Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 25

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 25
„ Þetta er ekkert erfitt, “ sagði Iris Isberg sex ára (t. v.j. Lena fíut Kristjánsdóttir sjö ára og Hanna Lóa Skóladóttir sex ára tóku und- irþetta en bættu við: „Það verður erfiðara seinna en okkur er al- veg sama því að fimleikar eru svo skemmtilegir. “ U SIGURSÆLIR ekki úr vegi að líta inn á æfingu hjá Gerplu - en félagið rekur myndar- legt íþróttahús við Skemmuveg í Kópavogi. Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri félagsins, segir að rúmlega 40 krakkar æfi á hverjum degi og stund- um sé dálítið þröngt. „En það á bráðum að fara að stækka húsið svo að enn fleiri krakk- ar en nú komast að geti æft fim- leika,“ sagði Einar. Allt var á fullri ferð í íþróttahúsinu þegar þangað kom. Það vartroðfullt af krökkum sem allir voru að gera einhverjar æfingar, að sjálfsögðu eft- ir tilsögn þjálfara. Það er nefnilega æfingin sem skapar meistarann eins og alltaf er sagt. Þarna voru strákar og stelpur á ýmsum aldri og komin mislangt í í- þróttinni eins og gefurað skilja. Þar mátti sjá íslandsmeistara og byrj- endur saman og ekki var annað að sjá en allt gengi snurðulaust. „ÓGLEYMANLEG TILFINNING“ sagði Sólveig Jónsdóttir, íslands- meistari í 4. þrepi stúlkna. Sólveig er ellefu ára. Hún byrjaði að æfa fimleika hjá Gerplu þegar hún var átta ára og hefur æft sleitulaust síðan. „Fimleikarnir urðu fyrir valinu vegna þess hve fallegt mér þótti að sjá í sjónvarpinu þegar fimleikafólk keppti. Eftirlæti mitt er æfing á tví- Jón Finnbogason, landsliðsmaður Gerpiu í fimleikum, sýnir Haf- steini Haraldssyni tíu ára hvernig best er að gera æfinguna. 2. Axel Ó. Þórhannesson, Ármanni 55,600 3. Ómar Örn Ólafsson, Gerplu 54,950 “ LITIÐ INN ÁÆFINGU HJÁ GERPLU í tilefni þessa glæsilega árangurs krakkanna á Meistaramóti FSÍ var Effirlætisgrein Sigurðar Freys er æfing á bogahesti. slá. Hún er langskemmtilegust. Ég varð dálítið hissa þegar ég vann í íslandsmótinu. Það var búið að segja mér að ég ætti möguleika en samt var eins og ég tryði því ekki. Þetta er fyrsti (slandsmeistaratitill- inn minn. Það er alveg ógleymanleg tilfinning að sigra á slíku móti,“ sagði Sólveig. „MÆTTU VERA FLEIRI STRÁKAR í GERPLU“ Sigurður Freyr Bjarnason þrett- án ára varð íslandsmeistari í 4. þrepi pilta í fimleikum. „Ég er mjög ánægður með titil- inn. Sigurinn kom mér skemmtilega á óvart. Ég byrjaði að æfa fimleika hjá Gerplu fyrir sjö árum og hef æft mjög reglulega síðan enda eru frá- bærir þjálfarar hjá félaginu. En það mættu vera miklu fleiri strákar í fé- laginu því að stelpurnar eru í miklum meirihluta. Mér finnst fimleikar langskemmti- legasta íþróttin sem ég hef kynnst og bogahesturinn beraf. Mig lang- ar til að verða góður fimleikamaður og hef sett mér það takmark að verða betri en Guðjón Guðmunds- son í Ármanni. Hann er okkar besti maður núna. Ég æfi sex sinnum í viku. Það gerum við reyndar flest. Hver æfing tekur tvær og hálfa klukkustund," sagði Sigurður Freyr. Æ S K A N 2 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.