Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.08.1992, Qupperneq 39

Æskan - 01.08.1992, Qupperneq 39
iniD KISS Halló, kæra Popphólf! Ég var að lesa í Æskunni að Gene Simmons í Kiss heiti í alvör- unni Chaim Witz. í blaði frá aðdá- endaklúbbi Kiss stendur að maður- inn heiti Gene Klein. f öðru tölu- blaði af Æskunni stóð að ættar- nafn hans sé Klein. Á öðrum stað stóð að Bruce Kulick heiti Bob en hann heitir Bruce. Af hvaða ættum er Georg Mich- ael? Hans raunverulega nafn er furðulegt. Getið þið birt veggmynd af Kiss? Kiss-aðdáandi Kæra Popphólf! í tilefni af 20 ára afmæli Kiss tókum við saman þessi atriði um hljómsveitina. Hljómsveitin Kiss var stofnuð 1972 af Gene Simmons, Paul Staniey, Ace Frehley og Peter Criss. Gene og Paul voru áður í hljómsveitinni Vicket Lester. í uþþ- hafi var grfn gert að Kiss og hljóm- sveitin var bara vinsæl í Bandaríkj- unum. 1976 var hljómsveitin orðin vin- sæl víðar. Hámarksvinsæidum náði hún með þlötunni „DestroyeC. 1977 urðu hljómieikar Kiss að enn meiri sýningu en áður. Gene fór að sþúa eldi og fleiru. Þá kom út ógleymanleg tónleikaplata, „Ali- ve ll“. 1979 kom út vinsæl en hræði- leg Kiss-plata, „Dynasti", með lag- inu „I was made for Loving You“. 1980 hætti Pétur. í staðinn kom Eric Carr. 1982 hætti Ace. 1988 hélt hljómsveitin hljómleika í Reiðhöll- inni í Reykjavík. Á þessu ári gaf hljómsveitin út minningarplötu um Eirík Carr sem lést úr heilablóðfalli. Platan heitir „Revenge". Þar eru þeir komnir í þunga rokkið aftur. Plötur: 1. Kiss, 2. Hotter Than Hell, 3. Dressed To Kill, 4. Alive, 5. Destroyer, 6. Rock’Roll Over, 7. Love Gun, 8. Alive II, 8. Double Plaitum, 9. Ace, 10. Gene, 11. Paul, 12. Peter, 13. Dynasti, 13. Unmasked, 14. Elder, 15. Creat- ures Of The Night, 16. Lic It Uþ, 17. Animalize, 18. Asilum, 19. Cr- azy Nights, 20. Smashes Thras- hes & Hits, 21. Hot In The Shade, 22. Revenge. Núverandi liðskipan er þannig: Gene, Paul, Bruce Kulick og Eric Singer. Kiss-aðdáandi í Möðrufelli Svar: Hugsanlegt er að mismun- andi nöfn á Gene Simmons megi rekja til þess að hann er ættaður frá Palestínu (ísraei). Á heimaslóðum hans vare.t.v. not- að annað nafn en í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Ef aðdáendur Kiss vita meira um þetta mál þá eru þær upplýsingar vel þegn- ar. Við þetta er því að bæta að á Hvammstanga er starfræktur sérstakur Kiss-klúbbur. Hann heitir Love Gun. Heimilisfangið er: Hvammstangabraut 13, 530 Hvammstanga. Klúbburinn dreif- ir til félagsmanna myndum af Kiss, upplýsingum, barmnælum o.fl. Klúbburinn útvegar líka Kiss-myndbönd, Kiss-klukku o.fl. Framandi nafn Georgs Mikjáls er ættað frá Grikklandi. QUEEN Hæ, hæ Popphólf! f umfjöllun um Queen var nafn- ið Brian þýtt sem Brjánn. Sama sagan var með Freddý og Roger. Þetta kalla ég að endurskíra þá. Annars er Æskan frábært blað en mig langar í veggmynd með Queen. Queen-aðdáandi Es.: Hvað lestu úr skriftinni og hvað er ég gömul? Hæ, hæ, Popphólf! Æðislegar þakkir fyrir fróð- leiksmola um Queen. Ég tel að pljöturnar „The Works“ og „A Kind Of Magic“ séu gefnar út ári seinna en þið segið (1984 og 1986). Þá er ég ósátt við þýðinguna á plöt- unni „Live Magic“ sem þið þýðið „Lífstöfrar". Orðið „Live“ þýðir Beint en ekki líf. Líf er skrifað life. Erna Rún Einarsdóttir, Ystafelli 30, 109 Fteykjavík. Svar: í sérstöku hljómplötublaði, Record Hunter, sem fylgdi enska timaritinu Vox í febrúar 1992 er útgáfudagur „The Works“ sagður hafa verið í mars 1983. I sama blaði er platan „A Kind Of Magic" sögð hafa kom- ið út í maí 1986. Algengt er að hljómplata komi út einu til tveimur árum síðarí Bandaríkjum Norður-Am- eríku en í Erópu. Sú staðreynd flækir málið þegar settur er upp plötulisti. Eftir nákvæma könnun virðist sem „The Works" hafi fyrst komið út 1984. Athugasemd þín um nafngift- ina „Live Magic" er réttmæt. Með „lifandi töfrum" (live = lif- andi (merkir einnig að lifa)) munu liðsmenn Queen eiga við að um töfra lifandi músíkur sé að ræða. Þegar við lögum nöfn er- lendra skemmtikrafta að ís- lensku þá reynum við að gæta þess að erlenda heitið komi jafn- framt fram i sömu grein. Ástæð- an fyrir því að við lögum erlend nöfn að íslensku er m.a. sú að á þann hátt er auðveldara acI fall- beygja nöfnin. Ur skrift Queen-aðdáanda má lesa að hann sé u.þ.b. 13-14 ára. Stafirnir hallast til vinstri. Það bendir til hlédrægni eða hóg- værðar. DOORS Kæra Popphólf! Mér finnst vanta umfjöllun og veggmynd af Doors. Ég er mikill aðdáandi Doors og þá sérstaklega Jims Morrisons. Jim Morrison-aðdáandi í Hafnarfirði Svar: í næsta þætti verður fjallað um Doors og Jim Morrison í Sögu rokksins. ' \ / • ' * v. mr >- I -m* ■ . Jim Morrison söngvari Doors NÝJU KRAKKARNIR ... Kæra Popphólf! Hvers vegna gerið þið svona mikið úr NKOTB? Eruð þið svona hrifnir af þessum krökkum? í Stykk- ishólmi dáirenginn NKOTB. Flest- ir dá Guns N’ Roses og Metallicu. Hatið þið GN’R? Hvers vegna syngja NKOTB ekki sjálfir á plöt- um sínum? Þorsteinn Eyþórsson, Stykkishólmi Svar: Áhugi okkar á Nýju krökkun- um í hverfinu er tvíþættur: Ann- ars vegar er þessi glaðværi sönghópur núna einn sá vinsæl- asti í heiminum. M.a. voru Nýju krakkarnir... valdir vinsælasta erlenda hljómsveitin í vinsælda- vali Æskunnar um síðustu ára- mót. í annan stað boða Nýju krakkarnir vímuefnalaust líferni. Það er ástæða til að fagna þeirri afstöðu. Þó að fjöldi frægra dæguriagasöngvara neyti ekki áfengis eða annarra vímuefna (t.a.m. söngkonan Cher, söngv- arinn Michael Jackson, Kurt Cobian söngvari Nirvana og söngkonan Tína Turner) þá eru varla fleiri en feðgarnir Frank Zappa og Dweezil Zappa sem gert hafa vímuefnalaust lífsvið- horfað baráttumáli. Dweezil lýsti afstöðu skemmtikrafta til áfengis á þenn- an hátt þegar hann ýtti úr vör samtökunum Rokk gegn vímu- efnum (Rock Agains Drugs) fyr- ir nokkrum árum: „Þegar Eric Clapton, Ringo Starr eða Phii Collins auglýsa áfengi þá opna þeir dyr sem lúta að fyrirgreiðslu á músík þeirra. Áfengisframleið- endur stýra að verulegu leyti út- varpsdagskrám,, myndbanda- vali sjónvarpsstöðva, forsíðu- viðtölum tímarita, vali á skemmtikröftum á hljómleikahá- tíðum o.s.frv. Þessu stýra áfeng- isframleiðendur með auglýsing- um og fjárframlögum. Og það eru engir smáaurar sem dæmið snýst um. Þegar aftur á móti einhver fordæmir áfengisdrykkju þá sjást hvorki auglýsendur né styrktaraðiljar. Þvert á móti. Hann fær á móti sér alla áfeng- ismafíuna eins og hún leggur sig. Það eru fáir reiðubúnir til að Æ S K A N 4 3

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.