Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 61
^kirnir]
Ynglingar.
53
son hafði bent á * *), er Röðin í þessum frásögnum malar-
hryggur sá hinn alkunni á Vestfold, sem nú nefnist Raet;
Borró (nú Borre) er einmitt skamt frá norðurendanum á
benni, en við Borró, »á Raðar-broddi«-num, »út við sjá-«
inn eru margir fornmannahaugar. Felst Brogger eðlilega
á, að þetta sje alt rjett og standi heima. Vaðla virðist
hafa verið á nokkur, en óvíst er um það örnefni, og skal
hjer ekki farið út í ágizkanir um það.
Um Halfdan milda segir Þjóðólfur berum orðum, að
hann hafi verið heygður »a Borrói«, enda segir Snorri:
»varð hann sóttdauðr ok er Jiann Jieygðr d Borró«. Má
ætla eins og Brogger segir, að Snorri hafi haft sannar
sagnir af Norðmönnum um það, að þessir feðgar væru báðir
heygðir á Borró. Hann var í Túnsbergi veturinn 1218—19
og hefir þá auðvitað kynt sjer ýtarlega alla staðháttu á
Vestfold.
Eins og jeg tók fram áðan er þess ekki getið i þeim
erindum, sem nú eru til af Ynglingatali, hvar Guðroðr
veiðikonungr (»enn göfugláti*)2) hafi verið heygður;
Snorri segir greinilega frá hversu dauða hans bar að og
hvar, og tilfærir 2 erindi (eða eitt heilt og 2 hálf) af
Ynglingatali. Hann segir, að seinni drotning hans, Asa
Haraldsdóttir hins granrauða, konungs á ögðum, hafi látið
myrða hann. Hafði Haraldr synjað honum um Asu er
hann bað hennar, og Guðroðr síðan farið um nótt á bæ
Haralds með her manns og drepið hann og Gyrð son hans,
en tekið Asu heim með sjer og gert brullaup til hennar.
Með henr.i átti hann svo Halfdan svarta, föður Haralds
hárfagra; »en þá er Halfdan var vetrgamall, þat Jiaunt fór
Guðroðr konungr at veizlum; Jiann lá með skipi sínu í
Stíflusundi; váru þar drykkjur miklar; var konungr mjök
*) Heimskringla IV., bls. 24.
*) Þjóðólfur viðhefir það orð um hann og hafa siðari tíma menn
litið svo á, að það væri viðurnefni; Haukur nefnir hann svo. Snorri
Begir að hann hafi verið „kallaðr Guðröðr inn mikilláti, en sumir köll-
uðu hann veiðikonnng“. Sennilega er þetta hygt á orðum Þjóðólfs,
„enn göfugláti".