Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 22

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 22
VESTMANNA Brynja Ágústsdóttir við slörfhjá Landakirkju í fyrrasumar. SUMARKAUPIÐ FUÓTT AÐ FARA rynja Agústsdóttir 15ára tekintali „Það er mjög gott að vera unglingur hér í Eyj- um,“ sagði Brynja Ágústsdóttir 15 ára þegar Æskan tók hana þar tali. „Það er mikið gert fyrir okkur. Skól- arnir og íþróttafélögin gangast fyrir mjög fjölbreyttu félagslífi. Svo rekur bæjarfélagið félagsmiðstöðina „Féló“ sem er vinsæl hjá unga fólkinu. Þar myndum við unglingarnir svokallað unglingaráð og höfum mikil áhrif á starfsemina." Brynja er virkur þátttakandi í því félagsstarfi sem ungmennunum stendur til boða. í vetur æfir hún t.d. handknattleik með 3. flokki sem tek- ur þátt í íslandsmótinu. í fyrra, rétt áður en hún hafði aldur til þess að leika í flokknum, varð hann íslands- meistari. Svo fer Brynja eins og aðr- ir unglingar oft í „Féló“; einnig er ósjaldan farið niður í bæ á kvöldin til að hitta aðra krakka og „rúntur- inn“ genginn. „í fyrrasumar var ég ásamt sjö öðrum krökkum að vinna við um- hirðu á kirkjulóðinni og í kirkjugarð- inum,“ sagði Brynja. „Það var ágætt starf og vel borgað. Ég fékk 280 krónurátímann." - En sækirðu sjálf mikið kirkju? „Nei, fremur sjaldan. Ég gerði miklu meira að því hér áður fyrr - áður en ég fermdist. En þegar kem- ur fram á unglingsárin er svo margt sem glepur hugann.“ - Ertu búin að eyða öllu sum- arkaupinu? „Já, að mestu leyti. Flluta þess eyddi ég á Þjóðhátíðinni og svo keypti ég mér föt og annað. Það kostar sitt að vera unglingur." - Finnurðu aldrei fyrir ein- angrun hérna í Eyjum? „Nei, kannski af því að hér höf- um við allt til alls. Vandalaust er að ferðast á milli lands og Eyja. FHingað er bæði flogið og siglt daglega. Ég fer oft upp á land, einkum í tengslum við handboltaleiki. í fyrrasumar fór ég svo með liðinu til Svíþjóðar að keppa þar á íþróttamóti. Okkur gekk svona sæmilega; lentum einhvers staðar nálægt miðju.“ í lok samtalsins kom fram að Brynju langar til að starfa við ferðamál í framtíðinni. „Ég býst við að fara í menntaskóla til Reykjavíkur," sagði hún. „Það er reyndar hægt að taka stúdentspróf hér í Eyjum en ekki á þeirri braut sem ég hef mestan áhuga á, ferða- málabraut." 2 2 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.