Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 14

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 14
SUMARBUÐIR ÆSKULYÐSSAMBAND kirkjunnar í Reykjavíkurprófasts- dæmum (Æ.S.K.R) rekursumarbúð- ir að Heiðarskóla í Borgarfirði. Þar dveljast fjórir hópar mánuðina júní og júlí; einn hópur 6-8 ára og þrír 9- 12 ára. í sumarbúðum Æ.S.K.R. kynnast börnin mjög vel. í hverjum hópi eru aðeins 40 börn, strákar og stelpur, sem eru saman í tólf daga. Það tek- ur alltaf nokkra daga að „hrista hóp- inn“ saman en eftir það er nægur tími til að treysta sambandið. Þannig eignast margir góða vini í sumar- búðunum. ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT gerist í sumarbúðunum á hverj- um degi. Þar er mikið sungið og far- ið í alls kyns leiki. Aðstaða til íþrótta- iðkana er líka góð og synt er á hverj- um degi. Einnig erfarið í gönguferð- ir út í skóg eða upp á fjall. Einn dag- inn er sveitabær heimsóttur og heils- að upp á dýrin. Á kvöldin eru kvöldvökur. Krakk- arnir skiptast á um að sjá um þær en allir eru með og taka þátt í fjörinu. í sumarbúðunum fá börnin að heyra um Guð. Á hverjum degi er fræðslustund og hann byrjar og end- ar með bænastund. Á sunnudögum erfarið í guðsþjónustu í Leirárkirkju. Þannig er trúin á Jesú Krist rækt og Það er vinsælt að deljast í sumarbúðum enda bæði skemmtilegt og þroskandi. Æskan leitaði til nokk- urra félagasamtaka og spurðist fyrir um starfið. Þetta varaðfrétta: um leið lærist börnunum að sýna hvert öðru kærleika. INNRITUN fer fram í Bústaðakirkju (s. 91- 37801) milli kl. 17 og 19 alla virka daga nema föstudaga og hefst 27. apríl. Dvalargjald er 20.000 (12 dag- ar). Ferðir eru innifaldar. AÐ ULFLJOTSVATNI eru sumarbúðir skáta. Sumarstarf fyrir börn og unglinga á sér langa sögu að Úlfljótsvatni eða allt frá 1941. í upphafi var það ein- ungis fyrir skáta og var þá verið í tjöldum. Skátarnir komu í búðirnar að vori og dvöldust þar sumarlangt. Nú eru sumarbúðirnar reknar bæði fyrir drengi og stúlkur og eru öllum opnar. Aðbúnaður hefur breyst mikið. Ekki er lengur nauðsynlegt að baða sig í ísköldu vatninu því að sundlaugin við Ljósafoss er innan seilingar. Börnin eru ekki heldur í tjöldum allan tímann. Þó hefur sá siður ekki verið lagður niður með öllu. Börn- unum þykir jafnan mikið ævintýri að fá að setja upp tjaldbúðir og sofa þar eina og eina nótt ef veður leyfir. Fyrir nokkrum árum var hafist handa um að skapa fötluðum börn- um möguleika á að dveljast í sumar- búðum ásamt ófötluðum og hefur sú nýbreytni tekist mjög vel. MARKMIÐ Að Úlfljótsvatni verða í sumar tækifæri fyrir börn 8-12 ára til að öðl- ast mikilsverða reynslu: -Þau komast í snertingu við náttúruna -Þau eignast félaga úr fjölbreyttum hópi -Þau taka þátt í þroskandi starfi og ieik. Sumarbúðirnar eru reknar sem stórt heimili og þar læra börnin að taka tillit hvert til annars, njóta sín ^sem einstaklingar og gangast undin sameiginlegar reglun_ÆáA Starfinu er stýrt af reyndum skátaforingjum. 14 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.