Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 18
16
VALUR
isferð um Reykjavík, voru boðnar
í kaffi til norsku sendiherrahjón-
anna og einnig' var þeim boðið til
hádegisverðar af íþróttaráði
Reykjavíkurborgar. Þær gistu á
Hótel Sögu. Allar létu þær í ljós
ánægju sína yfir komunni hing-
að og voru ákaflega ánægðar með
móttökurnar.
Mikill spenningur var í Vals-
stúlkunum eftir þessa góðu sigra,
og biðu þær með mikilli óþreyju
eftir að dregið yrði í aðra umferð.
Loks kom tilkynningin, að Valur
ætti að leika við Austur-þýzku
meistarana Sportclub Leipzig og
átti fyrri leikurinn að fara fram
í Reykjavík. Það var ekki laust
við að vonbrigða gætti meðal
stúlknanna, því allar vonuðu þær,
að það yrði lið frá Norðurlöndun-
um og þá sérstaklega frá Dan-
mörku. En við þessu var ekkert að
að gera, og samið var um leikdag
í Reykjavík 9. febrúar. Leikur
þessi fór fram í íþróttahöllinni í
Laugardal og lauk með yfirburða-
sigri Leipzig 19:7.
Valsstúlkurnar fóru síðan til
Leipzig og léku síðari leikinn þar
20. febrúar. Leikið var í íþrótta-
sal háskóla og var gólfið þar afar
hált og háði það Valsstúlkunum
meir en hinum. Leiknum lauk eins
og búist hafði verið við með sigri
Sportclub Leipzig, en tölurnar
urðu hærri eða 26:9. Austur-þýzku
stúlkurnar voru alveg í sérklassa
og var ekki laust við að þær minntu
á vel þjálfaða karlmenn, bæði í
vexti og getu. Móttökur þeirra
voru mjög góðar og langtum betri
en okkur hafði órað fyrir, og
minnti þetta okkur á hinar stór-
kostlegu móttökur frænda okkar
í Noregi eða Færeyjum.
Þrátt fyrir allt er ekki hægt að
segja annað en að þátttaka okkar
hafi heppnazt sæmilega, þrátt fyr-
ir tvö stór töp, en þar vegur upp á
móti tveir góðir sigrar og mjög
skemmtileg og lærdómsrík þátt-
taka.
Tap varð á þátttöku þessari pen-
ingalega og það meira en reiknað
var með, en eins og áður er sagt
þá áttu dömurnar þetta vel skilið,
og eru reynslunni og ánægjunni
ríkari. Fararstjóri í ferðinni var
gamall félagi í Val, Barði Árna-
son, bankafulltrúi. Reyndist hann
fullkomlega starfinu vaxinn og er
ekki of mikið sagt, að hann hafi
verið sá sem kallast getur hinn
fullkomni fararstjóri, án hans, að
öllum öðrum óreyndum og ólöstuð-
um, hefði ferð okkar ekki heppn-
azt svo vel. Viljum við hér með
þakka honum sérstaklega skemmti-
legt og fórnfúst starf í sambandi
við komu og mótttökur hinna
þýzku gesta og að lokum þökkum
við honum einnig fyrir hönd þátt-
takenda skemmtilega kynningu og
stórkostlega fararstj órn.
Aðrir þátttakendur í ferð þess-
ari voru:
Formaður deildarinnar og þjálf-
ari m.fl. kv. Þórarinn Eyþórs-
son og keppendur:
Guðbjörg Árnadóttir,
Sigríður Sigurðardóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir,
Sigrún Ingólfsdóttir,
Björg Guðmundsdóttir,
Ragnheiður Lárusdóttir,
Hrafnhildur Ingólfsdóttir,
Erla Magnúsdóttir,
Ása Kristjánsdóttir,
Kristín Jónsdóttir.
Þá þökkum við öllum þeim sem
studdu okkur bæði við auglýsinga-
söfnun í leikskrár og á annan hátt,
okkur til ómetanlegrar hjálpar.
Að lokum má geta þess að Aust-
ur-þýzku meistararnir „Sportclub
Leipzig" unnu heimsmeistara-
keppnina með miklum yfirburð-
um, og er rétt að skoða frammi-
stöðu okkar kvenna í því ljósi.
Skemmti- og fræSslufundir.
Ekki var nú mikið líf í skemmt-
unum á s.l. vetri og kann að vera
að þar hafi mest um ráðið, hve
mikið er um keppnir og starf deild-
arstjórnarinnar er það erilsamt,
að skemmtifundir urðu heldur út-
undan. Á þessu er ekki breytinga
að vænta fyrr en að flokkarnir
taka þetta meira upp á sína arma
eða jafnvel komandi stjórn skipi
sérstaka skemmtinefnd handknatt-
leiksdeildar.
Um fræðslufundina er það að
segja, að þeir voru með meira móti
og voru þeir algjörlega á herðum
þjálfaranna.
Ferðalög og heimsóknir.
Um ferðalög Valsmanna og
kvenna var nú heldur lítið, farið
var þó með hóp af telpum upp í
Valsskála í sumar og mun láta
nærri að um 40 telpur hafi tekið
þátt í ferðinni. Dvalið var í skálan-
um yfir eina helgi og farið þar í
handknattleik og ýmsa aðra leiki.
Telpurnar höfðu mikla ánægju af
þessari fyrstu dvöl sinni í Sleggju-
beinsdal.
Aðrir flokkar Vals héldu kyrru
fyrir hér í höfuðstaðnum á tíma-
bilinu.
Aftur var meira um heimsóknir
til okkar, bæði á s.l. vetri svo og
í sumar.
Dvöldu hér flokkar kvenna
nokkrum sinnum frá Akureyri, þá
kom einnig m.fl. kvenna frá Nes-
kaupstað og dvaldi hér.
Fjáraflanir.
Það má ef til vill segja að fjár-
hagur deildarinnar sé sæmilegur,
en ekki er það nú ef öll sú sjálf-
boðavinna sem gefin er væri borg-
uð, þá hefði orðið mikið rekstrar-
tap á deildinni.
Deildin hafði svo sem undan-
farin ár sölutjald 17. júní niður í
miðbæ og varð hagnaður heldur
minni en í fyrra.
Þá réðist stjórn deildarinnar í
að standa á bak við komu hljóm-
sveitar frá Englandi hingað til
lands. I fyrstu var fyrirhugað að
þar yrðu á ferðinni The Kinks og
áttu þeir að halda hér hljómleika
í september, en þeir forfölluðust
á síðustu stundu. Tókst þá að fá
aðra enska hljómsveit, þ. e. a. s.
Hermans Hermits og héldu þeir
hljómleika hér 7. og 8. október og
tókust þeir ágætlega.
Ekki hefur þetta verið gert upp
enn og mun það fylgja ársskýrslu
næsta tímabils, þar sem þessi
skýrsla nær aðeins til 30. septem-
ber.
Um aðrar fjáraflanir var ekki
að ræða á tímabilinu.
Lokaorð.
Okkur er það ljóst í fráfarandi
stjórn, að starfið í handknattleiks-
deildinni er orðið það viðamikið
og margþætt, að nokkrir menn
anna þessu ekki lengur í sínum