Æskan - 15.12.1926, Síða 11
Æ S K A N
103
til íulls þau bönd, sem til málamynda
tengdu hann enn keimilis- og kjúskap-
aiböndum. Hann var fálalaður, kvaðst
vera þreyltur og mællist til þess að
mega hátta sem fyrst.
Innan skamms voru allir sofnaðir
nema kúsfreyja, sem vakti eftir manni
sínum. Henni var hálf-órólt. Stormur-
inn knúði baðstofuþekjuna og hlóð
snjónum í skafla. Og þó var jóianólt.
Ótal barnabænir leiluðu á fund föð-
urins. Óinur af Iofgerð englanna barst
frá einu beimskauli til annars; hver-
vetna var fagnað yfir komu frelsaians,
og i afskektu, fátæklegu sveitabýli kraup
kona og móðir við fótskör Drotlins, og
þakkaði gjöf jólanna. Nótlin belga var
óskastund hennar.
— — Húsbóndinn var kominn heim,
með þyDgsIa byrði, bæði á baki og
brjósti. Því í fanginu hélt hann á stálp-
uðu, sofandi sveinbarni.
»Eg rakst á hann hjá vörðusteini,
neðst á Breiðahjallanum, uppi undir
Álftahömrum, og má hamingjan vita,
hvernig hann liefir komist alla þá leið.
Hann er, sem betur fer, alveg ómeidd-
ur, befir auðsjáanlega oltið úlaf af þreytu,
og svo fast svaf hann, að hann rumsk-
aði læpast, hvernig sem ég hristi hann,
því færðin er orðin alveg afleit. IJess-
vegna var ég svona lengi, og lof sé Guði
að ég fann barnið, það er ekkert að
vita hvernig farið hefði annars«.
Pau afklæddu Jón litla með meslu
varúð.
»Sjáðu, hvað hann hefir í lófa sínum,
innan i vetlingnum. Svolitla rjúpufjöð-
ur«, sagði bóndi. »Veslingurinn litli,
það er útlit fyrir að bann hafi ekki
ætlað að týna henni«.
»?eir eru þá orðnir tveir, jólagest-
irnir okkar, góði minn«, mælti hús-
freyja. »Hér kom maður í kvöld og
baðst gistingar. Hann sefur í rúminu
okkar; við skulum leggja drenginn fyrir
framan hann. Legðu þig út af hjá
drengjunum, en ég vaki það sem eftir
er nætur; ég þarf að þerra vosktæðin
ykkar, og svo er ég svo glöð, að ég
held ég gæti ekki sofið«, bætti hún við
og brosti hlýlega til manns síns.
Jón lilli vaknaði og skimaði forviða
í kringum sig. Þetta var ekki rúmið
hans heima. Hér var hálf-dimt og
þröngt, og hann heyrði andardrált sof-
andi fólks úr öllum áttum. Sofandi
maður lá fyrir ofan hann í rúminu.
Hver var það? Hvar var “hann eigin-
lega? Var þetta alt saman draumur,
eins það, að hann hefði farið upp í fjöll
og sofnaö hjá slórum, stórum steini, og
orðið þar að snjókerlingu? þetta var
einkennilegt alt saman. Og hvar voru
nú englarnir, sem höfðu breitt tjvængina
yfir hann bjá stóra sleininum og sungið
jólasöngva, svo að hann var hreint ekk-
eit hræddur, og litli bróðir var einn í
hópuum, með hvíta skínandi vængi, og
pabbi og mamma voru þar líka. Var
þetta þá alt saman draumur? Var
mamma veik? Var pabbi týndur, eða
einhversstaðar langt í burtu frá stúf
sínum? Hann néri slírurnar úr augun-
um og reyndi til að horfa og reyndi til
að muna. Smátt og smátt ryfjaðist ferða-
lagið hans upp fyrir honum og þá
mundi hann alt í einu eftir fjöðrinni.
Hann lók viðbragð. Hvar var hún?
Hann fór að leita að fjöðrinni undir
sænginni og koddanum. Hann hafði
fundið hvíta, stóra fjöður, það hlaut að
vera arnarfjöður og óskastundin var í
vændum. En hvað var orðið af henni?
Hann leitaði betur, en fann ekkert, en
stóri maðurinn fyrir ofan hann losaði
svefninn og reis upp við olnboga og
horfði á hann sem snöggvast. Alt í einu
varð hann glaðvakandi og sagði með
einkennilegri ákefð: »Hvaða barn er
þetta? Hvaö heitirðu?«
Jón litli hélt að maðurinn væri fok-
vondur við sig fyrir að hafa vakið