Valsblaðið - 24.12.1966, Side 21

Valsblaðið - 24.12.1966, Side 21
VALUR 19 Óli B. Jónsson 8 sinnutn með ísiandsbikarinn Þrír af brautryðjendunum. — stofnendunurn — á 55 ára fagnaðinum, f. v.: Fil- ippus Guðmundsson, Guðbjörn Guðmundsson og Hallur Þorleifsson. Þess ber liðin tíð í sögu félagsins fagurlegan vott og sannar svo ekki verður um villzt að hug- myndaríkir dugnaðarmenn hafa haldið um stjórnvölinn og stýrt dáðríku liði í sólarátt. Þar um vitna miklar og margslungnar framkvæmdir, bæði í íþróttastarfi og verklegu tilliti, hús og víðir vellir. Stofndegi Vals hinn 11. maí 1911 er svo lýst: Heiðskír himinn hvelfdist blár og fagur yfir sól- merlað láð og lög, yndislegur dag- ur með vor og gróanda í lofti. Stofndaginn bar uppá Uppstign- ingardag, og 50 árum síðar, en hvorki fyrr né síðar, á þessum hálfrar aldar ferli, undirstrikaði tilviljunin stofndaginn og minnti á hann, m. a. með því að láta aft- ur bera uppá Uppstigningardag. Vissulega er þetta táknrænt, ekki síður en svo margt annað sem við ber í sögu þjóða, félaga og ein- staklinga. Ljúkum svo þessum fáu orðum með því að bera fram þá ósk, að um alla framtíð megi heiðríkja stofndagsins lykja um allt starf og stefnu Vals jafnt í íþróttalegu sem félagslegu tilliti og mótast af hinni sönnu upphafningu til síaukinna dáða. — á 20 ára starfsferli sem þjálfari — og þrisvar að auki sem leikmaður með KR. Mynd sú sem hér birtist ásamt meðfylgjandi grein, kom á íþróttasíðu dagblaðsins Vísi, hinn 4. okt. s.I. og er þaðan fengin, með góðfúslegu leyfi ritstjóra íþróttasíðunnar, Jóns Birgis Péturssonar, hins þjóðkunna íþróttablaðamanns, en hann skrif- aði greinina. * ★ Islandsbikarinn lenti í höndum Valsmanna í ár. Og hér er Árni Njálsson, fyrirliði Vals, með hinn fagra grip, en þetta er í annað sinn á löngum knatt- spyrnuferli, sem Árni hreppir íslandsbikarinn, — fyrst var það fyrir 10 árum og svo nú. Hvort Árni vinnur bikarinn með liði sínu 1967 skal með öllu ósagt, en benda má á að beztu varnarmenn Vals hafa ekki hætt knattspyrnu fyrr en í fulla hnefana og má þar benda á Sigurð Ólafsson og Frímann Helgason, en báðir hættu knattspyrnuiðkun sinni og þátttöku í meistaraflokksleikjum eftir áratuga starf. ★ Óli B. Jónsson þekkir „bikarinn" öllu betur. Sjálfur vann hann bikarinn með KR-liðinu þrisvar sinnum, þegar hann var leikmaður, og eftir að hann varð þjálfari hefur það verið segin saga að hans lið hafa verið sigursæl. Nú er tuttugasta starfsári Óla sem þjálfara að ljúka og í 8 skipti hafa lið hans orðið íslandsmeistarar. Geri aðrir betur. Sennilega mun Óli verða þjálfari Vals næsta tímabil, en að því loknu kveðst Óli hafa í hyggju að draga sig í hlé frá erilsömu og bindandi aukastarfi, sem þjálfunin er og hefur verið hjá honum. Gripur í öruggum höndurn!

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.