Skírnir - 01.01.1934, Side 242
236
Ritfregnir.
[ Skírnir
verið að krefjast meira af bókinni en henni hafi í öndverðu verið
ætlað að uppfylla, en ritdómarinn hefir það sér þá til málsbóta, að
kröfuharka hans er beint sprottin af því, hve efnisval hefir annars
tekizt vel. Því að það er sannast mála, að leskaflar þeir, sem í bók-
inni eru, eru hver öðrum betri. Og þar sem þeir ná yfir 295 blað-
siður, þá verður ekki annað sagt en bókin sé hin auðugasta. Hér
eru tvö heil rit, íslendingabók Ara fróða og Hrafnkels saga, bæði
ágæt, hvort á sína vísu (sennilega er Hrafnkels saga mjög heppi-
leg fyrir þá, sem eru að byrja að lesa fornsögurnar) ; hér eru nokkrir
þættir, þar á meðal gimsteinar eins og Hreiðars þáttur, Auðunar
þáttur og Ivars þáttur, en úrvalskaflar úr fjölda sagna, bæði sam-
tíðarsögum (t. d. Jón Loftsson og Þorlákur helgi, Örlygsstaðabar-
dagi, Víg Snorra Sturlusonar), konungasögum (t. d. Svoldarorusta,
Ólafur helgi og bræður hans, Þorgnýr lögmaður, Mannjöfnuður
konunga) og íslendingasögum (t. d. ágætir kaflar úr Egils sögu,
Laxdælu, Grettlu og Njálu). Auk þess eru hér kaflar úr Snorra-
Eddu og af kvæðum m. a.: Völuspá, úr Helga kviðu Hundingsbana
og Hávamálum, kvæði Egils og nokkuð af lausavísum. Allir eru
leskaflar bókarinnar að einhverju merkilegir og flestir með ágætum.
Aftan við leskaflana taka við vísnaskýringar og orðasafn (sam-
tals 34 bls.) og þar á eftir nafnaskrá. Vísnaskýringarnar og orða-
safnið eru, eins og útg. sjálfur getur um, í gagnorðasta lagi, og
þykir mér reyndar líklegast, að betra hefði verið að hafa þetta
fyllra. Fornskáldskapurinn íslenzki er erfiður byrjendum, og er
þörf að hafa skýringar nokkuð ýtarlegar. Úr orðasafninu má nefna
orðin flet og seyðir, sem þurft hefði að skýra betur. Á stöku stað
hygg eg eigi að skýra öðruvísi. Orðin of et sama far í formála
Ara fróða munu þýða: um hið sama efni (svo Guðbr. Vigfússon
og flestir þýðendur), en ekki: með sama hætti (eins og Fritzner
hefir þýtt það og nú G. J.); mjöðr var búinn til úr hunangi og var
annað en öl eða bjór; af bragði virðist vera haft um nánustu fram-
tíð (sbr. skamms bragðs) og er alveg hliðstætt af stundu, sem þýð-
ir: þegar stund sú, er nú stendur yfir, er liðin, brátt; annars stend-
ur at bragði í skinnhandr. Hrafnkels sögu, og virðist hefði verið
réttara að fara eftir því. Varnaðr getur þýtt: aðvörun, en í Hrafn-
kels. s. 12235 þýðir það sjálfsagt: aðgæzla. Orðið slcotta við skýrir
G. J. (líkt og Guðbr. Vigf.) : róa hægt fram og aftur, en líklega
er þetta þó sama orð og da. skodde, no. skota, og skýring Fritzners
(andæfa, hamla) réttari. Á skýringu viðurnefnisins cháim, trúi eg
ekki, og skilst mér, að annaðhvort sé cháim beint ritvilla f. kámi
(og þykir mér það þó ekki sennilegt), eða það eigi ekkert skylt við
það. í skýringu orðsins hjátækr hefði verið réttara að sleppa síð-
ara orðinu (smátækur) ; vinna sköpum mun þýða: standa á móti for-
lögunum. Sumt af því, sem nú hefir verið talið, er harla smávægilegt,