Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 19

Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 19
VALUR 17 tómstundum, við viljum því skora á ykkur að bregðast vel við, þeg- ar leitað er aðstoðar í sambandi við hið félagslega og íþróttalega starf deildarinnar. Að lokum viljum við svo þakka sérlega skemmtilegt og árangurs- HANDKNATTLEIKUR ríkt samstarf, en samt treystum við ykkur til enn meiri átaka um hið sameiginlega áhugamál okkar, handknattleikinn í Val. Því nógur er efniviðurinn í Val hvort heldur á íþróttasviðinu eða því félagslega. Leikmenn í m.fl. karla sem enn æfa og keppa. Frá 1. okt. 1960—30. okt. 1966. 57—60 60—61 61—62 62—63 63—6i 6/f—65 65—66 Samt. Ágúst Ógmundsson 6 22 18 46 Bergur Guðnason 15 38 16 10 17 24 18 108 Bjarni Jónsson 2 2 Finnbogi Kristjánsson 1 4 24 11 40 Gunnsteinn Skúlason 8 21 18 47 Gylfi Jónsson 3 15 2 7 8 35 Hermann Gunnarsson 1 12 24 18 55 Hilmar Sigurðsson 1 1 Jón Ágústson 2 3 24 18 47 Jón Carlsson 3 12 3 18 Jón Karlsson 5 5 Jón B. Ólafsson 2 15 24 18 59 Karl H. Sigurðsson 1 1 Kristmann Óskarsson 2 10 10 22 Magnús Baldursson 6 6 Sigurður Dagsson 15 12 13 21 15 76 Sigurður Guðjónsson 6 16 21 3 46 Stefán Árnason 2 9 5 6 3 16 2 43 Stefán Bergsson 2 7 9 Stefán Sandholt 10 11 14 24 18 77 Frd 55 dra afmæli Vals I tilefni af 55 ára afmæli Vals hinn 11. maí s.l. samþykkti aðal- stjórnin að efna til gestamóttöku í félagsheimilinu að Hlíðarenda frá kl. 4—7 e. d. á afmælisdaginn. Dagana fyrir afmælið var unnið að því að lagfæra og hreinsa fé- lagssvæðið og umhverfis bygging- arnar, auk þess sem heimreiðin var rækilega endui’bætt með ofan- íburði. Þá var komið fyrir mörg- um fánastöngum framan við fé- lagsheimilið, íþróttahúsið og um- hverfis myndastyttu séra Friðriks og meðfram heimreiðinni. Snemma morguns hinn 11. maí voru svo fánar dregnir að hún, blöktu þeir tígullega í sól og sunnanvindi og vöktu athygli gesta og gangandi, sem mátti það ljóst vera að mikið stæði til þenna dag að Hlíðarenda. Margt manna kom í heimsókn til Vals til að árna félaginu heilla á merkum tímamótum, en alls komu á 3. hundrað gesta. Páll Guðnason, formaður Vals, bauð gestina velkomna með stuttu ávarpi og minntist í stórum drátt- um tilefnis þessarar heimsóknar. Þakkaði hann öllum sem komnir voru og þeim sem síðar kæmu fyr- ir það að hafa mætt og sýnt Val þannig ótvíræða vinsemd. Meðal gesta voru, auk flestra forystumanna íþróttahreyfingar- innar með forseta ISl og heiðurs- forseta í fararbroddi, borgarstjór- inn í Reykjavík og menntamála- ráðherra, blaðamenn og ýmsir af stofnendum Vals og aðrir Vals- félagar yngri og eldri. Margir tóku til máls og fluttu Val kærkomnar kveðjur og árnaðaróskir, þeirra á meðal voru: Heiðursforseti ISÍ, Benedikt G. Waage, og forseti þess, Gísli Halldórsson, formaður KSl, Björgvin Schram, formaður KR Einar Sæmundsson, sem færði Val sameiginlega gjöf frá íþrótta- félögunum í Reykjavík, Jakob Haf- stein fyrrv. formaður ÍR og minntist þess, að faðir hans, Júlíus Hafstein bæjarfógeti, var fyrsti þjálfari Vals, og afhenti hann skeyti, sem séra Friðrik sendi for- eldrum hans á brúðkaupsdegi þeirra. Þá flutti Frímann Helgason, form. fulltrúaráðsins, stutt ávarp og kveðju frá ráðinu og afhenti peningaupphæð frá því, sem nota á í sambandi við þjálfunarkostinn. Þá voru eftirtaldir félagar sæmdir merki Vals í silfri og gulli. Silfurmerki hlutu: Ægir Ferdín- andsson, Friðjón Friðjónsson, Árni Njálsson, Björn Carlsson, Þórarinn Eyþórsson, Elías Her- geirsson, Jón Kristjánsson, Þor- steinn Friðþjófsson, Ingi Eyvinds, Óskar Einarsson, Bergur Guðna- son, Stefán Árnason, Sigríður Sig- urðardóttir, Erla Magnúsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Snorri Jóns- son, Pétur Antonsson, örn Ing- ólfsson. Gullmerki hlutu: Hrólfur Bene- diktsson, Gunnar Vagnsson, Páll Guðnason, Einar Björnsson, Hólm- geir Jónsson, Guðmundur Ingi- mundarson, Agnar Breiðfjörð, Valgeir Ársælsson, Þórður Þor- kelsson, Friðjón Guðbjörnsson, Albert Guðmundsson. Rausnarlegar veitingar voru framreiddar undir stjórn húsráð- enda, þeirra Ingvars og frú Guð- laugar og undu gestir sér vel í dýrðlegum fagnaði. En móttök- unum lauk eins og fyrr segir kl. 7 um kvöldið. E. B. Einar Björnsson: Ávarp flutt á árshátíð Vals 4. apríl 1966. Góðir gestir og félagar. Árið 1911 er vissulega merki- legt ár, sem markar í mörgu til- liti gagnmerk spor í sögu frelsis- sókn vorrar fámennu þjóðar, óafmáanleg spor, framkvæmdir, sem hún hefur búið að fram á þenna dag og verið snar þáttur í allri hennar menningarsókn. Má þar fyrst og fremst minna á stofnun Háskólans, sem þetta ár, á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, var settur í fyi'sta sinn og hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.