Skírnir - 01.01.1921, Page 122
Skirnir]
Eiriknr Briem.
113
Á Espihóli voru á uppvaxtarárum Eiríks feðgar tveir,
Ivar og Benedikt, sem hinn ungi sveinn hændist mjög að.
Þeir voru báðir hagyrðingar, einkum var Benedikt vel
hagmæltur og fróður um ýmsa hluti. Af honum lærði
Eirikur litli fingrarím þegar hann var á 9. árinu. Snemma
tók og Eiríkur upp á eigin spýtur að reikna út þvermál
kúlu og rúmmál keralda eftir reglum, er hann hafði kom-
izt ofan á við lestur Oddsens landafræði og Ármanns á
alþingi. Árið 1857 rjeðst Davíð Guðmundsson, er þá um
sumarið hafði lokið prófi á prestaskólanum, sem heimilis-
kennari til Eggerts sýslumanns, og kendi hann Eiriki og
yngri systkinum hans i þrjú ár. Davíð var miklum kenn-
ara hæfileikum búinn, og rækti starf sitt með stakri alúð
og kostgæfni. Hann bjó Eirik svo vel undir skóla, að
Eiriki hefir siðan sagzt svo frá, að hann hafi verið helzt
til vel undirbúinn, er hann kom í skóla, og hafi því ekki
stundað skólanámið jafnvel, eins og hann mundi annars
hafa gert. Ár þessi hafði Eiríkur einna mestan áhuga á
sögu og landafræði, og mun hann hafa verið jafnvígur á
'flestar eða allar greinar, að latneskum stíl undanskildum.
Ár þau, sem Eiríkur var í heimaskóla, og jafnvel áður en
Davíð varð kennari hans, var hann farinn að lesa allar
íslenzkar bækur, er hann fjekk hönd á fest, svo sem Nor-
egskonungasögur,. Oddsens landafræði, gömlu og nýju
fjelagsritin, Safn til sögu íslands og Skírni. Aldrei var
Eiríki haldið til að læra kverið, en þó var hann búinn
að læra það áður en Davíð tók að kenna honum, því að
honum þótti minkun að kunna ekki kverið eins og önnur
börn. Vorið 1860 fór Eirikur suður til Reykjavíkur og
gekk undir inntökupróf við hinn lærða skóla og settist í
2. bekk.
Fyrsta veturinn, sem Eiríkur var í skóla sótti mjög á
hann heimþrá, eins og titt er um marga unglinga, sem
koma úr góðum foreldrahúsum. Það jók á óyndi hans,
að sumir eldri skólapiltar urðu til að stríða honum, eins
og oft vill verða um nýsveina, er ekki eiga eldri skóla-
pilta að. Eiriki fjellu illa sáryrði þeirra og tók sjer þau
8