Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 15

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 15
ÖLVER eru sumarbúðir undir Hafnarfjalli skammt frá Borgarnesi. Þar dveljast drengir og stúlkur á aldrinum 7-11 ára. Öll aðstaða til leikja er þar góð, bæði úti og inni. Þar eru útileiktæki og fallegar gönguleiðir í nágrenninu. KALDÁRSEL er skammt fyrir ofan Hafnarfjörð á fallegum stað við rætur Helgafells. Þar dveljast drengir og stúlkur 7-12 ára. Nýr íþróttaskáli er á staðnum og hraunið í kring býður upp á skemmtilegar hellaferðir. Lítil á renn- ur um hraunið og hægt er að skoða marga áhugaverða staði. DAGSKRAIN Nefna má: Frumbyggjalíf — vinnu við þrauta- brautir og leiktæki með trönum og snæri... Vatnasafarí- bátsferðir, silungs- veiði og fleira... Trúarlegum þáttum í uppeldi er einnig sinnt. í Úlfljótsvatnskirkju eiga börn og starfsfólk hátíðlega stund á hverjum sunnudegi. Ævintýri er ef til vill besta orðið til að lýsa dagskránni. Áhersla er lögð á útiveru, jafnt gönguferðir og nátt- úruskoðun sem íþróttir og leiki. Einnig má nefna sund og bátsferðir, föndurvinnu, fjársjóðsleit, gróður- setningu, kvöldvökur og varðelda. INNRITUN fer fram í Skátahúsinu, Snorra- braut 60. (S. 91-23190 og 15484) Innritað er daglega frá kl. 10 til 13 - frá 4. maí. Dvalargjald er kr. 13.900 áviku. KFUM OG KFUK bjóða upp á fjölbreytilegar sum- arbúðir fyrir drengi og stúlkur. Þang- að koma árlega u.þ.b. 2000 börn. Sumarbúðirnar eiga allar það sam- eiginlega markmið að boða fagnað- arerindi kristinnar trúar og bjóða skemmtilega og þroskandi dvöl í góðu umhverfi. Á samverustundum er uppfrætt í kristinni trú með hug- vekjum, söngvum og bænum. Einnig er slegið á létta strengi og mikil á- hersla er lögð á íþróttir og holla úti- vist. Reynt er að stuðla að því að HÓLAVATN er í skjólgóðum krika innst í Eyja- firði. Þar eru drengir og stúlkur á aldrinum 8-12 ára. Hægt er að fara í bátsferðir, sund og veiðiferðir. Auk þess eru stundaðar gönguferðir, knattspyrna, frjálsar íþróttir og margt fleira. SKRÁNING til dvalar hefst 21. apríl nk. - fyr- ir Vatnaskóg - en 24. apríl fyrir aðr- ar búðir. Hún fer fram á aðalskrif- stofu KFUM og KFUK á mótum Holtavegar og Sunnuvegar. (S. 91- 678899) Opiðerkl. 08-16. Algengasti dvalartími er sjö dag- ar. Verð fyrir þann tíma er frá 12.500 -13.200 kr. Fargjald bætist við verð- ið. UPPLÝSINGAR um dvalartímabil eru gefnar í bæklingi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Honum verður dreift í Reykjavík í lok apríl. Þar er líka get- ið fleiri staða sem bjóða sumar- dvöl. þátttakendur rækti með sér vináttu, sýni drengskap í leik og tillitssemi í öllum samskiptum. Það er mikilvægt fyrir sumarbúðirnar að hver einstak- lingurfái notið sín. VATNASKÓGUR eru stærstu sumarbúðirnar. Þangað koma drengir níu ára og eldri. Búðirnar eru við Eyrarvatn í Svínadal sunnan Skarðsheiðar. Þar er vatn og íþróttahús. Farið er í báts- ferðir, íþróttir, gönguferðir, stanga- veiði, knattspyrnu, skógarleiki og margt annað. VINDÁSHLÍÐ er í Kjósinni um 45 km frá Reykja- vík. Þangað koma stúlkur níu ára og eldri. Umhverfið gefur kost á skemmtilegri útivist. Á staðnum er íþróttahús og „brennó“völlur. Farið er í fjallgöngur, baðferðir, ratleik og ýmiss konar leiki aðra. Einnig er hægt að kveikja varðeld. Æ S K A N 7 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.