Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 47

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 47
ferðir um móa og mýrar, mikið út- sýni yfir Skagafjörðinn, vatnsleiki í læknum, fuglaskoðun o.m.fl. Yfir- leitt er það takmark foringjanna að skátarnir komi heim örþreyttir og svefnlitlir eftir útilegur og það tekst nær alltaf. En hjá elstu skátunum fer að vakna áhugi á svokölluðum sof- ét ferðum og þarf víst ekki að lýsa hér hvað er aðallega gert í þeim. Skálinn var reistur 1990 og sl. sumar var unnið að framkvæmdum í kringum hann. Skógarreitur var skipulagður og gróðursettur í hann fjöldi plantna. Þar nutum við dyggr- ar aðstoðar landeigandans, Óskars Magnússonar, en hann er gamall skáti og mikill skógræktarmaður. Skátar, sem unnu á daginn í Vinnu- skóla Sauðárkróks, komu eitt kvöld- ið og lögðu þökur í kringum skál- Frú Vigdís skrifar í gestabókina. Frá allra fyrstu útilegunni, 1990. Alll óhreint! Maammmmaaa!! ann og hafði einhver á orði að hand- tökin hefðu verið tuttugu sinnum hraðari hjá þeim í Brekkuseli en í vinnunni. Svo kom hámark sumarsins 23. ágúst en þá var einmitt eitt ár liðið frá flutningi skálans frá Sauðárkróki. Þennan dag kom forseti íslands, Vig- dís Finnbogadóttir, í Brekkusel. Skát- arnir stóðu heiðursvörð við komu Keppni í köku- skreytingu. - Frá útilegu drótf- skáta. hennar og fylgdu henni svo syngj- andi niður Forsetastíg að skálanum. Vigdís vígði skálann og gróðursetti síðan þrjár þirkiplöntur í Skátaskógi. í SJÁLFBOÐAVINNU í Skátafélaginu Eilífsbúum eru nú um 130 skátar, langflestir á aldrinum 9-15 ára og þannig hefur það verið undanfarin ár. Margir hafa furðað sig á því að Eilífsbúar geti látið reisa svo stóran skála. Hvaðan koma pen- ingar til þess? Jú, það sem er svo sérstakt við Eilífsbúa er að þar eru margir krakkar sem eru tilbúnir að leggja fram mikla sjálfboðavinnu fyr- ir félag sitt. Allan veturinn rífa fjórir skátar sig á fætur snemma á laug- ardags- og sunnudagsmorgnum til að hreinsa rusl á götum í miðbæ Sauðárkróks. Á fánadögum fara aðr- ir og draga fána að húni við opin- berar stofnanir. Sumir aðstoða við fermingarskeytasölu um páskana, aðrir við flugeldasölu um áramót. Þeir eru líka fljótir á vettvang þegar á að bera út, t.d. auglýsingar fyrir fyrirtæki o.fl. Margt annað gera skát- arnirtil að afla fjártil félagsins. Smátt og smátt safnaðist nægi- legt fé til að láta byggja skálann, leggja veg að honum o.fl. Auðvitað höfum við líka fengið styrki, frá Sauðárkróksbæ og ýmsum öðrum aðiljum en langstærsti hlutinn hef- ur komið úr okkar eigin sjóði. Á Sauðárkróki halda skátaflokk- arnir fundi vikulega í gömlu húsi sem er kallað Gúttó. Húsið erfrá síðustu öld og hefur ýmiss konar starfsemi farið þar fram, stúkufundir, dans- leikir, leiksýningar og fleira, auk þess sem íbúð var í húsinu. Þar eru það ekki draugarnir, sem krækja í nesti skátanna heldur mýsnar. En þó segja sumir að þar sé húsdraugur sem geri vart við sig eftir að dimma tek- ur með ýmsum torkennilegum hljóð- um ... í ár eru 80 ár liðin frá stofnun Bandalags íslenskra skáta. Þess ætla Eilífsóúar að minnast á ýmsan hátt en umfram allt ætla þeir að starfa á- fram með það að markmiði að gera félaga að sjálfstæðum og ábyrgum einstaklingum. Irtga H. Andreassen félagsforingi. Æ S K A N S 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.