Valsblaðið - 24.12.1966, Qupperneq 44
42
VALUR
björgunin vel. Þann 25. sept. var
gerður út leiðangur til að bjarga
munum o.fl. úr vélinni og ætluðu
Varnarliðsmenn að senda sérstaka
björgunarflugvél, sem þeir og
gerðu, en hún festist þar, og snjó-
aði í kaf og var þar með af öllum
talin töpuð.
Því miður er ekki rúm fyrir alla
frásögnina, sem þó er æfintýri lík-
ust, og eins og fyrr segir aðeins
tekinn kaflinn um björgun björg-
unarflugvélarinnar eins og Árni G.
Eylands skýrir frá, og Egill segir
að ekki hafi birtzt í ísl. blöðum.
Ujörf áœtlau.
Bandaríkjamennirnir drógu strik
yfir hinn misheppnaða hjálpar-
leiðangur og álitu björgunarvélina
glataða. Flugfélagið Loftleiðir
voru á annarri skoðun og ungir,
dugmiklir menn veltu fyrir sér
möguleikanum að bjarga hinni
verðmætu flugvél. Þeir vildu fara
aftur, og reyna aftur, þrátt fyrir
það að mannsorkan hefði í fyrstu
lotu orðið að beygja sig fyrir hinu
kalda faðmlagi jökulsins. — Geys-
is-flakið snjóaði í kaf og sömu ör-
lög fékk hin bandaríska björgun-
arvél. 1 lok marz var aðeins lítil
þúst á jöklinum, sem benti á hvar
flugvélin lá.
Um það leiti hafði Loftleiðir á-
ætlanir sínar tilbúnar. Félagið
hafði tryggt sér eignarréttinn á
vélinni og unnið áætlunina í ein-
stökum atriðum. Það átti að koma
ýtum upp á jökulinn. Þær áttu að
grafa vélina upp, þær áttu að
draga vélina á stað, þar sem hægt
væri að gera bráðabirgða flugvöll.
Þar átti að setja hana í gang og
laga svo til að hægt væri að fljúga
henni til Reykjavíkur. Þetta var
allt einfalt á pappírnum. — Þá var
ákveðið að leggja af stað í leið-
angurinn frá Kirkjubæjarklaustri,
þar var lítill flugvöllur um 300
km. frá Reykjavík.
Sunnudaginn 8. apríl 1951 lagði
11 manna hópur af stað frá Rvík
með flugvél til Kirkjubæjarklaust-
urs. Á Klaustri stóðu tvær jarð-
ýtur tilbúnar til notkunar, jarð-
ræktarfélag sveitarinnar átti aðra,
en hina áttu bændurnir á bænum.
Næsta dag vor settir saman 4
sleðar, hvor ýta átti að draga tvo
sleða. Á tveimur sleðanna var kom-
ið fyrir léttum húsum með svefn-
rými fyrir 6—7 menn í hvoru. Á
hinum sleðanum var komið fyrir
10 tunnum af hráolíu fyrir ýturn-
ar, matvælum fyrir 3—4 vikur,
skíðum, fatnaði o.s.frv. Miðviku-
daginn 11. apríl var hægt að leggja
af stað frá Klaustrinu, en þar
hafði tólfti maðurinn bætzt í hóp-
inn.
Stjórnandi leiðangursins var
Egill Kristbjörnsson, ungur mað-
úr þekktur sem úthaldsgóður og
duglegur skíða- og fjallamaður.
Fyrsta hindrunin kom í fjalls-
hlíðinni fyrir ofan bæinn, hún var
nokkur hundruð metra löng og
brött, og meðan verið var að koma
flutningnum þar upp, kom fyrsti
bylurinn. Fyrsta daginn miðaði lít-
ið áfram, ýmislegt kom fram, sem
ekki stóðst áætlun. Þetta lagaðist
þó fljótlega og eftir hádegi föstu-
daginn 13. apríl var leiðangurinn
kominn inn að jökulröndinni. Á
þessum þremur dögum höfðu leið-
angursmenn farið um 60 km. í
breytilegu fjallalandi, og voru
komnir upp í SOOmhæð.Kunnugur
maður úr sveitinni hafði leiðbeint
þeim upp, en snéri þá heimleiðis
aftur.
Nú liöfðu leiðangursmenn reynt
tæki sín og ýtur, en ennþá var
leiðangurinn áláglendi. Framundan
lá hinn mikli jökull, með sína erf-
iðu uppgöngu, og 65—70 km ferð
inn á jökulflæmið og næstum upp
á Bárðarbungu, sem teygir skalla
sinn næstum í 2000 metra hæð yfir
sjó.
Og Vatnajökli virtist sem það
væri tímabært að sýna að hér væri
hvorki mýri né mórindar, þar sem
not væri fyrir jarðvinnslutæki frá
láglendinu. Það skall á blindbylur,
sem hamaðist þarna í þrjú dægur
með 12—13 vindstigum og 10 stiga
frosti.
Leiðangurinn varð að sjálfsögðu
að halda kyrru fyrir, og ýtustjór-
arnir fengu þó nóg að gera að
gæta ýtanna, sem til öryggis urðu
alltaf að vera í gangi.
Þriðjudaginn 17. apríl hafði slot-
að, og var þegar haldið áfram.
Fyrsti áfanginn upp jökulinn gekk
seint en öruggt. Veður var stillt en
frostþoka, sem lokaði útsýni.
Eftir 25 klukkustunda, nærri ó-
slitna ferð eftir kompás, áleit leið-
angursstjórinn að nú væru þeir ná-
lægt brakinu úr Geysi og björg-
unarflugvélinni. Að finna flugvél-
arnar í þokunni, var að sjálfsögðu
ekki um að ræða. Þeir urðu að bíða
eftir björtu veðri, og fyrir ýtu-
stjórana var hvíld kærkomin. Þeg-
ar loks upp stytti hinn 20. apríl,
að hægt var að skoða umhverfið,
sýndi það sig að þeir voru aðeins