Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 221
Skírnir]
Ritfregnir.
215
Er auðsætt hver styrkur fræðimönnum er að eftirmynd af þessu
handriti, er hefir góðan texta af slíkum sögum og eitt af öllum
skinnhandritum heilan texta af sumum þeirra (Droplaugarsona
saga og Víga-Glúms saga). Útgefandinn getur þess, að þetta hand-
rit hafi verið erfiðast að gera eftirmynd af, af því að upphafs-
stafir komu oft illa í ljós, vegna litanna á þeim. Að öðru leyti er
allur frágangur sem fyrr. Dr. Einar Ól. Sveinsson hefir ritað mjög
góðan inngang að bókinni, gerir fyrst grein fyrir upphafi sögu-
ritunar, en skýrir því næst frá aðalefni hverrar sögu handritsins
og meðferð söguritarans. Er það prýðilega gert og margar góðar
athuganir. Þá víkur hann nokkuð að sambandi þessara sagna við
menningu og ástand á þeim stað og tíma, sem ætla má að hver
þeirra sé rituð, og loks að gerð handritsins sjálfs og hvar það
muni til orðið. Það er almennt talið frá fyrra helmingi 14. aldar.
Líklegast þykir, að það sé ritað á Norðurlandi, helzt í Eyjafirði eða
Skagafirði, en um sögu þess er ókunnugt þangað til Magnús Björns-
son lögmaður ritar nafn sitt á það að Möðruvöllum á krossmessu
1628. Björn sonur hans erfði handritið eftir föður sinn og fór
með það utan 1684 og gaf Thomas Bartholin, en að honum látn-
um eignaðist Árni Magnússon það og hefir það verið í safni hans
síðan. G. F.
Monumenta typografica Islandica edited by Sigurður Nor-
úal. Vol. II. GuSspjallabók 1562. Biskop Ólafur Hjaltasons ritual
(Breiðabólsstaður, Jón Matthíasson, 1562). Facsimile edition with
an introduction in English and Icelandic by Halldór Hermannsson.
Copenhagen. Levin & Munksgaard. Ejnar Munksgaard. 1933.
Af frumútgáfu bókar þessarar er nú ekki, svo að vitað sé,
nema eitt eintak til, á konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn,
og er það þó ekki heilt. En bókin er merkileg frá sjónarmiði prent-
Hstarinnar á íslandi, af því að hún þykir gefa bezta mynd af letri
því, sem prentsmiðjan á Breiðabólsstað átti, enda er hún næst
«lzta íslenzka bókin, sem prentuð hefir verið á Islandi og enn er
til. Próf. Halldór Hermannsson hefir í inngangi sínum gert grein
fyrir einkennum bókarinnar, en víkur jafnframt að upptökum
°g fyrsta skeiði prentlistar á fslandi, og ræðir ýms vafaatriði, sem
Þar koma til greina, svo sem um Breviarium Holense, guðspjalla-
þýðinguna, sem mælt er, að Jón biskup Arason hafi látið prenta
°S prentsmiðju á Hólum og Núpufelli, hvort sín hafi verið á hvor-
um staðnum, eða hvortveggja sé ein og sama prentsmiðjan, og
hallast hann að því. Inngangurinn er hinn fróðlegasti, svo sem
vænta mátti. G. F.