Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 53

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 53
og ýmissa hættulegra sjúkdóma og þekking á skaðsemi tóbaks hef- ur stöðugt verið að aukast síðan. Nú er talið að milljónir manna deyi árlega af völdum tóbaksneyslu og þetta mannfall fer vaxandi ár frá ári. Það er því von að margir, og ekki síst börnin, spyrji hvers vegna ekki sé bannað að selja þessa hættulegu vöru. Við því er í raun og veru ekkert nógu gott svar því að auðvitað ætti alls ekki að selja hana. Ef tóbakið væri ný vara væri eflaust ekki leyft að flytja það til landsins og selja hár - og sennilega væri það alls staðar bann- að. Gallinn er sá að tóbaksneysla á sér langa sögu og var orðin gíf- urlega almenn áður en menn gerðu sér grein fyrir hvað hún er hættu- leg. Og síðast en ekki síst er tóbak ávanabindandi og flestir sem byrja að neyta þess, í hvaða mynd sem er, eiga erfitt með að leggja það á hilluna. Tóbaksframleiðendur hafa líka barist eins og Ijón gegn hvers kon- ar takmörkunum á tóbakssölu og tóbaksneyslu enda þeirra hagur að sem flestir noti tóbak og það sem mest. Þeir hafa líka mikið vald í skjóli auðæfa sinna og verja árlega hundruðum milljarða króna í auglýsingar til að ná í nýja „áskrifendur" að vöru sinni. Þó að leyft sé að selja tóbak er nú víða bannað að auglýsa það og ýmsar skorður eru settar við sölu á því, t.d. bannað að selja það börnum. Hér á landi eru í gildi sérstök lög um tóbaksvarnir sem tóku gildi árið 1985. Þar er m.a. sagt að ekki megi seljatóbak þeim sem eru yngri en 16 ára. Þessu ákvæði hefur ekki verið framfylgt svo að viðunandi sé og þess vegna, meðal annars, hefur sú hug- mynd að selja tóbak eingöngu í sérstökum verslunum, eins og gert er með áfengið, notið æ meira fylgis þeirra sem vilja berjast gegn reyk- ingum. VILJUM EKKI LÁTA AÐRA REYKJA OFAN I OKKUR Alltaf eru að bætast við fleiri rannsóknir sem sýna fram á skað- semi óbeinna reykinga. Til dæmis ertalið að maður, sem ekki reyk- ir, en vinnur á vinnustað þar sem mikið er reykt, fái í sig reykefni sem jafngilda því að hann reyki sjálfur á bilinu 1 -5 sígarettur á dag. Nýjustu rannsóknir benda til þess að þeim sem eru langtímum sam- an innan um fólk sem reykir sé hættara við að fá ýmsa reykinga- sjúkdóma heldur en þeim sem að öllu jöfnu þurfa ekki að anda að sér reykfrá öðrum. Sem betur fer geta krakkar forðast sjálfir að vera mikið í tóbaks- reyk. Ef þið eigið sérherbergi getið þið t.d. farið fram á að þar sé ekki reykt, einnig að ekki sé reykt þar sem fjölskyldan er öll saman- komin, t.d. við matarborðið, fyrir framan sjónvarpið, í bílnum o.s.frv. Þetta er samkomulagsatriði og þarf ekki að beita frekju til að koma þvítil leiðar. Flestir foreldrar, sem reykja, gera sér grein fyrir skaðsemi reyk- inga og þeim líður ekki vel að láta börn horfa á sig gera það sem þeir vilja alls ekki að þau geri sjálf. Þess vegna eru margir foreldrar dálítið leiðir þegar þeir eru minntir á þennan ósið af börnum sínum og óánægjan virðist oft beinast gegn börnunum. Þótt foreldrarnir vilji gjarnan hætta reykingum því að þeir vita hvað þær eru skaðlegar er það stundum hægara sagt en gert. Erfitt getur verið að losa sig við þennan ávana þegar einu sinni er búið að koma honum á. Við skul- um láta það verða okkur víti til varnaðar og segja „Nei, takk!“ ef tóbak er boðið. (Greinin ersamin af starfsmönnum Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Fé- lagið er eitt margra sem vinna með Æskunni að fræðslu- og getrauna-verk- efninu, Heil á húfi. - Sjá bls. 13 í þessu tölublaði) FÖSTUDAGUR HJÁ SMÁFUGLUNUM Úr sýningu Álftamýrarskóla á leikritinu Föstudegi hjá smáfuglunum. í 2. tbl. Æskunnar sögðum við frá samkeppni sem Áfengis- varnaráð gengst fyrir milli grunnskóla landsins um sýningu leik- ritsins Föstudagur hjá smáfuglunum eftir Iðunni Steinsdóttur. Veglegum verðlaunum er heitið fyrir bestu sýninguna - en taka á hana upp á myndband og senda Áfengisvarnaráði fyrir 31. des- ember 1992. Skólar eiga að tilkynna þátttöku í keppninni og rennur frest- ur út 15. apríl nk. Margir brugðu fljótt við og er Ijóst að þátttaka verður mikil. Álftamýrarskóli í Reykjavík varð fyrsturtil að setja leikritið á svið. Odd Stefán Ijósmyndari fór á vettvang og tók myndir af leikurum og starfsfólki við sýninguna. Aðalhlutverkin voru í höndum Geirs Freyssonar (Tommi), Helga F. Sveinssonar (Jómbi) og Sólveigar Gísladóttur (Heiða Dögg). Aðrir leikendur voru Davíð S. Þorvaldsson, íris Ellen- berger, Tómas Ingason, Inga Jessen, Anna H. Baldursdóttir og Elísabet Kristjánsdóttir. Leikstjóri var Guðný Ragnarsdóttir. Reynir Jónasson annað- ist undirleik. Hvíslari var Haraldur M. Guðnason, Sigurður K. Hilmarsson sá um hljóðstillingu, Eiríkur Steinsson lýsingu. Leikendur og starfsmenn ásamt Iðunni Steinsdóttur, höfundi verksins, og fíeyni Jónassyni undirleikara. - Tónlist er eftirJóhann Mórávek. Æ S K A N 5 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.