Skírnir - 01.01.1921, Page 64
56
Ynglingar.
[Skirnir
ingi aá, er hjer var heygður, hafi ekki verið konungbor-
inn (»at hann ej var nogen kongelig person* *); ræður hann
það af frásögnum Snorra um legstaði konunganna hjer;.
þeir sje sagðir heygðir á Borró og 2 i Skíringssal, sem
sje í Tjolling, en enginn hjer í Sandeherred. Annar þeirra,
sem hann telur heygðan í Þjóðarlyngs-sókn (»Thj0dling
prestegjeld*) er Oláfr Geirstaða-alfr, er hann segir dá-
inn þar á Gjerstad um 840; en svo skrýtilega vilji til, að
tvent fari saman með Olafi konungi og þessum höfðingja
á Gaukstöðum: Oláfur hafi dáið af fótarverk og haugur
hans rofinn, eins og haugur þessa manns, sem eftir þvi,
er sjá megi af fótleggjunum, einmitt hafi hiotið að hafa
mikla fótaveiki, »kroniska« liðagigt (arthritis deformans)
einkum í hnjenu á vinstra fæti. — Það er glögt, að Nico-
laysen álítur samt, að ekki geti verið um það að ræða,
að Óláfr Geirstaða-alfr hafi verið heygður í þessum haugi
hjá GaukstöðumJ).
Um aldamótin hjelt cand. theol. S. A. Sorensen, siðar
skólastjóri, því fram, að haugurinn hjá Gaukstöðum væri
haugur Ólafs konungs. Gjekstad þar rjett hjá myndi vera
hinir fornu Geirstaðir2) Próf. G. Storm andmælti þessu
þá nokkuð3) og munu fæstir hafa viljað fallast á skoðun
Sörensens4) ö. Rygh taldi þó vafalaust, að nafnið Gjek-
stad væri orðið til úr eldra heiti Geirstad, og fjelst A.
Kjcer bókavörður á, að þ a ð kynni að vera rjett, en virð-
ist samt ekki hafa viljað fullyrða neitt um, hvort Gjek-
stad væri þá hinn forni bær Ólafs konungs og haugur-
inn haugur hansB) — Þessir vísindamenn hafa gefið út
*) Langskibet fra Gokstad ved Sandefjord, beskrevet af N.
Nicolaysen. Kria 1882; bls. 70—71.
2) Det gamle Skiringssal, I. (Kristiania 1900). Sami: Er
*Kongshaugen« Olaf Geirstad-Alfs Haug? (Kria 1902).
s) Skiringssal og Sandefjord i Hist. tidsskr. 4. r. 1. b., bls.
231—32. Sbr. jafoframt aths. !) á bls. 393 i sama tlmar. 4. r. 5. b.
*) Helge Gjessing ritaði t. d. grein um *Snorre Sturlasons
arkoeologiske kundskap i Oldtiden III., 1913, og virðist þá ekki vera
i neinum vafa um að Geirstaðir Olafs sjeu Gjerstad í Tjalling, sjá bls. 6.
*) Norske gaardnavne YI., bls. 272—73 og 305—306.