Æskan - 01.08.1992, Page 20
ÆSKU
PÓSTUR
Pósthólf 523 -121 Reykjavík
ÁR í
HEIMAVISTARSKÓLA
Hæ, hæ, kæra Æska!
Pabbi á gömul Æskublöö frá
1960-1973. í þeim var ýmislegt
skemmtilegt efni og ég er að vona
að þið viljið birta aftur söguna Ár í
heimavistarskóla.
Ég sendi I maí bréf til framleið-
anda þáttanna, Leiðin til Avonlea,
en hef ekki fengið blaðið um krakk-
ana sent.
Með þökk fyrir blað sem verð-
ur alltaf betra og betra.
Aðdáandi.
Svar:
Það er sannarlega af mörgu
að taka úr áhugaverðu efni Æsk-
unnar í 95 ár! Við munum at-
huga hvort farin verður sú leið
að endurbirta örlítið brot afþví...
Okkur þykir leitt að framleið-
andinn, sem þú nefnir, skuli ekki
standa við fyrirheit um að senda
fréttablað til þeirra sem óska eft-
ir því.
MIG LANGAR
TIL AÐ VERÐA ...
Kæri Æskupóstur!
Mig langar til að verða arkitekt.
Hvað er námið langt og hvar er
best að stunda nám? í hvaða fram-
haldsskóla er best að fara til að
undirbúa sig?
J.H.S.
Svar:
Almennt nám til prófs í arki-
tektúr tekur 5-7 ár eftir stúdents-
próf. Það þarfað stunda erlend-
is. Ekki er hægt að nefna einn
skóla öðrum fremur þar sem
heppilegt sé að læra til stúdents-
prófs - en við Fjölbrautaskólann
í Breiðholti er kennd listasaga
sem ákjósanlegt er að þekkja til.
Ágætur undirbúningur er að
leggja rækt við teikningu - og
ekki sakar að nema raungrein-
ar vel. - Sjá og 7. tbl. Æskunnar
1991.
Kæri Æskupóstur!
Mig langar til að verða hár-
greiðslumeistari. Hvernig er nám-
inu háttað? Hver er besti undirbún-
ingurinn og hve langt er það?
Forvitin.
Svar:
Hárgreiðsla er kennd við iðn-
skóla og á hárgreiðslustofum.
Nemandi stundar í byrjun nám í
iðnskóla einn vetur, ersíðan 18
mánuði í starfsþjálfun, lýkur
námi á einni önn í skólanum.
Nemandi sér sjálfur um að ráða
sig á hárgreiðslustofu til starfs-
þjálfunar. (Áður lýst í 9. tbl. 1991
...)
SAMAN í LEIKSKÓLA ...
HALLÓ, BESTA ÆSKA!
Mig langar til að auglýsa eftir
krökkum sem voru með mér á leik-
skólanum Ægisborg á Ægissíðu.
Þar var ég 1983-1985. Þetta virð-
ist kannski kjánalegt en samt...
Krakkarnir, sem ég man eftir,
heita Ari, Svanhildur Þóra (kölluð
Svana að mig minnir), Þór, Eva,
Daníel, Ósk, Pétur Axel og Sturla.
Ef einhver þeirra er áskrifandi að
Æskunni eða einhver áskrifandi
þekkir þá þætti mér vænt um að
þeir skrifuðu mér. Við vorum á
„yngri deild“.
Vonast til að heyra frá ykkur!
Tinna Sigurðardóttir,
Odda, 851 Hella.
LUKKUPAKKAR
OG LEIKARAR
Halló, Æskupóstur!
Ég hef nokkrar spurningar sem
mig langar til að fá svör við:
1. Hvað er í lukkupakka?
2. Hvenær verða nöfn safnar-
anna í spilaklúbbnum birt?
3. Ég dái Jason og Kylie en veit
næstum ekkert um þau. Gætuð þið
haft grein um þau í Æskunni?
Ein að austan.
Svör:
1. í lukkupökkunum eru
bréfsefni, ritföng, minnisbækur,
myndasögur o.fl.
2. í þessu tölublaði - á bls.
28.
3. Við sögðum frá Kylie í 7.
tbl. 1992 og Jason í 8. tbl. 1990.
ENN UM
NÝJU KRAKKANA ...
Elsku besti Æskupóstur!
Mig vantar upplýsingar um það
hvemig ég get sent bréf til Jordans
í NKOTB. Heldurðu að hann svari
mér? Hvernig er aðdáendaklúbbur
hljómsveitarinnar rekinn? Er hægt
að skrifa til klúbbsins en biðja þá
sem taka við bréfunum að láta Jor-
dan fá bréfið? Þarf að skrifa á
ensku? Lesa strákarnir öll bréfin
sem þeir fá?
Jordan.
(„Aðdáandi" sendi „kæra ynd-
islega meiriháttarÆskupóstinum“
bréf sama efnis...)
Kæra Æska!
Við, nokkrar stelpur fyrir vest-
an, höfum stofnað aðdáendaklúbb
NKOTB og biðjum þig að birta
heimilisfangið:
íslenskur aðdáendaklúbbur
NKOTB,
Pósthólf 73, 415 Bolungarvík.
Krakkar! Skrifið, spyrjið að vild
og þið fáið upplýsingar, svör og
umsóknareyðublað um hæl!
S.S.
Æska!
Ég sendi þér New Kids-upplýs-
ingar á þýsku. Ég vona að þú get-
ir notað þær sem grein í Æskunni.
Getið þið ekki birt meira um
Nýju krakkana en þið hafið gert?
Jóhanna.
Svar:
Við getum ekki fullyrt hvern-
ig farið er með bréf sem berast
aðdáendaklúbbi Nýju krakk-
anna. Eflaust er þeim þó skipt
milli þeirra eftir óskum aðdá-
enda. Skrifið á ensku.
Póstföng aðdáendaklúbba:
N.K.O.T.B.
Fan Club - P.O.Box 7001,
Quinzy, MA 02269,
Bandaríkjum N-Am.
N.K.O.T.B. - c/o
Columbia Rec.,
J1 West 52nd Street,
New York. N.Y. 10019-
Bandaríkjum N-Am.
í þættinum Héðan og þaðan
(bls. 24-25) er sagt frá NKOTB -
með hliðsjón afþýsku greininni
og upplýsingum sem Erla í Bol-
ungarvík sendi. Á blaðsíðu 61
er fyrsti hluti framhaldsþáttar
um Nýju krakkana ... eftir
Salóme í Bolungarvík.
SÖNGNÁM
OG „DROTTNING“
Kæri Æskupóstur!
Við erum systur sem langar til
að spyrja spurninga og koma
beiðni á framfæri:
1. Viltu hafa veggmynd af
Queen, Metallica eða Roxette?
2. í hvaða skóla er best að fara
ef maður vill læra söng? Hve mörg
ártekur námið?
3. Gætuð þið haft þátt með
óskaprinsum og -prinsessum?
Tvær úr Tungunum.
Svör:
1. Þessu blaði fylgir vegg-
mynd af Queen. Slíkar myndir af
2 0 Æ S K A N