Skírnir - 01.01.1934, Page 216
210
Löghelgur og rúmhelgur.
[ Skírnir
haldsskipan að meiru eða minnu leyti hvort eftir öðru; svo höfðu
til dæmis sum Kolnisorðu, sum Rúðuorðu, og sum Rómarorðu. Eftir
þvi sem á miðaldirnar leið, ruddi það sér æ meira og meira til rúmsr
að biskupsdæmin tækju upp Rómarorðu, helgihald það, sem haft
var í Rómaborg, unz að nú er svo komið, að henni er að kalla und-
antekningarlaust fylgt um allan heim, og eru nú allsstaðar að kalla
notuð hin rómverska messubók (Missale romanum) og tíðabók
(Breviarium romanum). Nú eru til i íslenzku orðin rúmferð, — ferð
til Rómar — og rúmferill, — maður, sem fer til Rómar, og gæti
rúmhelgur eftir því vel merkt þann dag, sem haldinn væri helgur
eftir Rómarorðu, helgihaldsskipan þeirra, sem höfð er i Róm, það
er að segja á páfagarði. Ef svo væri, ætti rúmhelgur upprunalega
að hafa merkt kirkjuhelga daga, og þá um leið að sýna, að hér hafi
verið haft helgihald með Rómarskipun, en hana er að finna i Ordines
romani 1. og 10.—15. af þeim, sem kenndar eru við Mabillon og jafe-
framt í ordo þeirri, sem kennd er við Bernhard kardínála. Eftir
þeim bókum ættu því að hafa verði taldir hér á landi vera leghelgir
dagar, rúmhelgir dagar og óhelgir, venjulegir virkir dagar. Til þess
bendir eindregið klausa, sem stendur í Stokkhólmshómiliubókinni, bls.
109, og er svo: „Tíðafar ok kirkjusóknir eigum vér at kostgæfa nú,
ok skulut ér þat vita, at eigi er minna í veitt ena rúmhelgu daga tiðir
at sækja en löghelga daga utan föstu. Höfum hvern dag minning
tiða vorra. Minnumsk átta tíða hvern dag“. Hér sýnist mönnum
vera ráðlagt að sækja tíðir löghelga daga og rúmhelga, en hvern
dag,'það er að1 segja virka daga, að minnast átta tíða. I sögu Þor-
láks biskups (B. S. I., bls. 106) er og staður, sem bendir i sömu
átt. Þar segir: „Hann (þ. e. Þorlákur biskup) bauð ríkt at halda
frjádaga föstu, svá at öngan skyldi tvimælt eta rúmhelgan, nema
þann er í páskaviku er“. Nú er það engin fyrirsögn, að föstuna
skuli righalda á virkum dögum, en hins vegar er það regla, að fasta
falli niður, ef ber á háheilagan dag. Hér sýnist þvi vera um það að
ræða, að biskup skipi svo fyrir, að föstuna skuli halda að fullu, jafn-
vel þótt beri upp á rúmhelgan dag, það er dag, sem helgur er að
rómverskri tiðaskipun. Það er og enn, að þær, að vísu ónógu, rann-
sóknir, sem gerðar hafa verið á islenzkum orðubókum virðast sýna
það allglöggt, að hér hafi verið haft Rómarhald. Til þessa bendir
ennfremur bréf Jóns Skálholtsbiskups Stefánssonar frá 1464 (D-
I. V. 411—-12), þar sem hann býður strengilega að halda tíðaskipun
Niðaróss erkibiskupsdæmis, en þar var mjög glögglegt Rómarhald.
Þó að þetta kunni að þykja heldur lítilfjörlegt atriði, spihir
ekki að vita, að nokkrar líkur éru á því, að orðið rúmhelgur geti til
forna hafa merkt þann dag, er helgur var að tíðaskipun Rómaboi’gar,
en ekki alóhelgan dag, enda þótt merking orðsins hafi umhverfzt svo-
síðar. Guðbr. Jónsson.