Valsblaðið - 24.12.1966, Side 31
VALUR
29
Gutinar Vagnsson:
Hlíðarendi sem uppeldis- og íþróttamiðstöð
Ungur drengur kemur suður á
Valsvöll — í fyrsta skipti. Þetta
vakti máske ekki sérstaklega at-
hygli okkar, sem þar vorum við
einhver störf, en er ekki dálítil
ástæða til þess að geta sér til um,
hvað raunverulega var að ske?
Þetta er frísklegur strákur,
kannske sex til átta ára, ef til vill
lítið eitt eldri. Hann er þokkalega
klæddur, en það má vera vel þurrt
um, ef ekki eru einhvers staðar
blettir á fötunum. Og svo eru það
skórnir. Það er næstum óbrigðult
einkenni, að skórnir á þessum
drengjum eru ekki eingöngu not-
aðir til þess að ganga á þeim. Hann
er rjóður og sællegur, á sjálfsagt
gott heimili. Hann er ef til vill með
aura í vasanum, alls ekki þessleg-
ur, að hann vanti neitt sérstakt.
Á sjálfsagt gott heimili, góðan
pabba og góða mömmu, og senni-
lega á pabbinn bíl nú orðið og það
er farið út í sveit á sunnudögum,
kannske lengra, jafnvel langt út
á land, ef til vill hefur þessi dreng-
ur komið út fyrir pollinn. Hvað
er hann að vilja hingað?
Svarið er ósköp einfalt: Hann
langar til þess að leika sér. Þreyta
kapp við hina strákana. Reyna sig
við boltann, já, það var lóðið: Við
boltann. Hann hefur komizt í
kynni við þann óstýriláta, hnött-
ótta hlut, sem kallaður er knött-
ur. Séð hina strákana leika sér að
svona bolta og farið að reyna sjálf-
ur. Það er ekki hægt að leika sér
að svona bolta heima. Til þess eru
stofurnar of litlar, meira að segja
lóðin, og þar eru kannske falleg
blóm og tré, sem pabbi er að vökva
á kvöldin. Á götunni er ekki hægt
að vera, þá kemur „löggan“ og
bannar það. Það er heldur ekki
hægt að fá að vera í Hljómskála-
garðinum, á Arnarhóli, ekki einu
sinni á Miklatúni. Hljómskálagarð-
urinn er fyrir fullorðna fólkið, þar
situr það á sunnudögum og horfir
á endurnar. Á Arnarhóli hefur
borgarstjórinn látið setja gang-
brautir þvert og endilangt, og út
fyrir þær má helzt ekki stíga nema
sautjánda júní. Á Miklatúni er
verið að skipuleggja fallega trjá-
garða, blómabeð og runna, og svo
á að byggja þar falleg hús. Þar
er ekki hægt að vera lengur.
Með öðrum orðum: Jafnskjótt
og heimilið er orðið of lítið fyrir
þessa ungu drengi, þá virðast öll
sund lokuð. Ónei, svo slæmt er það
ekki. Strákurinn í næsta húsi hef-
ur ráð undir rifi hverju, enda er
hann stærri og lífsreyndari. Hjá
honum frétti þessi ungi drengur,
að það væri hægt að vera í fót-
bolta suður á Valsvelli, og því er
hann þangað kominn. Sem sagt:
Hvort heldur það er litla stofu-
kytran fátæka drengsins eða fína
stofan þess efnaða, þá hefur hún
nú aldeilis tekið stakkaskiptum,
og nær nú alveg suður á Valsvöll.
Og þá erum við komin að kjarna
málsins: Valsvöllurinn er orðinn
hluti af heimili þessa unga drengs.
Á þessu nýja ,,heimili“ er hon-
um vonandi vel tekið. Flesta daga
eru einhverjir til þess að segja
honum til. Fullorðnu mennirnir í
félaginu — í augum þessara pilta
eru annars flokks strákarnir hálf-
gerðir karlar — skiptast á um að
vera þar á kvöldin, og það er skipt
í lið og keppt. Ungi drengurinn er
heima hjá sér og farinn að stunda
íþrótt. 1 hans augum er Valssvæð-
ið í senn heimili og staður þar sem
hægt er að stunda íþrótt, og það
er alveg öruggt, að þannig vill
hann geta litið á það. Hví skyldi
þá ekki að því stefnt, að drengn-
um verði að þeirri ósk sinni? Sú
ósk er heilbrigð og eðlileg og í
fullkomnu samræmi við hans
innsta eðli. Hann vill geta verið
heima hjá sér og starfað að því,
sem honum er hugleikið, og leik-
urinn barnsins svarar til starfs
þeirra fullorðnu.
Þetta gengur ágætlega, meðan
leikurinn er leikur. Því miður end-
Séð yfir Uppeldis- og íþróttamiðstöð Vals að Hlíðarenda.