Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 20

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 20
Pósthólf 523 121 Reykjavík ÆSKU PÓSTUR I MÖRGUM MYNDUM Kœra Æska! Er þátturinn, í mörgum myndum, hættur? Ef ekki - viljið þið þá hafa hann í ein- hverju næsta blaði? Þið mættuð gjarna birta myndir af Grétari Örvars- syni eða einhverjum úr Spaugstofunni. Ég veit um marga aðra sem langar til að fá þáttinn aftur. LEIKLIST Kæra Æska! Ég er með leiklistar“bakteríu“. Mig langartil að leika hjá Þjóðleik- húsinu eða stóru leikhúsi í Reykja- vík. Ég held ég hafi einhverja hæfi- leika (að minnsta kosti er ég ekki feimin). Eru til einhverjir staðir sem ég get leitað til? Leikari. Svar: Marga krakka langar til að leika - og komast í sviðsljós- ið. Fáir fá tækifæri til þess að stíga á svið hjá „stóru leikhús- unum“ í borginni. Það er eins og að „detta í lukkupottinn“ að fá hlutverk í (barna)leikritum þeirra. Við höfum áður nefnt að sjálf- sagt sé að spreyta sig á að taka þátt í leikstarfi í skólum - eða félagsmiðstöðvum. Einnig höf- um við bent á Gamanleikhúsið. íþví eru börn og unglingar. Það sýnir nú leikritið Grænjaxia í Borgarleikhúsinu. Þeir sem ætla að gera leiklist að ævistarfi verða að stunda nám í leiklistarskóla í nokkur ár - að loknu stúdentsprófi. STRÁKIIRINN SEM LÉK ... Stína. Svar: Þú hefur eflaust séð að við beiðni þinni var orðið Hæ, hæ, kæra Æska! Ég er nýbúin að sjá myndina Ekki segja mömmu ... Og ég vil bara spyrja: 1. Hvað heitir strákurinn sem leikur Kenny í myndinni? 2. Hvað er hann gamall? Hvenær á hann afmæli? Keith Coogan 3. Hvar á hann heima? Með þökk fyrir gott blað, Eddý. Svar: Hann heitir Keith Coog- an og hefur leikið í sjónvarps- þáttum frá fimm ára aldri (til að mynda Love Boat) - og kvik- myndunum Toy Soldiers (Leik- fanga-hermenn), Book of Love og Under The Boardwalk. Ekki var getið um aldur eða heimilisfang í gögnum kvik- myndahússins Ftegnbogans en bréfætti að berast honum efþað er sent til: Summitt Export Group Inc., 2308 Broadw., Santa Monica, CA 9404, Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku. SÖNGVARI EÐA LEIKARI Kæra Æska! Geturðu svarað því hver af þessum er söngvari og hver leik- ari? Lfsa Stansfield, Jason Donov- an, Chesney Hawkes, Umberto Caglini, Sandra, David Hasselhoff og Dave Gaihan. Hvað heita söngvararnir í Rox- ette? T.S. Svar: Lísa, Chesney og Sandra eru söngvarar. Jason og Davíð hafa bæði sungið og leikið. Við höf- um ekkert heyrt um Caglini eða Gaihan. Ef til vill geta lesendur bætt úr því. Marie Frederiksson og Per Gessle. FRAMHALDSÞÆTTIR Kæra Æska! Mérfinnst þættirnir um Ron og Tönju mjög skemmtilegir og það finnst mörgum. Því sendi ég þess- ar upplýsingar um aðalleikarana. Ég bið þig líka að birta veggmynd með þeim. Ron er leikinn af Leandro Blanco. Hann er fæddur 8. apríl 1974 í Santíagó - og er 177 sm á hæð en einungis 54 kg að þyngd. Hann er dökkhærður og brúneygð- ur. Eina systur á hann, 17 ára, og heitir Kiobel. Hann er í rauninni í hljómsveit, spilar á gítar og syng- ur. Áhugamál hans eru gítarleikur, tónlist og að renna sér á hjólabretti. Hann hefur dálæti á reggí-tónlist, Jimi Hendrix og Pink Floyd. Tanja er leikin af stúlku sem heitir Alexandra Henhel. Hún fæddist í Berlín 9. febrúar 1972. Hún er 168 sm, 58 kg, græneygð og Ijóshærð. Áhugamál hennar eru flautuleikur, hokkí o.fi. Hún á fimmt- án ára systur. Mér finnst að Æskan ætti að hafa fleiri veggmyndir en hafa ver- ið af fólki úr vinsælum sjónvarps- þáttum, t.d. Hver á að ráða og Unglingarnir í hverfinu - eða a.m.k. að fjalla um þá í blaðinu. Ég bið líka um meira efni um Madonnu og Prins. Hvað gerið þið við öll bréfin sem þið fáið? Einn 14. Svar: Fyrst les ég bréfin - síðan flokka ég þau eftir efni. Mörg birti ég, önnur geymi ég og les þau lauslega annað veif- ið. Ég hefþau til hliðsjónar þeg- ar ég vel efni og veggmyndir. HITT OG ÞETTA Kæra Æska! Ég vil byrja á því að þakka mjög gott blað. Eitt er samt að. Ég er stundum í miklum vandræðum með hvora veggmyndina ég á að hafa uppi. Mér finnst mjög sann- gjarnt að hafa dýr öðrum megin en einhverja poppstjörnu/hljómsveit hinum megin. Ég er með nokkrar spurningar. 1. Hvar starfar Kvikmyndaeftir- lit ríkisins? Hve gamall þarf maður að vera og hvað þarf maður að kunna til að fá að vinna þar? 2. Ég naga neglur. Er til eitt- hvert þottþétt ráð til að hætta því? 3. Eru þættirnir Eftirlæti og Okk- ar á milli hættir? 4. Gætuð þið birt veggmynd með Nýrri danskri eða Sykurmol- unum - eða eitthvað með þeim? Dr. No. Svar: Hvernig væri að snúa myndunum við vikulega? Leyfa t.a.m. Nýju krökkunum að njóta sín á vegg hjá þér í viku og Tod- mobile aðra sjö daga... 1. Kvikmyndaeftirlit ríkisins er til húsa að Síðumúla 33 í Reykjavík. Við skoðun mynda starfa sex eftirlitsmenn. Þeir eru skipaðir af menntamálaráðherra 2 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.