Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 55

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 55
ein með öðru hvoru þeirra, t.d. í bíl á leið milli staða eða bara heima. Eldri systkini geta iíka verið hjálpleg í þessum efnum. Ef til vill er ráðgjafi í skólanum þínum, góður kennari, prestur eða hjúkrunarfræðingur. Ömm- ur og afar, frænkur og frændur geta líka komið til greina sem góðir viðmælendur. Þú minnist í bréfinu þínu á mörg atriði sem ég veit að muni koma öðrum börnum og unglingum að gagni þegarþau lesa það. Ég vona líka að þú veltir fyrir þér svarinu og skrifir aftur og segir okkur frá hvað þú hefur prófað og hvern- ig það hefur gengið. ÓFULLKOMINN PILTUR Kæra Nanna Kolbrún! Ég er tólf ára og á í smá vand- ræðum. Ég er ekkl neitt fríður. Ég er frekar ófríður. Vandinn er sá að ég er að drepast úr ást á stelpu sem er algjörlega fullkomin. Hún segir mjög margt við stráka og tal- ar við stelpur eða réttara sagt tal- ar bara við suma sæta stráka. Ekki ráðleggja mér að gleyma. Segðu mér heldur hvað ég á að gera. Vinur minn hjálpar mér og kjaftar við hana og kemst svona að hinu og þessu. Ég veit að þátturinn fær mörg bréf sem eru alvarlegri en þetta - og svo framvegis. Ég klóra þetta og sendi þér og vona það besta. Ástsjúki álfurinn. Svar: Ég dreg stórlega í efa að þessi stelpa sé fullkomin. Það eru fæstir sem betur fer. Þú hef- ur hins vegar sett á hana geisla- baug og telur hana fullkomna. Það er eitt einkennið þegar um skot eða hrifningu er að ræða að koma eingöngu auga á kosti hlutaðeigandi persónu. Þessi stelpa er áreiðanlega mannleg og með kosti og galla eins og aðrir, örugg á sumum sviðum og ef til vill óörugg á öðrum. Þetta getur verið ágætt fyrir þig að hafa í huga þegar þú ert að velta fyrir þér að ná sambandi við hana. Hafi ég skilið þig rétt þá ertu hræddur um að stelpan hafi ekki áhuga á þér af því að þú sért ekki nógu fríður. En sannleikur- inn er sá að fríðleikinn er ekki það sem vegur þyngst í þessum málum. Persónutöfrar, visst sjálfsöryggi og góð kímnigáfa er oft þyngra á metunum. Ég held að þú hafir margt af þessu til brunns að bera. Það ræð ég af teikningunni sem fylgdi og hvernig þú leikur þér að skriftinni sem vissulega er ekki sérlega fögur en ber vott um gott skopskyn. Þú átt líka góðan vin þér við hlið og það sýnir það að þú getur myndað persónuleg tengsl við aðra. Allt þetta þarftu að muna þegar þú ert að vega og meta sjálfan þig og þá möguleika sem þú telur þig hafa til að ganga í augun á stelpunni. Reyndu að bera þig vel og taka frumkvæði í samskiptum við hana. Talaðu við hana með vini þínum og ef þið eigið sömu áhugamál þá getur verið gaman að vinna að einhverju slíku sam- an. Það er mjög góð leið til að kynnast. Þannig þarf oft að reyna á samskipti til þess að komast að því hvernig manni lík- ar við einhvern í raun; iika þeg- ar geislabaugurinn hefur verið lagður á hilluna. VINKONAN TALAR FYRIR MIG Kæra Nanna Kolbrún! Ég er hrifin af strák sem er tólf ára (ég er ellefu). Hann er oft bú- inn að viðurkenna að hann sé hrif- inn af mér og býður mér oft upp á diskótekum. En vinkona mín (ef vinkonu skal kalla) segir alltaf nei fyrir mig. Hún segir: „Hún er ekki hrifin af þér. Farðu." Samt langar mig ofboðslega til að dansa við hann. En ég er svo hrædd um að missa vinkonu mína því að þá verð ég ein því að ég er svo rosalega feimin og engin stelpa vill tala við mig nema hún. Éinu sinni dansaði ég við strák- inn (sagði sem sé já). Þá talaði stelpan ekki við mig lengi á eftir og fékk allar stelpurnar á móti mér. Hún varð ekki aftur vinkona mín fyrr en ég sagði að ég væri ekki hrifin af honum. Hún er svo ógeðslega frek og leiðinleg að ég hata hana gjörsam- lega en ég vil ekki fá alla á móti mér. Hvað á ég að gera? Hvað lestu úr skriftinni? Ein að gefast upp. Svar: Ég er hrædd um að þú látir þessa stelpu kúga þig. Eins og þú lýsir samskiptum ykkar virð- ist þetta ekki vera góð vinátta. Vinátta er gagnkvæm og bygg- ir á trúnaði og virðingu. Maður safnar ekki liði til þess að láta vini sína hlýða sér. Ég held að þú hafir misskilið þessa vináttu. Þessi stelpa vill ráða yfir þér. Það er heilbrigðara að vera einn en láta flækja sig í þvílík tengsl. Reyndu að herða upp hugann og segja hug þinn hátt og skýrt. Þannig tekur þú sjálf ábyrgð á tilfinnlngum þín- um og skoðunum. Það er miklu meiri virðing bor- in fyrir slíkum krökkum en þeim sem alltaf þegja og gera eins og foringinn i hópn um. Þú segir sjálf að þessi stelpa sé frek og leiðinleg. Finndu þér skemmtilega vin- konu. Skriftin er skýr og ber vott um ákveðni. Stafagerðin á eftir að mótast og verða fullorðins- legri.________________ Þökk fyrir bréfin! Ég vona að þeir mörgu sem ekki fá þeim svarað hafi þó gagn af að lesa það sem fjallað er um hverju sinni. Ég reyni að gefa ráð við öllum áhyggjuefnum - en margt er líkt í bréf- unum. Munið að rita fullt nafn og heimilis- fang undir bréfin. Dulnefni verða birt. Með kæ. Nanna Kolbrún Pósthólf 523 121 Reykjavík ÆSKU Æ S K A N S 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.