Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 4

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 4
EG A HESTA, KINDUR, .. SKJALDBOKU, PAFAGAUKA, ENDUR... jórða apríl sl. var frumsýnd kvikmynd sem heitir Ævintýri á Norðurslóðum. Þessi mynd er gerð af Grænlendingum, Færeyingum og íslendingum þarsem ein mynd frá hverju landi er sýnd og saman mynda þær eina heild. íslenska myndin nefnist Hestar og huldufólk. Aðalhlut- verkið í henni er í höndum 12 ára stráks, Guðmars Páls Péturssonar. Að sögn hans eru myndirnar þrjár óháðar hver annarri og er hver þeirra hálftíma löng. Kvikmynd- in verður einnig sýnd íFæreyjum og á Grænlandi. - Þetta er frumraun Guðmars íleiklist. Æskan ákvað að taka við- tal við þennan unga og efnilega leikara. Leikarinn Guðmar Páll Pétursson í viðtali við Æskuna. Texti: Elísabet Elín Myndir: Magnús Magnússon vernig kom til að þú fórst að leika í þessari kvikmynd? „Vinkona mín héð- an úrdalnum benti leikstjóranum og aðstoðarleikstjóranum á mig. Ég fór svo í próf og síðan var ákveðið að ég léki aðalhlutverkið. Mig langartil að þakka henni fyrir að hafa bent á mig.“ - Hvern leikurðu f myndinni? „Hann heiti Siggi og er strákur- inn á bænum þar sem myndin ger- ist. Á bænum er ofsalega fallegur foli sem vinnumaðurinn á og ætlar að selja. Ég á að reyna að gæta þess að folinn verði ekki seldur, hleypa hon- um út og fleira svo að kaupandinn nái ekki að kaupa hann. í hestarétt- unum er honum náð. Hann sleppur og ég elti hann og villist upp á fjalli. Endinn á myndinni sjáið þið bara í kvikmyndahúsi." - Hvað stóðu upptökur lengi? „í tvær vikur. Hún var tekin uppi í Miðdal í Kjós, í réttunum fyrir aust- an Skarð í Landssveit, í Stardal, við Gatfell og í Krísuvík." - Hverjir láku með þér f myndinni? „Það voru Bessi Bjarnason, Laddi, Arnar Jónsson sem leikur pabba minn, Edda Heiðrún Bachman sem leikur mömmu mína, og Sylvía Sig- urbjörnsdóttir sem leikur systur mína." - Kynntistu þessum og öðrum sem unnu að myndinni vel? „Já, já. Ég kynntist leikstjórunum best, þekkti aðstoðarleikstjórann lít- ið eittfyrir.“ - Hefurðu leikið áður? „Nei, en mig hefur alltaf langað til að leika.“ - Varstu látinn taka próf til að fá að leika í myndinni? „Já, ég var látinn segja eitthvað og það var tekið upp á myndband. Það voru ekki margir sem tóku þetta próf. Við vorum frekar fáir. Ég tal- aði fyrst við aðstoðarleikstjórann og svo við leikstjórann. Það var tekið upp á myndband. Þá var mér sagt að það væri nokkuð öruggt að ég fengi hlutverkið. Svo var hringt í mig og ég látinn vita að ég hefði fengið það.“ EN í MYNDINNI SÝNIST EKKIVERA KALT erðu með langan texta í myndinni? „Nei, það er eigin- lega ekkert sem ég þarf að muna. Tökur eru stuttar og þá þarf lítið að muna.“ - Er gerð kvikmyndar öðruvísi en þú hafðir sáð fyrir þér 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.