Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 28

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 28
FRIMERK ÞÁTTURl Umsjón: Sigurður H. Þorsteinsson POPPHLJÓMSVEIT Á FRIMERKJUM Það mun hafa verið á degi frímerkisins í Svíþjóð í fyrra að hljómsveitin Roxette var sýnd á frímerkjablokk. Þetta var 5. októ- ber. Um er að ræða þrjú frímerki í blokk og kosta 2,50 sænskar krónur hvert. Á merk- inu lengst til vinstri er Lena Philipsson - á miðmerkinu Per Gessle og Marie Fredriks- son (Roxette). Á merkinu lengst til hægri er svo Jerry Williams. Lena Philipsson er fyrst og fremst söngvari popplaga fyrir ungt fólk og þekkt- ust í heimalandi sínu. Aftur á móti er Rox- ette þekkt um víða veröld og vinnur hvar sem er. Tónlist þeirra spannar bæði popp, rokk og ballöður. Jerry Williams er rokkkóngur Svíþjóð- ar. Er stundum sagt að honum hafi tekist að gera Rock and Roll sænskt. Það að Svíar skuli senda út blokk með Rokki og poþþi (eins og útgáfan heitir) á frímerkjum sýnir best hve mikils tónlist af þessi tagi er metin í sam- félaginu. Dægurlagasöngur nútímans hefir víða haft slík áhrif að aldrei áður hefir neitt líkt þessu gerst. Þetta á ekki aðeins við einstök þjóð- félög heldur ef til vill vestræna menningu og menningarsamfélag í heild. Því var spáð að þessi frímerki seldust upp á skömmum tíma. Svo fór. Ungt fólk var víst farið að spyrja um þau þegar í ársbyrjun í fyrra. Rokk og poppútgáfan var seld í heftum sem í voru tvær frímerkja- blokkir á 15.00 krónur. Það var Martin Mörck sem hannaði blokkina með hliðsjón af Ijósmyndum Michaels Johansons og Anders Han- sens. Blokkirnar voru síðan prentaðar með blandaðri tækni, stálprentun og offset. Zlatko Jakus gróf þann hluta sem er stálprentaður. ÓPERUKONUNGUR Það er hins vegar um margs konar tónlist að ræða í hinum vestræna heimi. Ef frá er talin kirkjutónlist hafa ef til vill óperur og söngleikir lengst af verið með því vinsælasta. Á þessu ári eru liðin 200 ár frá fæðingu Rossinis en hann hét fullu nafni Gioachino Rossini. íbúar smáríkisins San Marinós minnast þessa með tveim frímerkj- um með mynd af honum og atriðum úr verkum hans. Annað frímerk- ið, sem kostar 750 lírur, er með mynd af Rossini ungum og atriði frá Rossini óperuhátíðinni sem haldin var 1989. Hitt merkið er með mynd af Rossini öldnum og atriði úr óperunni Rakaranum frá Sevilla. Mörg fleiri lönd Suður- Evrópu munu minnast þessa afmælis. Sigurður H. Þorsteinsson. Laugarhóli, 510 Hólmavík. 2 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.