Valsblaðið - 24.12.1966, Qupperneq 34
32
VALUR
sínu góðlátlega brosi. Eftir stund-
arþögn heldur hann þó áfram og
segir: Mér hefur verið sagt, að ég
sé fæddur í Vesturbænum og að
ég hafi farið þaðan hálfs árs gam-
all, vafalaust af því að mér hef-
ur leiðzt þar! Ég man sem betur
fer ekki eftir þessu og tel mig
hreinræktaðan Austurbæing og hef
ekki viljað halda því mikið á loft,
hvar ég kom í heiminn.
Af hverju varst þú um langt
skeið kallaður Siggi Guðrúnar?
Ég veit ekki, hvort ég á að fara
að rifja það upp hér, það hefur
enginn gaman af því, það er líka
allt of löng saga, en ef þú endilega
vilt, þá get ég sagt hana í fáum
orðum.
Veturinn 1918 geysaði hér
mannskæð farsótt sem nefnd var
„Spánska veikin“. Móðir mín tók
sótt þessa og dó úr henni, og mun
ég þá hafa verið um það bil eins
og hálfs árs. Þetta voru erfiðir
tímar, eins og margar frásagnir
greina og stóð nú faðir okkar einn
uppi með okkur þrjú systkin, og
því miklir erfiðleikar um allt heim-
ilishald, þar sem ung börn voru.
Á þessum erfiðu tímum, þar sem
veikin lagði f jölskyldurnar í rúm-
ið, var mikillar hjúkrunar þörf
og aðstoðar við veika og svo börn,
sem voru föður- eða móðurlaus,
og þar sem bæði faðir og móðir
voru dáin, var starfandi sérstök
hjúkrunarnefnd, sem hafði Mið-
bæjarbarnaskólann til umráða
fyrir veikt fólk.
Nefnd þessi tók einnig að sér
að greiða götu barna, sem koma
þurfti í fóstur eða uppeldi, þar sem
foreldrar, annað eða bæði, voru
fallin frá, og var þessum börnum
safnað saman í Miðbæjarbarna-
skólanum, þar sem þau fengu að-
hlynningu og þar sem þau voru
til sýnis fyrir þá, sem vildu taka
þau og annast. 1 frásögn frá þess-
um tímum er þess getið, að fólk
hafi sýnt mikla hjálpsemi og að
börnin hafi alltaf „gengið út“ ef
svo mætti orða það. Þannig mun
það hafa verið með föður minn,
að miklir erfiðleikar steðjuðu að
honum eins og svo mörgum öðrum,
að rétt þótti að reyna að koma mér
í uppeldi, og þá var farið með mig
í skólann eins og önnur börn.
„Fjarkinrí' — vörnin alræmda í Liði Vals
fyrr á árum, og hér er Sigurður Ólafs-
son með höfuð og herðar yfir hina.
Þá er það, að Guðrún Sigurðar-
dóttir og maður hennar koma í
skólann með það í huga að taka
barn í uppeldi. Hún hafði áður átt
son, en hann drukknaði, nokkuð
mörgum árum áður, og var hún
barnlaus. Þegar Guðrún kom í skól-
ann að þessu sinni átti hún ekki
mikilla kosta völ, því ég var þá
einn eftir þeirra barna, sem í fóst-
ur áttu að fara, að því er mér hef-
ur verið sagt. Þannig vildi það til
að ég ólst upp hjá Guðrúnu. Hún
missti svo mann sinn 1921 og hélt
ég áfram að vera hjá henni. Þar
sem Guðrún var nú ein með heim-
ilið munu leikfélagarnir á götunni
hafa tengt nafn mitt við Guðrúnu,
og var því lengi kallaður Siggi
Guðrúnar!
Fórst þú ekki í strákafélag?
Jú, á Hverfisgötunni innan-
verðri var öflugt strákafélag sem
kallað var Þrándur og var æft alla
daga ýmist á Vitatorgi eða á tún-
um, sem voru þar sem P. Stefáns-
son & Co er nú, eða fyrir ofan
Hörpu.
Keppt var við Fálkann á Grett-
isgötunni, Leiknir á Bergþórugöt-
unni, og svo var farið árlega upp
í Mosfellssveit og leikið við stráka
þar, en fyrir því munu þeir Grím-
ar Jónsson og Karl bróðir hans
hafa helzt staðið. Þetta voru
stórkostlegar keppnisferðir, og
skemmtilegar.
Hvenær gekkst þú svo í Val og
fórst að æfa fyrir alvöru?
Það leið nú langur tími þangað
til að ég gat farið að æfa af alvöru
og kom það til af því að ég var í
sveit í mörg sumur og vann að
heyvinnu. Guðrún fósturmóðir
mín vann fyrir sér og sínum með
búrekstri og hafði bæði kýr og
hesta. Tók hún 2—3 kaupamenn
og álíka margar kaupakonur til
heyvinnunnar, sem var um margra
ára skeið, og fékk hún engi til
slægna uppi í Kjós. Heyið var svo
lengi framan af flutt á bátum
hingað til bæjarins, en síðar komu
svo bílar til heyflutninganna. Það
var því helzt á vorin og haustin
sem maður gat stundað knattspyrn-
una að nokkru ráði.
1 Val mun ég hafa gengið 1927,
er ég kom úr sveitinni eða hey-
skapnum, þá 10 ára gamall. Þá
var það, að Magnús Bergsteinsson
kemur til mín og segir við mig:
Nú förum við til hans Sæma í
Libba (Liverpool verzl.) og þú
lætur skrifa þig inn í Val, en Sæ-
mundur var þátttakandi og starf-
andi í félaginu. Og þar með hafði
ég stigið þetta örlagaríka skref.
Hvenær byrjar þú svo að keppa
fyrir Val?
Það var ekki fyrr en 1929 að
mig minnir, því alltaf togaðist á
um mig áhuginn og viljinn að æfa
og leika mér í knattspyrnu og hins
vegar skyldan við heyskapinn og
hina dugmiklu og góðu fósturmóð-
ur mína. Við þetta bættist svo, að
á vorin var ég oft í vegavinnu með
hesta Guðrúnar, var þá „kúskur“
eins og þeir voru kallaðir, sem
teymdu hesta, sem beitt var fyrir
malarvagna í vegavinnunni, og var
þá oftast uppi í Kjós, með þeim
Kjósarmönnum. Um helgar hjól-
aði ég svo í bæinn og fermingar-
árið man ég, að þá var ég á
splunku-nýju hjóli og ekki ama-
legt að „rúlla“ þetta á milli. Fleira
kom til, sem gerði mér erfitt um
æfingar og að stunda knattspyrn-
una eins og hugurinn girntist. Þar
sem svona mikill búpeningur var
á fóðrum stóran hluta ársins