Skírnir - 01.01.1921, Side 173
164
Ritfregnir.
[Skfmir
Hjer verðnr ekki gerð grein fyrir viðburðum leiksins, en að
eins minst á fáein atriði. 2. þáttur, þar sem særingarnar í jarð-
húsinu f Berghyl fara fram, er einhver besti kafli leikritsins. Sjald-
an hefir íslenskur leikritahöfundur tekið fastar á efni, en þegar
Gottskálk Bærir fram sína eigin fylgju. Fylgjan er útburður, barn,
sem hann ajálfur hefir getið að óvilja móður þess, og síðan sjeð
ráð fyrir. Kemur það hjer fram, sem víðar í leikritinu, að höf.
er ekki alt af að hugsa um veiklaðar taugar væntanlegra áhorf-
anda eða lesanda. Óteprulegt er og danskvæðið um pláguna f 1.
þætti. Höf. lýsir þar djarflega þvf galgopalega kæruleysi og óstjórn-
legu nautnaþrá, sem altaf bryst undan fargi, þegar miklar hörm-
ungar og plágur dynja yflr. Þar er gripið í streng, sem seinua
er slegið fastar á, þegar sjálfum dansinum í Hruna er lýst.
Jeg hygg, að Þorgeir prestur og Hlaðgerður á Hamri sjeu
þær persóuur leiksins, sem best hafa heppnast. Þorgeir er prestur,
sem unir sjer illa í kjólnum og veraldarmaður, sem þorir þó ekki
að brjóta bág við kirkjuna. Hann elskar góða stúlku, en er henni
þó ótrúr, hann þolir illa bannfæringu biskups, en stendst þó enn
þá sfður ginningar Ógautans. Höf. bendir ekki með vígifingrinum
a skapbresti hans, en þeim er þó svo vel lýst, að engum kemur á
óvart, að það verður hann, en ekki Lárenz, sem gengur f greipar
Ógautans. Innviðirnir í honum eru ótraustir og illa skeyttir sam-
an. Þess regna gengur hann af göflunum, þegar á hann reynir,
ærist og steypir sjer belnt út í glötunina.
En þó hefir höf. tekist miklu betur til með Hlaðgerði. Jeg
hugsa, að hún verði langlífust allra karla og kvenna í leikritum L
E. Þessi veslings stúlka gengur eirðarlaus fram og aftur um leik-
sviðið, eins og berfætt manneskja um fs. Hún hefir lent í hönd-
um á bófa, sem hefir misþyrmt henni hræðilega. En þó er þaS
ekki hennar þyngsta raun. Húu elskar mann, sem ekki vill lít#
við henni, og er það í rauninni ekki raerkileg saga. En hún þor-
ir ekki að horfast í augu við sannleikann, hún getur ekki sleppt
voninni. Hún niðurlægir sjálfa sig, býðst til að vera frilla og am-
bátt, en ber það eitt úr býtum, að henni er sparkað burt með
fyrirlitningu. Sálarlíf hennar er alt að liðast f sundur, og það er
að því komið, að vitfirringin grfpi hana. En þá vitkast hún alt í
einu og hverfur brott úr dansinum, þegar aðrir ærast. Hlaðgerður
er í rauninni höfuðpersóna leiksins, þó aö höf. hafi tæpast ætlast
til að svo væri.
Það er mikill órói og umbrot f þessu lelkritl. Einn viðburS-