Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1992, Side 22

Æskan - 01.03.1992, Side 22
VESTMANNA Brynja Ágústsdóttir við slörfhjá Landakirkju í fyrrasumar. SUMARKAUPIÐ FUÓTT AÐ FARA rynja Agústsdóttir 15ára tekintali „Það er mjög gott að vera unglingur hér í Eyj- um,“ sagði Brynja Ágústsdóttir 15 ára þegar Æskan tók hana þar tali. „Það er mikið gert fyrir okkur. Skól- arnir og íþróttafélögin gangast fyrir mjög fjölbreyttu félagslífi. Svo rekur bæjarfélagið félagsmiðstöðina „Féló“ sem er vinsæl hjá unga fólkinu. Þar myndum við unglingarnir svokallað unglingaráð og höfum mikil áhrif á starfsemina." Brynja er virkur þátttakandi í því félagsstarfi sem ungmennunum stendur til boða. í vetur æfir hún t.d. handknattleik með 3. flokki sem tek- ur þátt í íslandsmótinu. í fyrra, rétt áður en hún hafði aldur til þess að leika í flokknum, varð hann íslands- meistari. Svo fer Brynja eins og aðr- ir unglingar oft í „Féló“; einnig er ósjaldan farið niður í bæ á kvöldin til að hitta aðra krakka og „rúntur- inn“ genginn. „í fyrrasumar var ég ásamt sjö öðrum krökkum að vinna við um- hirðu á kirkjulóðinni og í kirkjugarð- inum,“ sagði Brynja. „Það var ágætt starf og vel borgað. Ég fékk 280 krónurátímann." - En sækirðu sjálf mikið kirkju? „Nei, fremur sjaldan. Ég gerði miklu meira að því hér áður fyrr - áður en ég fermdist. En þegar kem- ur fram á unglingsárin er svo margt sem glepur hugann.“ - Ertu búin að eyða öllu sum- arkaupinu? „Já, að mestu leyti. Flluta þess eyddi ég á Þjóðhátíðinni og svo keypti ég mér föt og annað. Það kostar sitt að vera unglingur." - Finnurðu aldrei fyrir ein- angrun hérna í Eyjum? „Nei, kannski af því að hér höf- um við allt til alls. Vandalaust er að ferðast á milli lands og Eyja. FHingað er bæði flogið og siglt daglega. Ég fer oft upp á land, einkum í tengslum við handboltaleiki. í fyrrasumar fór ég svo með liðinu til Svíþjóðar að keppa þar á íþróttamóti. Okkur gekk svona sæmilega; lentum einhvers staðar nálægt miðju.“ í lok samtalsins kom fram að Brynju langar til að starfa við ferðamál í framtíðinni. „Ég býst við að fara í menntaskóla til Reykjavíkur," sagði hún. „Það er reyndar hægt að taka stúdentspróf hér í Eyjum en ekki á þeirri braut sem ég hef mestan áhuga á, ferða- málabraut." 2 2 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.