Valsblaðið - 24.12.1966, Qupperneq 26
24
VALUR
eða á hlaupaæfingu annarsstaðar
á sunnudögum allan veturinn,
nærri sama hvernig viðraði, og
þær æfingar og loks þjálfleikfimin
undir stjórn ágætra leikfimis-
kennara, gaf nauðsynlegt þol.
Það er erfitt að lýsa því, hvemig
mér var innanbrjósts meðan leikur
KR og Vals stóð yfir þetta júní-
kvöld 1930. Eins get ég ekki lýst
gleði minni þegar þeim leik lauk
með sigri Vals 2:1. Þar hafði
draumur okkar ræzt, langþráður
draumur, að koma Val í fremstu
röð. Og minnisstætt verður mér
sigurmarkið, sem Jóhannes Berg-
steinsson skoraði, ekki aðeins fyrir
það að það gerði út um leikinn,
heldur af því hve snilldarlega það
var gert. Hann fékk langa send-
ingu frá hægra kanti fram og inn
undir vítateiginn. Jóhannes sér
hvar knötturinn muni koma niður,
hleypur þangað í áttina að marki
KR og áður en knötturinn snertir
völlinn, fleytir Jóhannes honum
viðstöðulaust með fastri spyrnu
inn í netið.
Minnisstæð ferðalög á vegum
íþrótta?
Ég minnist ferðar, sem ég fór
með togara til Skotlands í desem-
ber 1928. Kom fyrst til Aberdeen
og fór þaðan í heimsókn til eins af
mínum beztu vinum, sem var þá
búsettur, og er enn nálægt Glas-
gow, en honum kynntist ég, þegar
Glasgow University Football Club
kom hingað það ár og keppti hér.
1 þessari ferð var mér boðið til
mikillar veizlu hjá Glasgow Uni-
versity F.C. og var þar heiðurs-
gestur. Ég fékk þar afhentan bik-
ar sem gjöf til íslenzkra knatt-
spyrnumanna, síðar kallaður
„Skota-bikarinn," og var lengi
keppt um hann hér.
Minnisstæð verður mér för Vals
til Danmerkur 1931, en í þeirri
ferð var keppt í Færeyjum og svo
víða í Danmörku. Saga hennar hef-
ur áður verið skráð, en ferðin var
Val til sóma og öllum þátttakend-
um til óblandinnar ánægju. Undir-
búningur að þessari för var ákaf-
lega skemmtilegur, þar sem við
héldum sérstaklega vel hópinn,
skiptumst t.d. á um að efna til
kaffi- og kökufunda hjá þeim, sem
höfðu aðstöðu til þess, og ræddum
ákaft þessa fyrstu ferð íslenzkra
knattspyrnumanna til meginlands
Evrópu. — Hrólfur Benediktsson
prentaði fyrir okkur lítið söngva-
hefti, sem við höfðum með í ferð-
ina og við æfðum einnig fjöruga
söngva áður en farið var. Það fór
líka svo, að við vöktum athygli fyr-
ir glaðværð þegar við ferðuðumst
með járnbrautarlestum, því það er
óvanalegt að heyra farþegana
syngja fullum hálsi í slíkum farar-
tækj um.
í sambandi við ferð þessa er
vert að minnast á knattspyrnu-
skáldsöguna „Keppinauta," sem sr.
Friðrik hafði samið og heimilaði
okkur að gefa út, til þess að afla
fjár til fararinnar. Bók þessa vor-
um við búnir að selja áður en hún
kom út! Þar var Halldór heitinn
Árnason duglegastur eins og svo
oft áður í svipuðum málum fyrir
Val.
Hverjir eru þér minnisstæðastir
samherjar í Val?
Ég átti því láni að fagna, að
eiga marga góða samherja og eru
margir mjög minnisstæðir. Af
þeim sem látnir eru koma fyrst í
hugann Axel Gunnarsson, sem ég
hef áður minnzt á. Guðmundur H.
Pétursson, þjálfari okkar, Halldór
Árnason, Dolli, eins og við kölluð-
uðum hann, sem alltaf var tilbúinn
að vinna fyrir Val, og gerði það
af stakri einlægni og ósérplægni.
Pétur Kristinsson, góður sam-
starfsmaður og traustur á leikvelli,
Björn Sigurðsson, læknir, prúður
og ágætur félagi, Jón Kristbjörns-
son, sem dó af meiðslum er hann
hlaut í leik, og svo auðvitað Ólafur
bróðir minn. Ótal fleiri nöfn vildi
ég nefna, sem komið hafa við sögu
Vals fyrr og síðar, en þori ekki að
byrja á að telja þau upp.
StarfaSir þú í stjórn annarra
íþróttaaSila en Vals?
Ég var um 7 ára skeið í Knatt-
spyrnuráði Reykjavíkur, þar urðu
ósjaldan nokkur átök á fundum,
aðallega um það hvort ætti aðtúlka
lögin og reglurnar alltaf á sama
hátt eða ekki, hverjir sem í hlut
áttu. Þetta kom einnig fram í
stjórn ISÍ, en þar var ég í tvö ár.
Af samstarfsmönnum mínum í
KRR og ÍSl minnist ég helzt Ben.
G. Waage, Erlendar 0. Pétursson-
ar og Kjartans Þorvarðssonar,
sem var fulltrúi Fram í KRR.
Þegar ég svo kom heim eftir
langa fjarveru, voru menn svo
elskulegir að kjósa mig í stjórn
Knattspyrnusambands Islands, en
þá fann ég að ég hafði misst
hlekk úr, sem ekki varð fund-
inn aftur, í sambandi við knatt-
spyrnuna hér. Ég þekkti ekkert
þessa menn, sem nú voru, nema
formanninn, Agnar Kl. Jónsson,
sem var gamall vinur minn. Ég
gat ekki fundið aftur þann áhuga
fyrir knattspyrnunni, sem ég hafði
áður, af því líka að það voru mörg
önnur verkefni, sem bundu mig
strax, þegar ég kom heim.
Sápari — sendill — bar kol —
muldi grjót o.fl. — Námsþrá og
störf í æsku.
Eins og áður er sagt frá varð
móðir mín snemma ekkja. Hún
lagði nótt við nýtan dag að gera
okkur bræður sem bezt úr garði,
og eins og oft vill verða, því mið-
ur, skildi ég of seint hve mikið hún
lagði á sig til þess. Hún lét okkur
ganga í áðurnefndan forskóla hjá
Samúel skrautritara, hún lét okk-
ur á barnaskólaaldri ganga á dans-
skóla og hún lét okkur Ámunda
læra á orgel og síðar á píanó. Hún
ákvað að Ámundi færi á verzlunar-
skóla, og við Ólafur í Menntaskól-
ann, alveg eins og okkur langaði
til. Var það satt að segja mikil
bjartsýni, þar sem mamma stóð
ein með okkur þrjá drengina. Að
sjálfsögðu mundum við hjálpa til
við öflun tekna, og snemma vorum
við farnir að vinna. Ég var t.d. 9
ára þegar ég fyrst fór að vinna
fyrir kaupi, og gerðist sápari hjá
Gísla Sigurðssyni rakara, sem nú
er á Selfossi. Sápaði ég allan dag-
inn þá menn, sem átti að raka. Var
vinnutíminn langur, t.d. til kl. 22
á laugardögum. Þetta fannst mér
leiðinlegt verk. Launin voru 1
króna á dag og þótti ekkert lítið
ég held ég fari rétt með það.
Gísli var skemmtilegur og var
mér afar góður. Tók mig t.d. með
sér í vikufrí austur í ölves. Við
fórum í póstvagni, með blæjum yf-
ir og á hliðum. Ég horfði alltaf