Valsblaðið - 24.12.1966, Síða 14
12
VALUE
Úr skýrslu
handknattleiksdeildar
Á aðalfundi deildarinnar lagði
Þórarinn Eyþórsson fram skýrslu
stjórnarinnar, og gaf hún glöggt
til kynna, að vel hefur verið starf-
að í deildinni og að þar iðar mikið
líf og að þar ráða áhugasamir og
viljasterkir áhugamenn. 1 skýrsl-
unni segir, að fundir hafi verið vel
sóttir og bendir það til góðrar sam-
stöðu um þau mál, sem fyrir lágu,
enda ekki hægt nema með sam-
stilltum átökum að ýta á undan
sér öllu því starfi, sem deildin
gerði á liðnu ári.
Þá er þess getið í inngangi, að
deildin hefur tryggt sér inni í
íþróttahöllinni fyrir æfingar
meistaraflokks karla og kvenna,
alls 100 mín. á viku.
Fulltrúi Vals í HKRR var Karl
H. Sigurðsson og til vara Her-
mann Gunnarsson og Bergur
Guðnason.
Hér á eftir koma svo orðréttir
kaflar úr skýrslunni. til fróðleiks
hinum mörgu, sem fylgjast með
Handknattleiksdeild Vals.
Æfingar og þjálfarar.
Æfingar voru mjög vel sóttar
hjá flokkunum, og oft á tíðum það
vel mætt að fjölga verður æfinga-
tímum að miklum mun, ef hægt á
að vera að sinna öllum þeim fjölda
yngri kynslóðarinnar, sem sækir
til Vals.
Ekki þykir þjálfara það beint
æskilegt að standa fyrir framan
hóp af drengjum, sem eru milli
40—50, og hafa ekki meiri tíma
en 50 mín. tvisvar í viku, lítið er
hægt að gera á svo stuttum tíma
fyrir slíkan hóp.
Þjálfarar á s.l. vetri voru, svo
sem kunnugt er: Með telpur 12—
14 ára voru þær stöllur Kristín
Jónsdóttir og Kristín Sigurðar-
dóttir.
Með IV. flokk drengja var Stef-
án Árnason.
Með III. flokk karla voru þeir
Stefán Sandholt og Sigurður Guð-
jónsson.
Og með M.fl. I. og II. flokk karla
og kvenna Þórarinn Eyþórsson.
Stjórn deildarinnar vill hér með
þakka þjálfurum fyrir sérstaklega
gott og fórnfúst starf, sem seint
verður metið til fjár.
Kvennaflokkarnir æfðu í sumar
með þátttöku íslandsmeistaramóts-
ins utanhúss í huga og voru æfing-
ar vel sóttar og mikill hugur í báð-
um keppnisflokkum.
Þá æfðu einnig telpur byrjendur
í sumar, en æfingar þeirra fóru
fram innanhúss. Þjálfarar þeirra
voru þær vinkonur Sigrún Guð-
mundsdóttir og Vigdís Pálsdóttir
og skal þeim þakkaður hér með
þeirra þáttur í þjálfun hinna
yngri, sem ekki var af lakara tag-
inu.
Það gekk allsæmilega að fá þjálf-
ara, og var svo sem ætíð leitað til
þeirra, er höfðu áður gefið kost
á sér og þau brugðust vel við, Stef-
án Sandholt, Þórarinn Eyþórsson,
Vigdís Pálsdóttir og Sigrún Guð-
mundsdóttir verða öll með sömu
flokka og áður, en þeir Garðar Jó-
hannsson og Stefán Bergsson taka
íslwndsmeista/rar utanhúss M.-fl. Fremri röð f. v.: Björg Guðmundsdóttir, Guðbjörg Ámadóttir, Anna B. Jóhannesdóttir. —
Afta/ri röð: Kristín Jónsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Vigdís Pálsdóttir, Sig-
■rún Ingólfsdóttir, Ása Kristjánsdóttir, Elínborg Kristjánsdóttir.