Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 27

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 27
en honum heföi dottið í hug. „Hvernig finnst ykkur svo ís- land?" spurði hann til að koma samtalinu af stað. „Það er gott land. Betra en heima. En við söknum pabba." Hann leit spyrjandi á soninn: „Er hann ldtinn?" „Nei, hann komst ekki með. Hann þurfti að sjd um að rækta landið." „Höföuð þið það ekki gott, með stóra jörð?" „Nei. Við urðum að vinna allan daginn og pabbi getur ekki séð um það. En hann sagðist ekki heldur geta flúið og gefist upp. Einnig var hann eftir vegna afa og ömmu sem voru hjá okkur og treystu sér ekki með okkur út í óvissunna." Örn haföi alltaf haft báða for- eldra sína með sér og heföi hvorugs getað verið án í ókunnu landi, hvorki sjö ára né tvítugur. Flóttamaðurinn hélt áfram. „Uppskeran var oft ónýt og upp á síðkastið höföum við ekkert að borða. í flóttamannabúðunum, sem við vorum í síðustu mánuðina, höfö- um við þó eitthvað ofan í okkur, þó að aðstaðan þar væri ekki góð." Aftur reikaði hugur forsætisráð- herra, Arnar Hilmarssonar, til bernskunnar. Hann haföi aldrei kynnst hungri. Jæja, en hann, þessi harðsnúni stjórnmálamaður, mátti ekki láta tilfinningarnar hafa áhrif á sig. „En nú eruö þið komin til íslands þar sem þið eigið að geta búið við öryggi," sagði hann. Móðirin heyrði hann segja ísland og hvíslaði með þreytulegt bros á vörum aö syni sínum einhverju á tungumáli sem hann skildi ekki. Sonurinn tók aftur til máls: „Mamma vildi bara segja að hún væri mjög þakklát fyrir að þið tókuð við okkur og að island væri dásam- legt land." Konan brosti aftur og horföi þakk- lát á Örn. Það kom kökkur í háls- inn á honum en hann leit undan. „En," sagði hann, „mér sýnist þú vera vel gefinn. Af hverju menntað- ir þú þig ekki?" „Foreldrar mínir höföu ekki efni á að senda mig í skóla, hvorki að borga skólagjöld né að missa mig sem vinnumann af heimilinu. Þá heföi öll uppskeran eyðilagst og ég veit ekki hvernig við heföum þá lif- að.“ Öm var farinn að sjá eftir því sem hann sagði á fundinum. Þetta fólk var svo að segja fætt án möguleika, en hann sjálfur fæddist meb gull- skeið í munninum. Hann vorkenndi fólkinu mjög og ákvað ab reyna að fá fjölskylduföðurinn og ömmuna og afann til íslands. Hann stóð upp og fylgdi fólkinu fram þar sem fjöl- miðlafólk stóð og beindi myndavél- um og hljóðnemum að honum. Hann benti á soninn og sagði: „Þau hafa frá mörgu að segja og sonurinn getur túlkað fyrir móbur sína og systur. En verið ekki of á- geng, þau eru svo nýlega komin til nýja landsins og geta líklega ekki þolab freka fréttamenn lengi. Svo, verið þið róleg." Örn vék sér frá. Einn fréttamaðurinn byrjaði að spyrja og fljótlega voru allir farnir að spyrja hver í kapp við annan. „Þeim er ekki við bjargandi, þess- um fréttamönnum," hugsaði Örn. Eftir skamma stund sagði hann fréttamönnunum að þeir yrðu að fara og gekk með flóttamönnunum aftur inn á skrifstofu sína. Hann langaði að kynnast betur lífshátt- um þeirra og hélt áfram spjalli sínu við þá. Nú fór hann að sjá eftir því að hafa tekiö öllu sem sjálfsögðu þegar hann var yngri, mat, mennt- un, húsi og fleiru. Hann sá líka eft- ir viðhorfi sínu gagnvart þeim sem fátækir voru þegar hann var yngri. En það var of seint að breyta því núna ... Eða hvað? Örn vaknaði. Það var enn nótt. Hann mundi sjaldan drauma sína en þennan mundi hann vel. Þab var ef til vill ekki of seint að breyta til, kunna betur að meta hlutina og þykjast ekki betri en þeir fátæku. Hann var fæddur með nóga peninga, í góbu landi, í heilli fjölskyldu. Hann var heppinn en það voru ekki allir. Hann ætlaði að muna það alltaf. (Höfundur hlaut aukaverölaun fyrir sög- una í smásagnakeppni Æskunnar, Bamarit- stjómar Ríkisútvarpsins og Flugleiða 1991) PENNAVINIR Enska - nema annars sé getiö. Rétt telst vera að rita heiti lands é íslensku - enda ætlað íslenskum póst- mönnum til lestrar. Annika Andersson, Jágaregatan 142, 226-53 Lund, Svíþjóð. 12 ára. Áhugamál: Dýr, músík, íþróttir. Pernille Lundgren, Bronsáldersv. 15, 22254 Lund, Svíþjóð. 12 ára. Vill skrifast á við stúlkur. Áhugamál: Golf, dýr, málaralist. Marcella Covrilová, Kociánka 2, Pavilong, Ústav PRO TPM, Brno-královo Pole 61200, Tékkóslóvakíu. 16 ára. Martina Ersepcová, Vetrná 1089, Ostrava N 70800, Tékkóslóvakíu. 16 ára. Nlna Klein, Kometenplatz 45,4100 Duisburg 18, Þýska- landi. Er 15 ára. Áhugamál: Tónlist, tennis, lestur. Katrein Webel, Fichtelbergstr. 30, Berlin 0-1140, Þýska- landi. 14 ára. Áhugamál: Bréfaskriftir, sund, tónlist. Sólvá Skála, Tórgarðsgota 9, FR-100, Tórshavn, Fær- eyjum. 13 ára. Ahugamál: Fimleikar og pennavinir. Danska. Daisy Nielsen, Grasgota, FR-600 Saltangará, Fær- eyjum. 13 ára. Áhugamál: Dans, dýr, kvikmyndir, þungarokk. Bente Instanes, 5628 Flerand, Noregi. Áhugamál: Tónlist, gæludýr, frímerkjasöfnun o.fl. Eglé Zykuté, Kurshiu 36-16, Kaunas, Litháen. 12 ára. Áhugamál: Lestur og tónlist. (Sendi mynd af borginni Kaunas) Anna Graundal, N-8180 Rodoy, Noregi. 12 ára. Á- hugamál: Dýr, að leika á píanó, tónlist, bréfaskriftir. Oleg Nikolaev, Úmera, 25-8, Tallinn 200038, Eist- landi. Átta ára drengur. Vita Arlavicuté, Alsédzcy 7-27, 233035 Kaunas, Lit- háen. 14 ára. Áhugamál: Iþróttir, kettir, hundar. Stina Hökby, Sicklingsv. 6,122 46 Enskede, Sverige. 15 ára. Áhugamál: Tónlist, knattspyrna, siglingar. Ekaterina/Nina Stefanovi, Boul. al. Stambdiski N. 47, Sofia -1000 Búlgaríu. 7 og 10 ára systur. Móðir þeirra er í búlgarska félaginu Vinir íslands. Áhugamál: Að mála og safna póstkortum. Ulla Pentoniemi, Hakaomaentie 10, 60510 Hyllykallio, Finnlandi. 14 ára. Áhugamál: fþróttir, tónlist, bréfaskrift- ir. Esther Muhuro, P.O.Box 324, Uthiru, Kabete, Ken- ía. 16 ára. Julieta Stoianava, Zomica 6, P.O.Box 5, Burgas 8004, Búlgaríu. 13 ára. Áhugamál: l'þróttir og bréfaskriftir. Æ S K A N 2 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.