs. Aftur á móti er hann eldfljótur að hlaupa, kemst upp í 70 km hraða á klukku- stund á stuttum spretti og getur haldið jöfn- um 25-30 km hraða ótrúlega lengi. Nú á strúturinn heima í Afríku sunnan Sa- hara en var áður mun víðar, m.a. í Vestur- Asíu. Fuglarnir halda sig í strjálum hópum á hrjósturlendi en eru ekki lengur á sand- auðnum en þeir mögulega þurfa því að þeir þola illa vatnsskort. Fara þeir oft langar leið- ir daglega til að svala þorstanum og er þá eins gott að vera fljótur á fæti. Orðatiltækið „að stinga höfðinu í sandinn", sem merkir að látast ekki sjá hættu sem steðjar að, er sótt til hátternis strúta. Ekki er þó rétt það sem margir halda fram að það sýni hugleysi þeirra; það er fremur kænskubragð til að verja egg og unga. Þeg- ar óvinur nálgast hylur fuglinn höfuðið með sandi þannig að einungis langur hálsinn sést og minnir á gilda rót. Ef þetta dugar ekki setur strúturinn leiksýningu á svið eins og margir aðrir fuglar til að lokka óvininn frá hreiðrinu. Karlfuglinn er í áberandi lit, svartur með hvítar stél- og vængfjaðrir. Háls og fætur eru bleikir. Hænurnar eru miklu dauflitari, brúnleitar eða grábrúnar, og er það felu- búningur til að þær sjáist verr þegar þær liggja á. Karlinn sér um hreiðurgerð. Hreiðrið er að- eins dæld, venjulega á sendnum bletti og fóðrað með plöntuhlutum. Strútar eru fjöl- kvænisfuglar og eggin geta verið 10-25, allt eftir því hve hænurnar eru margar. Þau eru gulhvít og gljáandi um 15 sm á lengd og vega 1,5 kg. Útungunartími er um 6 vikur og hjónin liggja á til skiptis, hænurnar á daginn en karlarnir á nóttunni. Enda þótt ungarnir séu vel þroskaðir þurfa þeir að vera í hreiðrinu í 2-3 daga áður en þeir geta fylgt foreldrunum. Strútar voru ofsóttir þegar í fornöld vegna skrautfjaðranna sem þóttu mesta prýði. Á 19. öld komst í tísku að skreyta kvenhatta með strútsfjöðrum og var einskis látið ó- freistað til að ná í þær. Síðar var komið upp strútabúum svo að ekki þyrfti að elta fugl- ana um allar jarðir. Strútsfjaðraæðið tók þó enda eins og önnur tískufyrirbæri og var þá farið að temja strúta og hafa þá til sýn- is. Þeir eru sums staðar í þjóðgörðum og víða í dýragörðum enda glæsilegir fuglar sem gaman er að skoða. 7 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.