Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1992, Side 4

Æskan - 01.03.1992, Side 4
EG A HESTA, KINDUR, .. SKJALDBOKU, PAFAGAUKA, ENDUR... jórða apríl sl. var frumsýnd kvikmynd sem heitir Ævintýri á Norðurslóðum. Þessi mynd er gerð af Grænlendingum, Færeyingum og íslendingum þarsem ein mynd frá hverju landi er sýnd og saman mynda þær eina heild. íslenska myndin nefnist Hestar og huldufólk. Aðalhlut- verkið í henni er í höndum 12 ára stráks, Guðmars Páls Péturssonar. Að sögn hans eru myndirnar þrjár óháðar hver annarri og er hver þeirra hálftíma löng. Kvikmynd- in verður einnig sýnd íFæreyjum og á Grænlandi. - Þetta er frumraun Guðmars íleiklist. Æskan ákvað að taka við- tal við þennan unga og efnilega leikara. Leikarinn Guðmar Páll Pétursson í viðtali við Æskuna. Texti: Elísabet Elín Myndir: Magnús Magnússon vernig kom til að þú fórst að leika í þessari kvikmynd? „Vinkona mín héð- an úrdalnum benti leikstjóranum og aðstoðarleikstjóranum á mig. Ég fór svo í próf og síðan var ákveðið að ég léki aðalhlutverkið. Mig langartil að þakka henni fyrir að hafa bent á mig.“ - Hvern leikurðu f myndinni? „Hann heiti Siggi og er strákur- inn á bænum þar sem myndin ger- ist. Á bænum er ofsalega fallegur foli sem vinnumaðurinn á og ætlar að selja. Ég á að reyna að gæta þess að folinn verði ekki seldur, hleypa hon- um út og fleira svo að kaupandinn nái ekki að kaupa hann. í hestarétt- unum er honum náð. Hann sleppur og ég elti hann og villist upp á fjalli. Endinn á myndinni sjáið þið bara í kvikmyndahúsi." - Hvað stóðu upptökur lengi? „í tvær vikur. Hún var tekin uppi í Miðdal í Kjós, í réttunum fyrir aust- an Skarð í Landssveit, í Stardal, við Gatfell og í Krísuvík." - Hverjir láku með þér f myndinni? „Það voru Bessi Bjarnason, Laddi, Arnar Jónsson sem leikur pabba minn, Edda Heiðrún Bachman sem leikur mömmu mína, og Sylvía Sig- urbjörnsdóttir sem leikur systur mína." - Kynntistu þessum og öðrum sem unnu að myndinni vel? „Já, já. Ég kynntist leikstjórunum best, þekkti aðstoðarleikstjórann lít- ið eittfyrir.“ - Hefurðu leikið áður? „Nei, en mig hefur alltaf langað til að leika.“ - Varstu látinn taka próf til að fá að leika í myndinni? „Já, ég var látinn segja eitthvað og það var tekið upp á myndband. Það voru ekki margir sem tóku þetta próf. Við vorum frekar fáir. Ég tal- aði fyrst við aðstoðarleikstjórann og svo við leikstjórann. Það var tekið upp á myndband. Þá var mér sagt að það væri nokkuð öruggt að ég fengi hlutverkið. Svo var hringt í mig og ég látinn vita að ég hefði fengið það.“ EN í MYNDINNI SÝNIST EKKIVERA KALT erðu með langan texta í myndinni? „Nei, það er eigin- lega ekkert sem ég þarf að muna. Tökur eru stuttar og þá þarf lítið að muna.“ - Er gerð kvikmyndar öðruvísi en þú hafðir sáð fyrir þér 4 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.