Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1992, Side 47

Æskan - 01.03.1992, Side 47
ferðir um móa og mýrar, mikið út- sýni yfir Skagafjörðinn, vatnsleiki í læknum, fuglaskoðun o.m.fl. Yfir- leitt er það takmark foringjanna að skátarnir komi heim örþreyttir og svefnlitlir eftir útilegur og það tekst nær alltaf. En hjá elstu skátunum fer að vakna áhugi á svokölluðum sof- ét ferðum og þarf víst ekki að lýsa hér hvað er aðallega gert í þeim. Skálinn var reistur 1990 og sl. sumar var unnið að framkvæmdum í kringum hann. Skógarreitur var skipulagður og gróðursettur í hann fjöldi plantna. Þar nutum við dyggr- ar aðstoðar landeigandans, Óskars Magnússonar, en hann er gamall skáti og mikill skógræktarmaður. Skátar, sem unnu á daginn í Vinnu- skóla Sauðárkróks, komu eitt kvöld- ið og lögðu þökur í kringum skál- Frú Vigdís skrifar í gestabókina. Frá allra fyrstu útilegunni, 1990. Alll óhreint! Maammmmaaa!! ann og hafði einhver á orði að hand- tökin hefðu verið tuttugu sinnum hraðari hjá þeim í Brekkuseli en í vinnunni. Svo kom hámark sumarsins 23. ágúst en þá var einmitt eitt ár liðið frá flutningi skálans frá Sauðárkróki. Þennan dag kom forseti íslands, Vig- dís Finnbogadóttir, í Brekkusel. Skát- arnir stóðu heiðursvörð við komu Keppni í köku- skreytingu. - Frá útilegu drótf- skáta. hennar og fylgdu henni svo syngj- andi niður Forsetastíg að skálanum. Vigdís vígði skálann og gróðursetti síðan þrjár þirkiplöntur í Skátaskógi. í SJÁLFBOÐAVINNU í Skátafélaginu Eilífsbúum eru nú um 130 skátar, langflestir á aldrinum 9-15 ára og þannig hefur það verið undanfarin ár. Margir hafa furðað sig á því að Eilífsbúar geti látið reisa svo stóran skála. Hvaðan koma pen- ingar til þess? Jú, það sem er svo sérstakt við Eilífsbúa er að þar eru margir krakkar sem eru tilbúnir að leggja fram mikla sjálfboðavinnu fyr- ir félag sitt. Allan veturinn rífa fjórir skátar sig á fætur snemma á laug- ardags- og sunnudagsmorgnum til að hreinsa rusl á götum í miðbæ Sauðárkróks. Á fánadögum fara aðr- ir og draga fána að húni við opin- berar stofnanir. Sumir aðstoða við fermingarskeytasölu um páskana, aðrir við flugeldasölu um áramót. Þeir eru líka fljótir á vettvang þegar á að bera út, t.d. auglýsingar fyrir fyrirtæki o.fl. Margt annað gera skát- arnirtil að afla fjártil félagsins. Smátt og smátt safnaðist nægi- legt fé til að láta byggja skálann, leggja veg að honum o.fl. Auðvitað höfum við líka fengið styrki, frá Sauðárkróksbæ og ýmsum öðrum aðiljum en langstærsti hlutinn hef- ur komið úr okkar eigin sjóði. Á Sauðárkróki halda skátaflokk- arnir fundi vikulega í gömlu húsi sem er kallað Gúttó. Húsið erfrá síðustu öld og hefur ýmiss konar starfsemi farið þar fram, stúkufundir, dans- leikir, leiksýningar og fleira, auk þess sem íbúð var í húsinu. Þar eru það ekki draugarnir, sem krækja í nesti skátanna heldur mýsnar. En þó segja sumir að þar sé húsdraugur sem geri vart við sig eftir að dimma tek- ur með ýmsum torkennilegum hljóð- um ... í ár eru 80 ár liðin frá stofnun Bandalags íslenskra skáta. Þess ætla Eilífsóúar að minnast á ýmsan hátt en umfram allt ætla þeir að starfa á- fram með það að markmiði að gera félaga að sjálfstæðum og ábyrgum einstaklingum. Irtga H. Andreassen félagsforingi. Æ S K A N S 7

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.