Valsblaðið - 24.12.1966, Síða 8

Valsblaðið - 24.12.1966, Síða 8
6 VALUR U. fl. B. Fyrir framan f. v.: Ragnar Ragnarsson, Helgi Björgvinsson, Ólafur Guð- jónsson, Helgi Benedilctsson, Stefán Sigurðsson. Aftari röð: Róbert Jónsson, Gústaf Níelsson, Þórður Hilmarsson, Robert Eyjólfsson, Reynir Vignir, Sævar Guðjónsson, Hörður Árnason og Stefán Sandholt. Fulltrúar. Skipaðir eru eftirtaldir menn, fulltrúar félagsins: A) K.R.R.: aðalfulltrúi: Einar Björnsson varafulltrúi: Friðjón Frið- j ónsson B) Mótanefnd eldri flokka: aðalfulltrúi: Guðmundur Ingi- mundarson C) Mótanefnd yngri flokka: aðalfulltrúi: Stefán Hallgríms- son varafulltrúi: Ragnar Guð- mundsson. Verða birtir hér nokkrir kaflar orðrétt úr skýrslunni. Æfingar og þjálfun. Nú var stjórnin betur sett en á undanförnum árum, því eins og getið var um í síðustu ársskýrslu deildarinnar, var búið að ráða þjálfara fyrir alla flokka frá 1. nóv. 1965. Óla B. Jónsson fyrir Meistara- og 2. flokk, Róbert Jóns- son fyrir 3. og 4. flokk og Lárus Loftsson fyrir 5. flokk. Síðar á árinu bættust þeir Stefán Sand- holt og Halldór Einarsson í hóp- inn. Stefán aðstoðaði Róbert og Halldór Lárus, en því skal bætt hér við, að óhjákvæmilegt er að 3 menn þjálfi 5. flokk, í það minnsta þar til drengirnir fara í sveit eða burt úr bænum á sumr- in, því það kom fyrir í sumar, að mættir voru 150—160 drengir á æfingu í einu. Meistaraflokksmenn komu til skiptis á æfingarnar hjá 4. flokki í vetur, einn hverju sinni, og hef ég það eftir þeim sjálfum, að þetta hafi verið mjög skemmti- legt og án efa hafa drengirnir not- ið þessa. Æfingasókn í vetur og sumar hjá Meistara og 1. fl. var mjög góð og árangurinn eftir því og sama var hjá yngri flokkunum. Afmsdisleikurinn. I tilefni afmælis félagsins var ákveðið að hafa afmælisleik á sumrinu, og þá helzt í maí eða sem næst afmælisdeginum. Það var leitað til KRR um úthlutun á leik- degi, og var það auðsótt, og ákveð- inn dagurinn 26. maí. — Við lögð- um mikla áherzlu á, að leikurinn færi fram á Laugardalsvellinum og töldum að það yrði mun skemmtilegra og betur færi um áhorfendur þar, og var því ákveð- ið í samráði við vallarstjóra að leikið yrði á Laugardalsvelli. Nú varð að ráða fram úr þvíviðhverja ætti að leika og þá skaut þeirri hugmynd upp, að leita til íþrótta- fréttaritara dagblaðanna í Reykja- vík og fá þá til þess að velja lið, sem bæri heitið „Urval íþrótta- fréttaritara". Við boðuðum þá til fundar með okkur stj órnarmönn- um og var málið auðsótt og lið- sinntu þeir okkur á ýmsan hátt og bera að þakka þá ágætu fyrir- greiðslu. Leikurinn fór fram um- ræddan dag, veðrið var ákjósan- legt, áhorfendur fjölmargir og leik- urinn mjög skemmtilegur. Lauk leiknum með sigri úrvals- ins 6:4. Það skeði í þessum leik, að Úrvalsliðið náði mjög vel sam- an í samleik. — Valsmenn léku einn sinn bezta leik á sumrinu. Að leik loknum var boðið til kaffi- drykkju að Hlíðarenda. Árangur hinna ýmsu flokka. Fyrir þá mörgu Valsmenn, sem gaman hafa af því að fylgjast með árangri hinna ýmsu flokka félags- ins, en hafa ekki aðstöðu til að sjá alla leiki, verður hér birtur listi yfir einstök mót, þar sem í fáum orðum og tölum segir frá frammi- stöðu Vals í mótinu í hverjum flokki, eins og skýrslan segir frá því. Meistaraflokkur: Reykjavíkurmót: Valur í öðru sæti, skoraði 11 mörk gegn 2, hlaut 6 stig. Islandsmót: Valur Islandsmeist- ari, skoraði 24 mörk gegn 15, hlaut 14 stig.

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.