Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 33

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 33
ÞAÐ SEM MIG LANGAR MESTTIL AÐ LÆRA (Ég bað þrettán ára kunn- ingja minn að segja mér hvað hann langaði mest til að læra að loknu grunnskólanámi. Hann sagði mér eftirfarandi og ég skrifaði upp eftir honum. Ingunn Þórðardóttir) flllir sem hafa áhuga á framhaldsnámi hafa hugsað um hvað þeir ætla að læra. Ég er engin undantekning. Ég hef mikið hugsað um hvað mig iangartil að læra og hvað ég vil starfa við íframtíðinni. Það sem oft- ast hefur verið mér efst í huga er að vinnafyrir blessaða málleysingjana, t.d. sem dýralæknir. Það er ekki að- eins vegna áhuga míns á dýrum heldur líka vegna þess að margir, sem eiga eða umgangast dýr, virð- ast horfa fram hjá þeirri staðreynd að dýrin hafa bæði andlegar og lík- amlegar tilfinningar, rétt eins og við mennirnir. Margir fara líka illa með dýrin án þess að vita af því. Algengt er í þéttbýli að dýr séu vanrækt eða kæruleysis- lega farið með þau. T.d. er of mörgum hestum oft troðið í of lítiö hús og stundum eru not- aðar hundaólar sem gefa straum ef hundurinn gerir ein- hverja vitleysu í þjálfun. Þetta eru bara dæmi. Og auð- vitað verða gæludýr oft veik eða lenda f slysum. Stóru dýrin í sveitinni svo sem kýr, kindur, hestar og svín eru mjög mikilvæg bændafólkinu. Húsdýrin verða stundum fyrir slysum, sjúk- dómum og öðrum skakkaföllum. Þá kemurtil kasta dýralæknisins. Hann er kallaður á staðinn til að greina sjúkdóma, lækna þá og/eða gefa góð ráð. Þetta er ekki ólíkt venjulegu læknisstarfi að öðru leyti en því að að það er ekki hægt að spyrja sjúkling- inn um líðan. Ég hef, frá þvf að ég var lít- ill, alltaf haft áhuga á dýrum eins og flestir krakkar og á ég stórt safn af bókum um dýr. Og eins og marga aðra krakka langaði mig að verða dýra- læknir. En þessi áhugi minn á dýrum og dýralækningum hef- ur haldist þangað til nú. Þegar ég lýk grunnskóla fer ég í Menntaskólann við Hamrahlíð vegna þess að þangað er ekki langt að fara frá heimili mínu og tvö af systkin- um mínum hafa lokið stúdentsprófi þaðan og líkað vel. Þar mun ég auð- vitað velja náttúrufræðibraut í sam- ræmi við hvað ég vil verða seinna. Að menntaskóla loknum ætla ég mér f háskóla á Norð- urlöndum eða Bretlandi að læra dýralækningar ef ekki verður farið að kenna þær hérna. Síðan kem ég til ís- lands og reyni að fá gott hér- að til að vinna í. Annars gæti ég fengið vinnu erlendis eða unnið hér heima við rannsókn- arstörf. Svona verður skóla- ganga mín Ifklega ef ég fylgi áhugamáli mínu eftir. Pabbi minn er læknir og fær oft miklar þakkir frá sjúklingunum sem hann hefur reynst vel. í mínu starfi mun ég ekki beinlínis fá þakklæti frá sjúklingum mínum en þó er aldrei að vita. Dýrin hugsa örugglega meira en maður heldur. Þó vona ég að eig- endur dýranna sýni þakklæti sitt ef vel tekst til og þá er tilganginum al- veg náð. Æ S K A N 3 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.