Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 21

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 21
til fimm ára eftir tilnefningu Barnaverndarráðs. Oftast er það fóik sem numið hefur uppeldis- eða fjölmiðlafræði og unnið með börnum og unglingum. Eftirlits- menn eru allir jafnframt í öðrum störfum. Tveir þeirra þurfa að sjá hverja mynd. Þær myndir sem sýndar eru í kvikmyndahús- um eru skoðaðar í sölum þeirra nokkru fyrir áætlaða frumsýn- ingu, oftast án íslensks texta. Myndbönd eru skoðuð að Síðu- múla 33. 1991 var litið á 243 myndir í kvikmyndahúsum og 539 mynd- bönd - eða 782 myndir alls. 2. Nei - ekkert pottþétt ráð. Talið er að fólk byrji oftast á að naga neglur vegna taugaó- styrks, kvíða eða af öðrum sál- rænum orsökum. Það kann að verða að vana og eftir það hefur fólk ákveðna tilhneigingu til að halda því áfram. Stundum hefur verið gripið til þess ráðs, einkum til að venja börn af því að naga neglur, að bera eitthvert bragðvont en hættulaust efni á neglurnar en ekki skal mælt með því hér. Æskilegt er að reyna að komast að því hvers vegna byrjað var að naga neglur og reyna að bæta úr vanda ef hann upp- götvast. Verið getur að nægilegt sé að ræða málið á heimilinu en ef til vill þarf að ieita til sérfræð- ings. Máli getur skipt hvernig sam- skiptin við þina nánustu eru. Einnig hvort þú gerir miklar kröf- ur um góða eða jafnvel full- komna frammistöðu á flestum sviðum, t.d. í skólanum, um út- lit þitt eða í ýmsu sem þú tekur þátt /'. Skoðaðu hug þinn hvað þetta varðar. Þannig verður oft að rekja sig áfram til að skilja hlutina og geta tekið ákvörðun um breytingar. Vandinn kann að vera leyst- ur en (ó)vaninn að sitja eftir. Þá er ekki fráleitt að reyna að mynda annan vana í staðinn, til að mynda að eiga alltaf gulræt- ur og grípa til þess að naga þær 3. Þeir kunna að verða tekn- ir upp aftur. 4. Ný dönsk birtist á vegg- mynd í 4. tbl. Æskunnar 1989 - Sykurmolarnir í 5. tbl. 1988. Ef- laust kemur röðin bráðlega að þeim aftur... (Báðar hljómsveit- irnar eru á límmiðum Æskunn- ar 1992) DÝRALÆKNIR Hæ, Æska! Ég þakka gott blað. Ég ætla að bera fram spurningar: í hvaða skóla þarf að fara til að læra að verða dýralæknir? Hve mörg ár þarf til að læra það? Skrýtla: Af hverju eru hafnfirskir hundar með flatt trýni? Af því að þeir elta alltaf kyrr- stæða bíla... Ragnhildur. Svar: Dýralækningar þarf að læra við erlenda háskóla að loknu stúdentsprófi. Námið tek- ur að líkindum fimm ár. LANGBESTSVONA Kæra Æska! Mér finnst að krakkar ættu ekki að vera að kvarta yfir þér. Þú ert langbest svona. Sumir vilja þetta og aðrir hitt og ekki er hægt að hlaupa eftir öllu. En ég sendi þér skrýtlu: Ósannsögull strákur: Pabbi, á ég að segja þér hvað ég gerði í skólanum í dag? Pabbi: Hvað? Strákur: Ég setti sprengju und- ir kennarastólinn! Pabbi: Farðu tafarlaust upp í skóla og fjarlægðu hana! Strákur: Hvaða skóla? Lilja SPILASAFNARA KLÚBBUR Kæra Æska! Ég þakka frábært blað! Ég er með nokkrar sþurningar og tillögur: 1. Mætti ekki birta nöfn þeirra sem safna spilum - og hafa spila- klúbb eins og frímerkjaklúbbinn? 2. Mætti ekki endurvekja þáttinn Okkar á milli? 3. Væri ekki hægt að birta texta vinsælla laga? Ég gæti sent ykk- ur marga. 4. Hvað þarf til að fá vinnu hjá ykkur-t.d. við að sjá um einhvern þátt eða taka viðtöl? NKOTB. Svör: 1. Það kemur til greina - ef ábyrgur umsjónarmaður fæst. 2. Ef til vill gerum við það. 3. Við höfum talið rétt - af ýmsum ástæðum - að láta það vera. 4. Fáeinir sérfróðir umsjón- armenn þátta rita í Æskuna. Flest viðtöl taka fyrrum ritstjóri Æskunnar, Eðvarð Ingólfsson rithöfundur, og yngsti félagi Blaðamannafélags Islands, El- ísabet Elín. Ekki er á döfinni að ráða aðra til þeirra starfa. En skemmtileg, vel unnin viðtöl eða fróðleikskorn af einhverju tagi, sem lesendur senda, eiga greiða leið í Æskuna. HVENÆR FÆDDIST HÚN? Kæra Æska! Ég er ein af aðdáendum Madonnu. Ég veit allt um hana - nema hvenær hún er fædd. Sum- ir segja að það hafi verið 1956, aðrir 1957, 1958, 1959 eða 1960. Og sumir segja að hún sé fædd 16. ágúst en aðrir 17. ágúst. Þýska blaðið Bravó segir 16. ágúst 1958, 1959 eða 1960; Popcorn segir 16. ágúst 1958 - og Æskan segir 16. eða 17. ágúst 1956 eða 1958. Ég verð að fá svar! Hiidur. Svar: Umsjónarmaður Fopp- þáttarins leitaði í gögnum sín- um og fann þettal: Madonna er fædd 16. ágúst 1958 (The Penguin Encycio- pedia of Popular Music (= fjöl- fræðibók um dægurmúsík) - og Smash Hits Sticker Collection) - eða 1959 (tímaritið Record Mirror - bókin Who’s Who in Rock & Roll?) - eða 1961 (bókin New lllu- strated Rock Handbook)! í bókinni, The Rock Yearbook Vol. VI, segir: Madonna er fædd 16. ágúst 1958 (eða 1959 - eftir þvíhvoru þú trúir...) Betur getum við ekki! FLEIRI DRENGI í PENNA- VINADÁLK! Hæ, hæ, kæra Æska! Ég hvet alla stráka á aldrinum 13-14 ára til að senda bréf í penna- vinadálkinn. Viltu hafa veggmynd með Guns N’ Floses bráðlega? Ég er alveg rosalega ánægð með útlit Æskunnar núna. Hún er miklu litríkari og glæsilegri en áður. ÁXÁXÁ Svar: Slík veggmynd var í 1. tbl. Æskunnar 1990. En GN’R verða á límmiða á þessu ári. Þökk fyrir umsögnina! UM PABBA Kæri Æskupóstur! Ég var að lesa gamalt Æsku- blað og þar voru lýsingar á mömm- um og pöbbum sem lesendur höfðu sent. Ég vildi gjarna að þátt- urinn byrjaði aftur. Hér er lýsing á pabba mínum: Pabbi er ofsalega fyndinn og skemmtilegur. En hann kann ekki að elda. Þegar hann á að elda býr hann til bollur úr öllu, meira að segja einu sinni úr nautakjöti! Þeg- ar hann kaupir í matinn kaupir hann allt í litlum umbúðum. Hann kaupir t.d. fjórar skólamjólkurfern- ur þegar hann á að fá einn Iftra! Pabba finnst skemmtilegast að hlusta á sinfóníur og þungarokk og stundum leikur hann það hvort tveggja í einu. Þá ærist mamma! Kevin Costner. Þökk fyrir skemmtilega lýs- ingu. Kannski vilja fleiri en þú leggja orð í belg? VÍSA Æska mín! Viltu birta vísu? Æskan er frábært blað! Allir vilja lesa það. Þegar það kemur inn i hús þá stelur því lítil mús! Inga. Við verðum líklega að senda þér tvö eintök næst! Þökk fyrir að skrifa Æskunni! Munið að rita fullt nafn og heimiljsfang undir bréfin. Önnur bréf verða ekki birt. ÆSKU PÚSTUR Æ S K A N 2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.