Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 54

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 54
STROKU HUGLEIÐINGAR Kæra Nanna Kol- brún! Ég er að verða 16 ára og er í vanda. Þannig er að mig hef- ur langað til að strjúka að heiman síðan ég var fjórtán ára en ég er ekki farin enn. Ég á heima úti á landi og er því ekki ná- lægt neinni stofnun (eða hvað sem það heitir) sem tekur á móti krökkum sem eru að strjúka. Ástæðan fyrir því að ég vil strjúka er sú að mömmu og pabba er ajveg sama um mig. Ég er þriðja barnið þeirra en þau ætluðu aldrei að eiga nema tvö börn svo að ég varð slysabarn. Og núna þola þau mig ekki. En þau dekra svo við eldri systkini mín þegar þau koma í heimsókn að það liggur við að þau gangi fram af sér. Mamma og pabbi eiga þ/jú börn yngri en mig. Ég má ekki koma við þau - þá liggur við að ég sé lamin. Hvað á ég að gera ef ég fer að heiman? Hvert á ég að fara? Gerðu það, svaraðu mér! Þorraþræll. Svar: Af bréfi þínu að dæma virð- ist mér sem þú hafir verið leið og döpur lengi. Það er eins og þú hafir einangrast í fjölskyld- unni og finnist að þú sért óvel- komin og að engum þyki vænt um þig. I huganum hefur þú búið til lausn út úr þessum vanda en hún er strok. Hér getur verið margt á ferð- inni sem vert er að gefa gaum því að ekki er allt sem sýnist í tilfinningamálum. Ég gæti trúað að þú bærir mjög blendnar til- finningar til foreldra þinna. Eitt af því sem stundum er erfitt að skilja, þegar maður er ungur, er að það er hægt að finna til margra tilfinninga á sama tíma eða með stuttu millibili. Þetta geta verið algjörlega andstæð- ar tilfinningar, eins og t.d. ást og hatur til sömu manneskjunn- ar. Ég gæti trúað að eitthvað slíkt væri á ferðinni hjá þér. Þú ert reið við þau en í aðra röndina langar þig til að vera litla stelp- an sem þau hafa óskað sér og þykir vænt um. Þetta er allt eðli- legt. Það getur verið að þú sjáir eingöngu neikvæðu hliðarnar sem snúa að þér. Athugaðu hvað gerist ef þú sjálf reynir að breyta samskiptum við foreldra þína og systkini. Reyndu að vera við þau eins og þig langar til að þau séu við þig. Þú getur gert þetta sem tilraun í eina viku. Oft hafa stelpur á þínum aldri mikla þörf fyrir að vera í góðu sam- bandi við mæður sínar. Reyndu að finna upp á einhverju sem þú getur gert með mömmu þinni. Kannski kemur það henni á ó- vart og þá gerist oft eitthvað ó- vænt. Þú ert ekki ein um það að vera barn sem er „slys“ ef það er þá hægt að tala um slíkt í þessu sambandi. Það eru mjög mörg börn sem fæðast án þess að foreldrarnir hafi ætiað sér það. Börn, sem hafa orðið til utan áætlunar, eru oft alveg jafn- velkomin, þegar þau eru komin, eins og óskabörnin. Reyndu að gera það ekki að vandamáli. Þú getur ekki breytt því og hvers vegna að vera þá að eyða kröft- unum í að reyna að breyta ein- hverju sem er óbreytanlegt? Þá er nú skynsamlegra að beina at- hyglinni að þvísem hægt er að hafa áhrif á. Þetta gildir um flesta hluti í lífinu. Allar stofnanir, sem aðstoða börn og unglinga í erfiðleikum hér í Reykjavík, reyna að gera það í náinni samvinnu við fjöl- skylduna. Það grundvallast á þeirri staðreynd að öll erum við fædd í einhvers konar fjölskyldu hvort sem okkur líkar það eða ekki. Rannsóknir sýna að flytji börn í burtu frá fjölskyldunni þá er eins og hún fylgi samt með í huga þeirra og tilfinningum, sér- staklega ef farið er í fússi og reiði. Það eru margvíslegar til- finningar sem tengjast foreldr- um og heimili og eftir var að átta sig á og vinna úr. Það getur valdið sorg og erfiðleikum síðar meir á ævinni. Þess vegna er talið svo mikilvægt þegar ung- lingar flytja að heiman að það sé gert þannig að ekki sé lokað á öll samskipti við heimilið. Ég held að þú ættir að und- irbúa þetta betur. Sá tími kem- uraðþú verður tilbúin til að fara að heiman. Það er ekki gott að fara ef þú ert að flýja eitthvað eða forðast að takast á við erfið- ar tilfinningar. Hentugasti tím- inn til þess að fara er þegar þú hefur sett þér markmið til þess að stefna að. Þá yfirgefurþú for- eldrahús til þess að mæta lífinu og vinna að því marki sem þú hefur sett þér. Þú ert einnig að ná þeim aldri að þú þarft ekki að strjúka að heiman. Þegar þú ert orðin 16 ára ræður þú dvalarstað þínum sjálf. Þú geturþví farið að velta því fyrir þér hvert hugur þinn stefnir. Hvað langar þig til að starfa? Hvað langar þig til að læra? Hvaða möguleikar eru skynsamleglr til þess að ná þeim markmiðum? Þú þarft að leita svara hjá sjálfri þér við þessum spurningum. Einnig væri gott fyrir þig að færa þetta í tal vlð einhvern fullorðinn sem þú treystir. Best væri efþú gæt- ir talað við annað hvort mömmu eða pabba. Þá getur oft verið gott að nota tækifærið ef þú ert S 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.