Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 10

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 10
SKRÝTLUR ÚR GÖMLUM ÆSKUBLÖÐUM Mamma: Skelfing ertu óþekk- ur, Óli minn. Þú ættir að vera eins og hann Siggi. Aldrei hefur hann verið flengdur! Óli: Já, en ég vildi líka að ég ætti eins góða mömmu og hann! Mamma við Elsu litlu: Það er dimmt í stiganum. Varaðu þig að detta ekki! Elsa: Ég dett ekki. Ég held mér bara fast í töskuna! Kennarinn: Hve hratt ferðu að meðaltali á hjóli? Drengurinn: Sautján kílómetra á klukkustund. Kennarinn: Hve lengi værir þú á leiðinni til tunglsins með þeim hraða? Þangað eru 384 þúsund kílómetrar. Drengurinn: Það færi eftir því hve vegurinn væri góður... Eitt sinn komu tveir læknar saman inn í veitingahús þar sem var margt manna. Við eitt borðið sátu miðaldra hjón með dóttur sinni. Annar læknirinn fór til þeirra og heilsaði þeim alúðlega. Þegar hann kom aftur spurði félagi hans: „Eru þetta ættingjar þínir?!“ „Nei, nei. Karlinn er gigtar- skrokkur sem ég er að reyna að lækna, konan er sífellt með kvef og biður hvað eftir annað um hóstasaft, hálstöflur og sýklalyf og dóttirin er magaveik og heldur endi- lega að ég geti læknað sig. Indæl- is fólk!“ Bára hafði verið skorin upp við botnlangabólgu og spurði lækninn: „Heldur þú að örið sjáist mik- ið?“ „Það er alveg undir sjálfri þér kornið!" Læknirinn: Vertu hugrakkur! Ég hef sama sjúkdóm og þú. Sjúklingurinn: Já, en ekki sama lækni! Ari: Átti Jósef marga bræður? Bjarni: Sex. Ari: Ég hélt að þeir hefðu verið fleiri. Bjarni: Hann átti einn albróður og tíu hálfbræður. Tíu hálfir eru sama og fimm heilir og fimm og einn eru sex ... Maður nokkur sem átti þrjá syni og fimm dætur var spurður hve mörg börn hann ætti. „Eg á þrjá syni og hver þeirra á fimm systur." „Þvílíkur hópur! Átján systkini. Það er ekki lítið,“ sagði sá sem spurði. Drengur (í verslun): Ég ætla að fá eitt kíló af nautakjöti - en það verður að vera seigt. Afgreiðslumaður: Seigt!? Hvers vegna biður þú um seigt kjöt, drengur? Drengur: Annars borðar pabbi það allt frá mér! Ung stúlka kom í kjötbúð og bað kaupmanninn að skera úr nautslæri, sem þar hékk, tíu kíló af kjöti. Manninum þótti skrýtið að stúlkan skyldi biðja um svo mikið en gerði þó eins og hann var beð- inn. Síðan spurði hann: „Ætlar þú að taka stykkið með þér eða á ég að senda það?“ „Nei, fyrirgefðu," sagði stúlkan og roðnaði. „Ég ætlaði ekki að kaupa það. En læknirinn sagði að ég ætti að léttast um tíu kíló og mig langaði til að sjá hvað það væri eiginlega mikið.“ Nonni og Siggi sáu hvar akfeit- ur maður gekk eftir götunni. Þá sagði Nonni: Bjóddu honum að binda skóreimina hans fyrir fimmtíu krón- ur. Siggi: Þess þarf ekki. Hún er ekki laus. Nonni: Hann veit ekkert um það! Finnur litli er nýkominn heim úr skólanum og lætur mikið yfir kunn- áttu sinni. „Gast þú svarað öllum spurn- ingum kennarans?1' „Já, já!“ „Líkaði kennaranum það ekki vel?“ „Ja, hann var stundum á ann- arri skoðun ég...“ Anna: Hvort vildir þú heldur vera rík eða falleg? Magga: Ég vildi helst vera rík líka! Kerlingin: Er Noregur á Vestur- landi, Jón minn, eða fyrir norðan? Karlinn: Hvað er þetta, kona! Veistu ekki að Noregur er langt úti á sjó?! Kennslukonan: Hvað gera all- ar sannkristnar manneskjur á kvöldin áður en þær leggjast til svefns? Telpan: Ja ... Kennslukonan: Hvað gerir amma þín áður en hún sofnar? Telpan: Fyrst tekur hún út úr sér tennurnar og setur þær í vatn og eftir það tekur hún af sér hárið og hengir það á snaga. Drengurinn (við kennarann): Þú sagðir seinast að þú ætlaðir að segja okkur ýmislegt um heilann í þessum tíma. Kennarinn: Um heilann? Já, en við sleppum því í dag. Nú hef ég allt annað í höfðinu. Lítil telpa las í Biblíusögunum: „Þá gengu ísraelsmenn yfir Rauðahafið." Síðan sagði hún við bróður sinn: „Það er mikið að foreldrar þeirra skyldu leyfa þeim að ösla í sjón- um!“ „Já, það yrði eitthvað sagt við okkur,“ sagði drengurinn og stundi. 7 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.